Bereníke 4.

Bereníke 4.

55 f.Kr.) var drottning Egyptalands á tímum Ptólemajaríkisins. Hún var dóttir Ptólemajosar 12. og Kleópötru 5. og systir hinnar frægu Kleópötru 7., Arsinóe 4., Ptólemajosar 13. og Ptólemajosar 14. Þegar systir hennar flúði, ásamt föður þeirra, til Rómar gerðist hún ríkjandi drottning Egyptalands ásamt Kleópötru 6. Trýfaínu sem sumir telja vera systur hennar, en aðrir þá sömu og Kleópötru 5. Eftir lát Kleópötru Trýfaínu 57 f.Kr. gerðist Bereníke einráð.

Þar sem konur máttu ekki ríkja einar yfir Egyptalandi þurfti hún að taka sér eiginmann. Þegar hún gerði það ekki sjálfviljug neyddu ræðismenn hennar hana til að giftast Selevkosi 7. sem var útlægur konungur Sýrlands. Skömmu síðar lét hún kyrkja hann þar sem hún var ósátt við mannasiði hans. Hún giftist síðar gríska aðalsmanninum Arkelaosi en hann ríkti ekki með henni.

Árið 55 f.Kr. skipaði Pompeius herforingja sínum í Sýrlandi, Aulusi Gabiniusi, að koma Ptólemajosi 12. aftur til valda gegn 10.000 talenta greiðslu. Gabinius gerði það og Bereníke var hálshöggvin ásamt stuðningsmönnum sínum.

Tags:

55 f.Kr.Arsinóe 4.EgyptalandGrískaKleópatra 5.Kleópatra 7.PtólemajaríkiðRóm

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Páll ÓskarKínverskaKúbudeilanMöðruvellir (Hörgárdal)Listi yfir NoregskonungaCharles DarwinHundurDaniil18 KonurOlympique de MarseilleHvalir2016Guðríður ÞorbjarnardóttirEinhverfaAndri Lucas GuðjohnsenTýrSturlungaöldTorfbærKubbatónlistSnyrtivörurÓlafur SkúlasonGyðingdómur1989FramsóknarflokkurinnKváradagurHöskuldur Dala-KollssonRómverskir tölustafirZEMac1963Davíð OddssonStýrivextirFerðaþjónustaForsetningNoregurHellissandurKöfnunarefniStríð Rússlands og JapansGeorge Patrick Leonard WalkerJökullHarpa (mánuður)PersaflóasamstarfsráðiðBrúðkaupsafmæliKirgistanSamtengingAmazon KindleListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiAron Einar GunnarssonMargrét Þórhildur1996Suður-AmeríkaÁsgrímur JónssonKim Jong-unFöll í íslenskuGervigreind1995Erpur EyvindarsonVeldi (stærðfræði)TröllUOtto von BismarckWikipediaHeimdallurHugtök í nótnaskriftNeskaupstaðurEinmánuðurSteinn SteinarrSólkerfiðDoraemonHitabeltiRagnar loðbrók6EldgígurSpænska veikin🡆 More