Fáni Palestínu

Fáni Palestínu (arabíska: علم فلسطين; ʿalam Filasṭīn) er þrílitur fáni með þremur jöfnum láréttum borðum (svörtum, hvítum og grænum, talið ofan frá) sem eru klofnir af rauðum þríhyrningi frá fánastönginni.

Fáninn notar liti panarabismans og táknar Palestínuríki og palestínsku þjóðina. Palestínski fáninn var tekinn upp í fyrsta sinn þann 28. maí 1964 af Frelsissamtökum Palestínu. Fánadeginum er fagnað þann 30. september.

Fáni Palestínu
Fáni Palestínu.

Fánanum svipar til fána sýrlenska Ba'ath-flokksins, sem notar sömu form og liti en í hlutföllunum 2:3 fremur en hlutföllum palestínska fánans, sem eru 1:2. Hann er einnig svipaður fána hins skammlífa arabíska sambandsríkis Íraks og Jórdaníu (sem var með jafnhliða þríhyrning við stafnið). Fánar Jórdaníu og Vestur-Sahara eru jafnframt líkir honum, enda eru allir fánarnir byggðir á uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi frá 1916 til 1918.

Árið 2021 samþykkti Mahmúd Abbas að fánanum skyldi flaggað í hálfa stöng á hverju ári til að harma útgáfu Balfour-yfirlýsingarinnar.

Uppruni

Fáni Palestínu 
Arabískur fáni yfir Alhambra-kvikmyndahúsinu árið 1937.

Fáninn sem var notaður af arabísk-palestínskum þjóðernissinnum á fyrri helmingi 20. aldar var fáni Arabauppreisnarinnar gegn Tyrkjum 1916. Deilt hefur verið um uppruna fánans. Samkvæmt einni skýringu voru litirnir valdir af meðlimum „bókmenntaklúbbs“ arabískra þjóðernissinna í Istanbúl árið 1909 með vísan til arabíska skáldsins Safi al-Din al-Hili frá 13. öld:

Hvítar eru dáðir vorar, svartir bardagarnir,
Grænir eru vellir vorir, sverðin rauð.

Samkvæmt annarri sögu kemur fáninn frá Samtökum ungra Araba, sem voru stofnuð í París árið 1911. Enn önnur saga segir að fáninn hafi verið hannaður af Sir Mark Sykes, starfsmanni í breska utanríkisráðuneytinu. Hvað sem því líður var fáninn notaður af Sharif Hussein ekki síðar en 1917 og varð fljótt helsti fáni arabísku þjóðernishreyfingarinnar í Mashriq.

Þann 18. október 1948 tók Alpalestínska stjórnin formlega upp fána Arabauppreisnarinnar og Arababandalagið viðurkenndi hann í kjölfarið sem fána Palestínu. Önnur útgáfa af fánanum (með borðum í annarri litaröð) hafði verið notuð í Palestínu að minnsta kosti síðan á fjórða áratugnum. Árið 1964 tóku Frelsissamtök Palestínu (PLO) fánann formlega upp sem fána palestínsku þjóðarinnar. Þann 1. desember sama ár gaf framkvæmdastjórn samtakanna út reglur um hlutföll fánans og svörtu og grænu litunum var víxlað. Þann 15. nóvember 1988 tók PLO fánann upp sem fána Palestínuríkis.

Notkun fánans varð útbreidd eftir Óslóarsamkomulagið og stofnun palestínsku heimastjórnarinnar árið 1993. Í dag er fánanum oft flaggað af Palestínumönnum og stuðningsfólki þeirra.

Bönn í Ísrael

Fáni Palestínu 
Ísraelskur hermaður grípur fána af mótmælanda í Huwara.
Ísraelskur lögregluþjónn gerir palestínska fána upptæka af mótmælendum í Sheikh Jarrah í september 2023

Árið 1967, strax eftir sex daga stríðið, lét Ísraelsríki banna palestínska fánann á hernámssvæðum sínum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Árið 1980 voru lög sett sem bönnuðu listaverk af „pólitískum toga“ í litum palestínska fánans og Palestínumenn voru handteknir fyrir að hafa slík verk til sýnis.

Banninu var formlega aflétt eftir Óslóarsamkomulagið árið 1993. Frá árinu 2014 hefur ísraelska lögreglan hins vegar haft heimild til að gera palestínska fána upptæka ef talið er að þeim sé flaggað til stuðnings hryðjuverkastarfsemi eða ef þeir raska allsherjarreglu. Ísraelskir lögreglumenn gera palestínska fána því oft upptæka. Í janúar 2023 tilkynnti ísraelski þjóðaröryggisráðherrann Itamar Ben-Gvir að hann hefði beint því til lögreglu að banna notkun fánans í almenningsrýmum.

Litir

Fáni Palestínu 
Litir
Rauður Svartur Hvítur Grænn
CMYK 0-82-77-6 100-100-100-99 0-0-0-0 100-0-64-40
Sextánundakerfi #EE2A35 #000000 #FFFFFF #009736
RGB 238-42-53 0-0-0 255-255-255 0-151-54

Tilvísanir

Tags:

Fáni Palestínu UppruniFáni Palestínu Bönn í ÍsraelFáni Palestínu LitirFáni Palestínu TilvísanirFáni PalestínuArabískaFrelsissamtök PalestínuPalestínuríki

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

BrúðkaupsafmæliMagnús Kjartansson (tónlistarmaður)Jakob 2. EnglandskonungurAlþingiskosningar 2017HrossagaukurÍþróttafélag HafnarfjarðarMassachusettsSigurboginnLaxdæla sagaListi yfir lönd eftir mannfjöldaStuðmennÁstandiðTaívanIndónesíaJóhannes Sveinsson KjarvalJónas HallgrímssonAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)Wayback MachineEiður Smári GuðjohnsenKári SölmundarsonCarles PuigdemontStórmeistari (skák)Hæstiréttur ÍslandsMorðin á SjöundáSjávarföllMicrosoft WindowsSvartahafMargrét Vala MarteinsdóttirKnattspyrnufélagið VíkingurJörundur hundadagakonungurFermingOkjökullArnar Þór JónssonSkjaldarmerki ÍslandsEinmánuðurE-efniListi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærðSkákMiltaAlþingiskosningar 2009Spilverk þjóðannaHelga ÞórisdóttirForsetakosningar á Íslandi 1980Aaron MotenBikarkeppni karla í knattspyrnuRúmmálBessastaðirTenerífeMontgomery-sýsla (Maryland)Steinunn Ólína ÞorsteinsdóttirLakagígarÁsdís Rán GunnarsdóttirKnattspyrnufélagið VíðirSagnorðÓlafur Ragnar GrímssonSam HarrisHernám ÍslandsÞykkvibærReynir Örn LeóssonJón Baldvin HannibalssonISBNSteinþór Hróar SteinþórssonDimmuborgirJökullRisaeðlurAlfræðiritValdimarEyjafjallajökullForsetakosningar á ÍslandiHrafnFelix BergssonElriKristófer KólumbusVatnajökullÞjóðleikhúsiðPétur J. Thorsteinsson (sendiherra)🡆 More