Rabarbari

Rabarbari (eða tröllasúra) (fræðiheiti: Rheum rhabarbarum eða Rheum x hybridum) er garðplöntutegund af súruætt.

Stöngull rabarbarans er rauðleitur, stökkur og getur orðið jafn breiður og barnshandleggur. Blaðið upp af stilknum er mikið og breitt og grófgert og er stundum nefnt rabarbarablaðka. Til eru ýms afbrigði af rabarbara; algengust eru: Linnæus og Victoria.

Rabarbari
Rabarbari
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasbálkur (Caryophyllales)
Ætt: Súruætt (Polygonaceae)
Ættkvísl: Rheum
Tegund:
Rabarbari

L.

Stilkur rabarbarans er mikið notaður í sultugerð, rabarbarasúpu og stundum einnig í saft- og víngerð. Neðsti hluti stilksins er hvítur og er oft soðinn niður . Sá hluti rabarbarans nefnist rabarbarapera vegna þess að hann líkist mjög flysjaðri peru, þ.e.a.s. sé búið að skera hann frá leggnum.

Stilkur rabarbarans inniheldur talsvert magn af oxalsýru sem gerir hann súran. Oxalsýran í rabarbara er í það miklum styrk að hún getur haft óæskileg áhrif á nýrnastarfsemi og ætti að minnsta kosti ekki að neyta mikils af honum. Mikil neysla rabarbara getur einnig eytt glerungi tanna.

Orðsifjar

Orðið rabarbari er komið úr grísku: rha barbaron. Orðið rha er fornt skýþiskt nafn á ánni Volgu og barbaron þýðir erlendur. Rabarbari var til forna ræktaður í Kína og Tíbet og var löngum fluttur til Evrópu frá Rússlandi.

Tengt efni

Tilvísanir

Tenglar


Rabarbari   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Rabarbari OrðsifjarRabarbari Tengt efniRabarbari TilvísanirRabarbari TenglarRabarbariFræðiheitiPlantaSúruætt

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

ÍslandsklukkanPersónur í söguheimi Harry Potter-bókannaKarl 10. FrakkakonungurNorðurland vestraFullveldiFriðurKári StefánssonGyðingdómurSigrún Þuríður GeirsdóttirNafnhátturMars (reikistjarna)Petro PorosjenkoÍslamBubbi MorthensRómaveldiJosip Broz TitoÞýskaDvergreikistjarnaRio de JaneiroVera IllugadóttirReykjanesbærFallorðMörgæsirFrumbyggjar AmeríkuNeymarArnar Þór ViðarssonAngelina JolieGeirvartaHelgafellssveitRússlandSnæfellsjökullListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðEinar Már GuðmundssonÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaAfturbeygt fornafnSagnorðÖskjuhlíðarskóliKrummi svaf í klettagjáBelgíaSvissVífilsstaðirKynlaus æxlunLitáenSkytturnar þrjárHeimsmeistari (skák)GeðklofiMannshvörf á ÍslandiFjármálÖræfasveitSamgöngurPizzaJón GunnarssonSkjaldarmerki ÍslandsEggjastokkarTeknetínØSnorri HelgasonTaugakerfiðAskur YggdrasilsLeiðtogafundurinn í HöfðaMalaríaStórar tölurMenntaskólinn í KópavogiHugræn atferlismeðferðLaosMengunBolludagurDalabyggðBjörgólfur Thor BjörgólfssonGuðmundar- og GeirfinnsmáliðSebrahesturMosfellsbærÞjóðsagaZSkotfæriMaðurÚranus (reikistjarna)🡆 More