Gros Morne-Þjóðgarðurinn

Gros Morne-þjóðgarðurinn (enska: Gros Morne National Park) er þjóðgarður á vesturhluta Nýfundnalands.

Hann var stofnaður árið 1973 sem verndarsvæði en gerður að þjóðgarði árið 2005. Stærð hans er 1805 ferkílómetrar. Þjóðgarðurinn tekur nafn sitt frá Gros Morne-fjalli (806 metrar), næsthæsta punkti Nýfundnalands. Fjallið er hluti af Long Range-fjöllum sem eru jarðfræðilega tengd Appalasíufjöllum og eru leifar fjalla sem mynduðust fyrir 1,2 milljarði ára. Hluti fjallanna er myndaður af úthafsjarðskorpu og berg úr möttli. Í fjallendi sem kallast Tablelands má sjá hrjóstrugt landslag með möttulberginu. Þetta þykir áhugavert svæði hvað varðar jarðskorpuhreyfingar.

Gros Morne-Þjóðgarðurinn
Kort.
Gros Morne-Þjóðgarðurinn
Western Brook Pond.
Gros Morne-Þjóðgarðurinn
Mígandi Merarfoss: Pissing Mare falls.

Western Brook Pond er vatn og eitt sinn fjörður sem er myndað var af jöklum á síðustu ísöld. Pissing Mare Falls, hæsti foss austanverðrar Norður-Ameríku rennur í vatnið.

Árið 1900 var elgur fluttur á svæðið og þrífst hann vel. Önnur algeng dýr eru hreindýr, svartbjörn, rauðrefur, snæhéri, heimskautarefur, gaupa, otur og bjór. Um 20 dagleiðir má finna innan Gros Morne-þjóðgarðsins.

Sturla Gunnarsson, leikstjóri, gerði heimildarmynd um þjóðgarðinn árið 2011.

Tengill

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild

Fyrirmynd greinarinnar var „Gros Morne National Park“ á ensku útgáfu Wiki. Sótt 2. jan 2017.

Tags:

AppalasíufjöllMöttullNýfundnaland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

HeklaSúrefnismettunarmælingEllisifAlþjóðlega geimstöðinBobby FischerTindastóllÁlfarZKaspíahafÞorleifur GunnlaugssonSnæfellsjökullNorræn goðafræðiBesta deild karlaHelsinkiАndrej ArshavínÁstaraldinHús verslunarinnarBoðorðin tíuMahatma GandhiRosabaugurHjörtur HowserHornsíliAuðnutittlingurSnæfríðurStyrmirGrænmetiKynlífÖrn ÁrnasonGreifarnirApp StoreNeysluhyggjaRagnar JónassonBorgarnesKaríbahaf22. aprílSamhljóð69 (kynlífsstelling)SeyðisfjörðurBlakÍslenskar þýðingar á erlendum kvikmyndaheitumDanmörkFeneyjatvíæringurinnBessi BjarnasonGuðmundur Felix GrétarssonLýðveldiFramhaldsskólinn á LaugumStari (fugl)Ýmsir - Dýrin í Hálsaskógi (plata)Sigga BeinteinsBretlandElliðaeyM/S SuðurlandÞýskalandHalldór LaxnessJúgóslavíaAgnes MagnúsdóttirListi yfir skammstafanir í íslenskuAlfreð FlókiLundiFýllÝmirCarles PuigdemontHvítlaukurFljótshlíðAuður djúpúðga KetilsdóttirSpörfuglarRagnhildur GísladóttirAuður Haralds🡆 More