Frank Lloyd Wright

Frank Lloyd Wright (8.

júní">8. júní 18679. apríl 1959) var áhrifamikill bandarískur arkitekt, rithöfundur og kennari. Hann hannaði yfir 1.000 byggingar á 70 ára ferli. Hann nefndi þá stefnu sem hann fylgdi lífrænan arkitektúr sem fólst í því að hanna í samræmi við mannlíf og umhverfi. Fallvatnsbyggingin í Pennsylvaníu er ágætt dæmi um slíka hönnun, en sú bygging hefur verið kölluð „besti bandaríski arkitektúr fyrr og síðar“. Wright hafði mikil áhrif á arkitektúr um allan heim á 20. öld. Síðari hluta ævi hans ráku hann og eiginkona hans Olgivanna Lloyd Wright vinsælan skóla í andlegum þroska og arkitektúr á heimili þeirra, Taliesin í Wisconsin.

Frank Lloyd Wright
Frank Lloyd Wright árið 1954.

Wright var helsti forvígismaður þess sem var kallað Gresjuskólinn í arkitektúr og hann þróaði líka hugmyndina um Úsóníuheimilið og Breiðvangsborgina („Broadacre City“), sem hann sá fyrir sér að ætti að einkenna borgarskipulag í Bandaríkjunum. Hann hannaði meðal annars skrifstofur, kirkjur, skóla, skýjakljúfa, hótel og söfn, með nýrri og frumlegri nálgun. Wright hannað líka innra rýmið (þar á meðal steinda glugga, gólf, húsgögn og jafnvel borðbúnað) í samræmi við heildarútlit byggingarinnar. Hann skrifaði nokkrar bækur um arkitektúr og fjölda greina, og var vinsæll fyrirlesari bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Árið 1991 nefndi stofnunin American Institute of Architects hann „mesta bandaríska arkitekt allra tíma“. Árið 2019 voru nokkur verka hans skráð á Heimsminjaskrá UNESCO sem „20. aldar arkitektúr eftir Frank Lloyd Wright“.

Wright ólst upp í sveit í Wisconsin. Hann lærði verkfræði við Wisconsin-háskóla og gerðist svo lærlingur, fyrst hjá Joseph Lyman Silsbee 1887, og síðan Louis Sullivan 1888. Hann opnaði eigin stofu í Chicago árið 1893 og setti upp vinnustofu á heimili sínu í Oak Park í Illinois 1898. Hann fór frá fyrstu eiginkonu sinni, Catherine Tobin, árið 1909 og hóf sambúð með Mamah Cheney. Hún var myrt ásamt tveimur börnum sínum og fjórum öðrum þegar vinnumaður á heimili þeirra gekk berserksgang með öxi árið 1914. Frank giftist síðar Miriam Noel og að síðustu Olgu Ivanovnu Lazovich Milanoff (Olgivönnu).

Tilvísanir

Tengill

Frank Lloyd Wright   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

186719598. júní9. aprílBNA

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

KírúndíSigurboginnHrafnJakobsstigarBenito MussoliniHalla Hrund LogadóttirForsetakosningar á Íslandi 1996Kristján 7.EnglandBotnlangiKári StefánssonListi yfir fylki og yfirráðasvæði Bandaríkjanna eftir stærðHjaltlandseyjarÚtilegumaðurSveppirÖskjuhlíðListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaMáfarOkMerki ReykjavíkurborgarJakob 2. EnglandskonungurStórborgarsvæðiOrkumálastjóriForsetakosningar á Íslandi 2012Listi yfir íslenska sjónvarpsþættiÚrvalsdeild karla í körfuknattleikGísli á UppsölumListi yfir persónur í NjáluIcesaveIngólfur ArnarsonAftökur á ÍslandiÓlafsvíkKvikmyndahátíðin í CannesNíðhöggurSvissHrossagaukurFylki BandaríkjannaSædýrasafnið í HafnarfirðiHallgerður HöskuldsdóttirHrefnaNoregurÞýskalandHringtorgLakagígarAlþingiskosningar 2009HljómarListi yfir íslenska tónlistarmennFramsöguhátturHéðinn Steingrímsson2024ÁrbærSkuldabréfÞrymskviðaNorræn goðafræðiÍtalíaNæfurholtEl NiñoKúlaMiðjarðarhafiðÍslenska stafrófiðSvíþjóðStýrikerfiSmáríkiNorðurál25. aprílCharles de GaulleSjónvarpiðMörsugurEgill ÓlafssonEddukvæðiListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Norður-ÍrlandEnglar alheimsins (kvikmynd)🡆 More