Sebrahestur

Sebrahestar (einnig kallaðir sebradýr) eru hófdýr og grasbítar af hestaætt.

Helsta einkenni þeirra eru ljósar og dökkar rendur sem þekja allan skrokkinn. Sebrahestar eru algengastir um miðbik Afríku og í henni austanverðri og sunnanverðri, einkum á gresjum, en sumir sebrahestar lifa þó í fjalllendi.

Sebrahestur
Sléttusebrinn vegur 175 – 385 kíló.

Tegundir sebrahesta

  • Nú finnast þrjár tegundir af sebrahestum:

Greifasebri (Equus grevyi)

Greifasebrar eru stærstu sebrahestarnir, nálægt 150 sentimetrar á herðakamb og 400 kíló á þyngd. Þeir finnast einkum í Kenía. Þeir þola vel þurrt loftslag.

Fjallasebri (Equus zebra)

Þessi tegund skiptist í tvær deilitegundir: Höfðasebri (Equus zebra zebra) er lágvaxinn og fáséður. Hartmannssebri (Equus zebra hartmanni) er stærri og nokkru algengari.

Sléttusebri (Equus burchelli)

Sléttusebrinn heldur sig á sléttum í austanverðri Afríku, frá Súdan í norðri og allt til Suður-Afríku. Hann er á stærð við smávaxinn hest. Ljón veiða oft sléttusebra.

  • Fáeinar aðrar tegundir af sebrahestum eru útdauðar. Mest er vitað um þessa:

Kvaggi (Equus quagga)

Kvaggar voru nokkuð frábrugðnir öðrum sebrahestum og útbreiddir um alla Suður-Afríku. Á ofanverðri 19. öld liðu þeir undir lok, mest vegna ofveiði. Reynt hefur verið með kynbótum að endurgera þetta dýr, en árangur er umdeildur.

Rendurnar á sebrahestum

Því er haldið fram, að engir tveir sebrahestar hafi nákvæmlega eins rendur. Þær hafa orðið mörgum umhugsunarefni. Þrjár kenningar hafa einkum verið settar fram um gagnsemi þess fyrir sebrahesta að hafa rendurnar:

  • Þær geri rándýrum erfiðara að sjá bráðina.
  • Þær gegni félagslegu hlutverki og auðveldi þeim að þekkja einstök dýr í hópnum.
  • Þær rugli hættulegar mýflugur, svo að þær stingi ekki.

Ýmislegt

  • Sebrahestur getur náð 55 kílómetra hraða á klukkustund, þegar hann sprettir úr spori. Hann þykir þrekmikill og úthaldsgóður.
  • Ekki er útilokað að temja sebrahesta, en fáum hefur tekist það, því að þeir eru að eðlisfari styggir og bregðast á svipstundu við öllu áreiti.
  • Sebrahestur og hryssa af venjulegu hestakyni geta átt afkvæmi saman. Það geta sebrahestur og asna einnig gert (sebraasni). Hvort tveggja er mjög óalgengt úti í náttúrunni en getur gerst í dýragörðum eða með beinni ræktun. Slíkir blendingar eru viðráðanlegri til notkunar en sebrahestar.
  • Sebrahestar í dýragörðum geta orðið fertugir að aldri.
  • Sebrahestar eiga sess í listsköpun.

Tilvísanir

Heimildir, ítarefni

Sebrahestur 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Tags:

Sebrahestur Tegundir sebrahestaSebrahestur Rendurnar á sebrahestumSebrahestur ÝmislegtSebrahestur TilvísanirSebrahestur Heimildir, ítarefniSebrahesturAfríkaGresjaHófdýr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

LundiFáni ÞýskalandsÚtvarpsþátturRíkisstjórn ÍslandsÍslenska stafrófiðIngólfur ArnarsonSólmyrkvinn 12. ágúst 2026FrumeindSnorra-EddaGullÞjóðernishyggjaGórillaBubbi MorthensLeðurblökurEgyptalandUngverjalandBoðorðin tíuEiður Smári GuðjohnsenEnglar alheimsinsIðnbyltinginElijah WoodYrsa SigurðardóttirSívaliturnAuschwitzJón Sigurðsson (forseti)Ivar Lo-JohanssonEldkeilaLaugardalshöllApparat Organ QuartetGuðmundur G. HagalínÍslenskt mannanafnLögmaðurÍslenska sauðkindinListi yfir gjaldmiðla í notkunStjörnustríðInnrásin í NormandíÁstandiðKoltvísýringurStapiKristján EldjárnHallgerður HöskuldsdóttirXboxSkjaldarmerki ÍslandsSigríður AndersenAntonio RüdigerBjúgvatnÁstralíaLoðnaTölfræðiGeorgíaÞingvellirSkandinavíaBruninn í Kaupmannahöfn árið 1728VatnLaufey (mannsnafn)Eivør PálsdóttirMarokkóMörgæsirSvalbarðiMajorkaLögFornafnLandnámsöldHesturÚkraínaStjórnarráð ÍslandsIsland.isGísla saga SúrssonarBaldurSameinuðu arabísku furstadæminEndurnýjanleg orkaJarðsvínHelförinFroskarVottar JehóvaGrunnskólar á Íslandi🡆 More