Háey

Háey (enska: Hoy) er eyja í Orkneyjum utan af Skotlandi og sem er 143 ferkílómetrar að stærð.

Hún er næststærsta eyja Orkneyja. Háey er tengd eyjunni South Walls með eiði og því er gengt á milli. Eyjarnar tvær eru taldar sem ein eining af manntalinu í Bretlandi.

Háey
nafn á frummáli: Hoy
Öldungurinn í Háey
Öldungurinn í Háey
Landafræði

Staðsetning Norður af Bretlandi
Hnit 58°50′N 3°18′V / 58.83°N 3.3°V / 58.83; -3.3
Eyjaklasi Orkneyjar

Flatarmál 14318 hektarar

Stjórnsýsla
Háey Bretland

Höfuðborg London

Konungur Karl 3.

Lýsing

Strandlengja Háeyjar er tilkomumikil og við hana er að finna þekkt kennileiti. Sum af hæstu sjávarbjörgum á Bretlandi eru við St John's Head þar sem þau ná 350 metra hæð og brimsorfinn klettur sem kallast Old man of Hoy (íslenska: Öldungurinn í Háey) gengur út úr sjávarberginu. Á Háey eru tveir norðlægustu Martello-turnarnir á Bretlandi, byggðir árið 1814 til að verja kaupskip í höfn í Longhope gegn mönnum sem gerðir voru út af Madison Bandaríkjaforseta, sem lýsti yfir stríði við Bretland árið 1812. Líklega hafa Martello-turnarnir komið að gagni þar sem engin skráð gögn eru til um alvarleg átök á svæðinu.

Hæsti punktur Orkneyja, Ward Hill, er á Háey. Á suðausturhluta eyjarinnar var helsta flotastöð breska flotans í bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldinni.

Háey 
Dwarfie Stane

Óvenjuleg steingröf sem ber nafnið Dwarfie Stane liggur í Rackwick-dalnum á norðurhluta eyjarinnar. Gröfin þykir einstök í Norður-Evrópu vegna líkinda hennar við grafir frá nýsteinöld og bronsöld sem finna má umhverfis Miðjarðarhafið.

Goðafræði

Í norrænni goðafræði hýsti Háey Hjaðningavíg, endalausan bardaga milli Héðins og Högna.

Lífríki

Háey er mikilvægt fuglasvæði. Norðurhluti eyjarinnar er fuglafriðland á vegum Konunglega breska fuglaverndunarfélagsins (RSPB) vegna mikilvægis þess fyrir fuglalíf, sérstaklega fyrir skúm og lóm. Svæðið er í eigu RSPB. Anastrepta orcadensis, tegund soppmosa sem ekki hefur hlotið íslenskt heit, var fyrst uppgötvuð á Ward Hill af William Jackson Hooker árið 1808.

Norður- og vesturhluti Háeyjar, ásamt stórum hluta aðliggjandi hafsvæðis, hafa verið skilgreind sem sérstök verndarsvæði vegna mikilvægis þeirra fyrir níu fuglategundir: kjóa, fýls, svartbak, skúm, langvíu, ritu, förufálka, lunda og lóm . Á svæðinu halda til 120.000 sjófuglar yfir varptímann.

Orkneyja-bleikjan (Salvelinus inframundus) fannst á Háey árið 1908 en er nú talin útdauð þar.[heimild vantar]

Myndir

Tilvísnair

Tags:

Háey LýsingHáey GoðafræðiHáey LífríkiHáey MyndirHáey TilvísnairHáeyEnskaOrkneyjar

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Valéry Giscard d'EstaingNapóleonsskjölinFöstudagurinn langiSkapabarmarJapanListi yfir íslensk póstnúmerBríet (söngkona)UpplýsinginÖlfusáVöluspáÞróunarkenning DarwinsIðunn (norræn goðafræði)Angelina JolieGuðlaugur Þór ÞórðarsonBYKOSýslur ÍslandsAgnes MagnúsdóttirMorð á ÍslandiQuarashiRagnar loðbrókMiðgildiIðnbyltinginHarry S. TrumanFornafnGíraffiKvennafrídagurinnLeifur heppniFlosi ÓlafssonJóhann SvarfdælingurÁsbirningarAdolf HitlerPólska karlalandsliðið í knattspyrnuHafnarfjörðurKnut WicksellEdda FalakTeknetínEldborg (Hnappadal)Sameinuðu þjóðirnarÍbúar á ÍslandiPáll ÓskarÍrlandAlþingiskosningar 2021Sveitarfélagið StykkishólmurLindýrHeklaBretlandAlfaLögmál NewtonsSiglufjörðurTónstigiJacques DelorsGuðmundur Franklín JónssonHringadróttinssagaSnjóflóðin í Neskaupstað 1974Sterk beygingFranska byltinginBorðeyriLundiHelgafellssveitGaldra–LofturJónas HallgrímssonHegningarhúsiðListi yfir íslenska sjónvarpsþættiKartaflaGoogleStykkishólmurFerskeytlaSamnafnGiordano BrunoOttómantyrkneskaÚsbekistanFramsóknarflokkurinnGarðaríkiJóhannes Sveinsson KjarvalAtlantshafsbandalagiðLátrabjargEmomali RahmonLoðvík 7. Frakkakonungur🡆 More