Auður Laxness: Íslensk handverkskona og maki Halldórs Laxness

Auður Laxness (fædd Auður Sveinsdóttir 30.

júlí">30. júlí 1918, dáin 29. október 2012) var íslensk handverkskona.

Auður giftist á aðfangadag 1945 Halldóri Kiljan Laxness, rithöfundi og Nóbelsverðlaunahafa. Eftir það var hún ritari og nánasti samverkamaður Halldórs og stundaði húsmóðurstörf á heimili þeirra að Gljúfrasteini.

Auður var lengst af útivinnandi ásamt því að reka heimilið, tók meðal annars próf sem handavinnukennari og stundaði kennslu um nokkurt skeið við skólann í Mosfellsbæ. Auður var meðal stofnenda kvennablaðsins Melkorku árið 1944. Einnig sat hún lengi í ritnefnd Hugar og handar, Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Auður skrifaði greinar um vefnað, prjón og fornar íslenskar listir í þessi rit, auk þess að vinna að hannyrðum og hönnun, m.a. í samstarfi við ullarverksmiðjuna Álafoss. Árið 2002 fékk Auður stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar menningar.

Um uppruna íslensku lopapeysunnar hafa orðið til sögusagnir og ein þeirra segir að Auður hafi hannað hana og prjónað fyrst allra. Sannleiksgildi sögunnar er umdeilt, þó Auður hafi án efa verið frumkvöðull í að prjóna peysur úr lopa í stað garns og hafi átt þátt í að móta hefðina.

Auður og Halldór eignuðust dæturnar Sigríði og Guðnýju.

Tilvísanir

Heimildir

  • Fríða Björk Ingvarsdóttir, „Frjáls í mínu lífi“, Lesbók Morgunblaðsins, 20. apríl 2002.
  • Höf. ókunnur, „Auður Laxness er látin“, Vísir, 30. október 2012.
  • Soffía Valdimarsdóttir. „„Ull er gull: Lopapeysan við upphaf 21. aldarinnar,"“. 2010.
  • Soffía Valdimarsdóttir. „Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?“. Vísindavefurinn 23.8.2013. http://visindavefur.is/?id=62896. (Skoðað 23.8.2013).

Tenglar

Tags:

1918201229. október30. júlíHandverkÍsland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

JökulgarðurLandnámsöldHryggsúlaBreiðholtAkureyriBreiddargráðaÁgústusNorskaFöstudagurinn langiHernám ÍslandsRíkisútvarpiðStýrivextirÞjóðvegur 1Klara Ósk Elíasdóttir1990Brennu-Njáls sagaKínverskaFlatey (Breiðafirði)PlayStation 2NígeríaStasiEldgosÍslenski þjóðbúningurinnAuður Eir VilhjálmsdóttirRómMicrosoftGuðmundur FinnbogasonLandvætturHeiðniKjarnorkuárásirnar á Hiroshima og NagasakiSjálfstæðisflokkurinnSagnorðLénsskipulagÓeirðirnar á Austurvelli 1949Guido BuchwaldHöskuldur Dala-KollssonMongólíaUppeldisfræðiSamlífiÞingkosningar í Bretlandi 2010FallbeygingÍslenska stafrófiðTjarnarskóliListasafn ÍslandsDreifbýliGylfaginningÍslendingasögurÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaTyrkjarániðRosa ParksÓlafsvíkLjóðstafirSnjóflóðRómantíkinEllert B. SchramBandamenn (seinni heimsstyrjöldin)Eggert PéturssonSeðlabanki ÍslandsÍsöldÞjóðveldið1187Listi yfir afskriftir fyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins 2008FreyrKirkjubæjarklausturPragKnattspyrnaTónlistarmaðurSkuldabréfSilfurbergWhitney HoustonGuðni Th. JóhannessonStreptókokkarJósef StalínAmerískur fótboltiSkapabarmarSykraBöðvar GuðmundssonMorð á Íslandi🡆 More