Pólhéri

Pólhéri (fræðiheiti: Lepus arcticus) er hérategund sem lifir á heimskauta- og fjallasvæðum.

Pólhéri var áður talinn ein deilitegund snæhéra en er núna talinn sérstök tegund. Pólhérinn hefur þykkan feld og grefur holur í jörð til að sofa í og halda á sér hita. Hann líkist kanínu en hefur lengri eyru og stendur uppréttari og getur komist af í kaldari svæðum en kanínur. Þeir er oftast einir á ferð og geta náð allt að 60 km hraða á klukkustund. Aðalafræningi þeirra er heimskautarefur.

Pólhéri
Pólhéri
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hérungar (Lagomorpha)
Ætt: Héraætt (Leporidae)
Ættkvísl: Lepus
Tegund:
L. arcticus

Tvínefni
Lepus arcticus
Ross, 1819
Útbreiðsla pólhéra
Útbreiðsla pólhéra

Pólhérar eru dreifðir á túndrusvæðum Grænlands og norðurhluta Kanada og Alaska. Vetrarbúningur hérans er hvítur eins og rjúpunnar. Á sumrin verður búkur og höfuð hérans grábrún en fætur halda áfram að vera hvítir. Pólhéri er vanalega 55 - 70 sm langur og vegur 4 - 4,5 kg. Hann lifir á runnum og trjávið en étur einnig lauka, ber, lauf og gras. Hérinn hefur mjög gott lyktarskyn og grefur upp víðitágar úr snjónum. Snemma sumars éta pólhérar vetrarblóm.

Það eru fjórar deilitegundir af pólhérum. Þær eru:

  • Lepus arcticus arcticus
  • Lepus arcticus bangsii
  • Lepus arcticus groenlandicus
  • Lepus arcticus monstrabilis

Tengill

  • „Gætu snæhérar lifað hér á landi“. Vísindavefurinn.


Tags:

FræðiheitiHérarKanínaSnæhéri

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Forsetakosningar á Íslandi 2020HvannadalshnjúkurRokkPíkaÞorvaldur Lúðvík SigurjónssonTíu litlir negrastrákarSeyðisfjörðurNótt (mannsnafn)AuðnutittlingurSesínJarðvegurRósa GuðmundsdóttirEmmsjé GautiÝmirInternet Movie DatabaseMynsturEgill Skalla-GrímssonSjávarföllGóði hirðirinnSvissRørvikÁlftaverSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaListi yfir borgarstjóra ReykjavíkurThe Fame MonsterAsóreyjarMosfellsbærRóbert WessmanBilljónKristniÍslenskaLissabonPSveitarfélagið ÁrborgLangjökullVesturfararEgilsstaðirSkammstöfunLögbundnir frídagar á ÍslandiPetrínaBorís JeltsínHveragerðiRæðar tölurBrisKnattspyrnaMið-AusturlöndStari (fugl)HelförinHellirKeníaHringadróttinssagaTékklandXXX RottweilerhundarHelliseyjarslysiðLavrentíj BeríaFimleikafélag HafnarfjarðarÍtalíaÞorsteinn Már BaldvinssonSendiráð ÍslandsVestmannaeyjarSonja Ýr ÞorbergsdóttirKapítalismiKirkjubæjarklausturHalldór PéturssonÁbrystirGrikkland hið fornaÍslandsklukkanFyrsti vetrardagur8Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969TorquayEinar Jónsson frá FossiQSverrir Stormsker🡆 More