Bræður Ítalíu: Ítalskur stjórnmálaflokkur

Bræður Ítalíu eða Bræðralag Ítalíu (ítalska: Fratelli d'Italia; FdI) er íhaldssamur og þjóðernissinnaður stjórnmálaflokkur á Ítalíu.

Leiðtogi hans er þingkonan Giorgia Meloni, fyrrum ungmennamálaráðherra í fjórðu ríkisstjórn Silvio Berlusconi.

Bræður Ítalíu
Fratelli d'Italia
Forseti Giorgia Meloni
Stofnár 17. desember 2012; fyrir 11 árum (2012-12-17)
Höfuðstöðvar Via della Scrofa 39, Róm
Félagatal 130.000 (2021)
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Ítölsk þjóðernishyggja, íhaldsstefna, öfgahægristefna
Einkennislitur Blár  
Sæti á fulltrúadeild
Bræður Ítalíu: Ítalskur stjórnmálaflokkur
Sæti á öldungadeild
Bræður Ítalíu: Ítalskur stjórnmálaflokkur
Sæti á Evrópuþinginu
Bræður Ítalíu: Ítalskur stjórnmálaflokkur
Vefsíða fratelli-italia.it

Bræður Ítalíu urðu til með hægriklofningi úr Húsi frelsisins, kosningabandalagi Berlusconi, í desember 2012. Flestir leiðtogar flokksins, þar á meðal Meloni, og einkennismerki hreyfingarinnar (þrílitur eldur), komu úr Ítalska þjóðarbandalaginu, sem hafði runnið inn í Hús frelsisins árið 2009. Þjóðarbandalagið var arftaki Ítölsku samfélagshreyfingarinnar (MSI, 1945–1995), nýfasísks stjórnmálaflokks sem hafði verið stofnaður af fyrrum meðlimum Fasistaflokks Mussolini.

Hugmyndafræði Bræðra Ítalíu gengur út á róttæka íhaldsstefnu, þjóðernishyggju og andstöðu gegn innflytjendum. Á vettvangi Evrópustjórnmála er flokkurinn aðili að Evrópskum íhaldsmönnum og umbótasinnum, sem Meloni hefur leitt frá september 2020. Að sögn Meloni eru Bræður Ítalíu hlynntir „sambandi evrópskra þjóða“ fremur en evrópsku ríkjasambandi.

Bræður Ítalíu unnu um 26 prósent atkvæða í þingkosningum Ítalíu í september 2022 og urðu stærsti flokkurinn á þinginu. Meloni tók því við sem forsætisráðherra Ítalíu, fyrst kvenna, í stjórnarsamstarfi Bræðra Ítalíu við Norðurbandalagið og Áfram Ítalíu.

Tilvísanir

Tags:

Giorgia MeloniSilvio BerlusconiÍhaldsstefnaÍtalskaÍtalíaÞjóðernishyggja

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

SandgerðiTorfbærKnattspyrnufélagið ValurRímMontserratTitanicEvrópusambandiðÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuForsetakosningar á Íslandi 2016LjóstillífunGrænlandHalla TómasdóttirKiljaHeyr, himna smiðurListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðListi yfir íslensk mannanöfnFelix BergssonStofn (málfræði)EvrópaSetningafræðiHlutlægniFyrsti maíGunnar Smári EgilssonEinkirningasóttMisheyrnFellibylurHarðfiskurHarry Potter og viskusteinninnVöluspáSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024LoftslagGrunnskólar á ÍslandiSvampur SveinssonVerkfall grunnskólakennara 20043. maíKnattspyrnufélagið ÞrótturAriel Henryxi7lwKleópatra 7.Listi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillurGráblikaFjallkonanÍþróttabandalag AkureyrarFornfranskaSjálandKeila (fiskur)JarðefnaeldsneytiRefirEigindlegar rannsóknirBjörn Hlynur HaraldssonÞróunarkenning DarwinsSumardagurinn fyrstiBoðhátturSamarAkranesHarry Potter og viskusteinninn (kvikmynd)HeimskringlaKommúnismiÍslenska þjóðkirkjanAioiSMART-reglanBreiðablikBretlandBrennu-Njáls sagaÖkutækiMalala YousafzaiHrossagaukurSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirÍslandÁsgrímur JónssonEnskaParísViðtengingarhátturBrúttó, nettó og taraMálsgrein🡆 More