Keeping Up With The Kardashians

Keeping Up with the Kardashians er bandarískur raunveruleikaþáttur sem sýndur er á sjónvarpstöðinni E!.

Þættirnir fylgjast með lífi Kardashian/Jenner fjölskyldunnar en sú fyrri samanstendur af fyrri eiginkonu og börnum látna lögfræðingsins Roberts Kardashians.

Keeping up with the Kardashians
Keeping Up With The Kardashians
TegundRaunveruleiki
KynnirE!
LeikararKris Jenner
Bruce Jenner
Kourtney Kardashian
Kim Kardashian
Khloé Kardashian
Rob Kardashian
Kendall Jenner
Kylie Jenner
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða6
Fjöldi þátta63
Framleiðsla
AðalframleiðandiEliot Goldberg, Jeff Jenkins,Farnaz Farjam-Chazan
Jonathan Murray og Ryan Seacrest
Lengd þáttar44 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðE!
Sýnt14. október 2007 –
Tímatal
Tengdir þættirKourtney and Khloé Take Miami, Kourtney and Khloé Take New York, Khloé and Lamar

Þátturinn mun snúa aftur í sjöttu seríu í maí.

Persónur

Aðalpersónur

  • Kris Jenner, höfuð fjölskyldunnar, er framkvæmdarstjóri dætranna. Kris var gift hinum látna Robert Kardashian, farsælum lögfræðingi sem varð frægur í morð-dómsmáli O.J. Simpson. Þau áttu þrjár dætur og son í hjónabandinu. Kris skildi við Kardashian árið 1989 og giftist síðar íþróttamanninum Bruce Jenner. Kris átti barnatískuverslun í Kaliforníu.
  • Bruce Jenner, Ólympíumeistari í tíþraut árið 1976, giftist Kris Kardashian árið 1991 og varð stjúpfaðir barna Kris. Oft er talað um hann sem íhaldsamara foreldrið og greinir oft á við stjúpdætur sínar yfir ákvörðunum þeirra.
  • Kourtney Kardashian er elsta dóttir Kris og Roberts Kardashian. Hún er meðeigandi í tískuverslun, D-A-S-H, með systrum sínum í Calabasas, Kaliforníu og var einnig meðeigandi í búð móður sinnar. Hún var áður í raunveruleikaþættinum Filthy Rich: Cattle Drive. Hún er í sambandi með kærasta sínum til langs tíma, Scott Disick. Þann 14. desember 2009 fæddi Kortney strák, Mason Dash Disick, sem samkvæmt Kim, líkist Robert Kardashian eldri og Robert Kardashian yngri.
  • Kim Kardashian er önnur dóttir hjónanna Kris og Robert Kardasihan. Hún er meðeigandi í D-A-S-H með systrum sínum Khloé og Kourtney. Hún framleiðir sinn eigin þátt, Spindustry með Johnathan Cheban og á ilmvatnið "Dashing". Hún giftist körfuboltaleikmanninum Kris Humphries.
  • Khloé Kardashian er yngsta dóttir Kris og Roberts Kardashian. Hún er meiðeigandi í D-A-S-H og komst í fréttirnar fyrir að hafa ekið undir áhrifum árið 2007. Hún birtist nakin í herferð PETA "Ég myndi heldur vera nakin en að ganga í feldi". Hún hefur einnig tekið þátt í Celibrity Apprentice. Hún giftist körfuboltaleikmanninum Lamar Odom í sérstökum þætti.
  • Rob Kardashian er yngsta barn og einkasonur þeirra Kris og Roberts Kardashian.
  • Kylie Jenner fæddist 10. ágúst 1997 og er yngsta dóttir Kris og Bruce Jenner.

Aukapersónur

  • Scott Disick er kærasti Kourtney og faðir sonar hennar, Mason. (Síðan í 1. þáttaröð)
  • Lamar Odom er fyrrverandi eiginmaður Khloé og spilar fyrir Los Angeles Lakers. (síðan í 4. þáttaröð)
  • Reggie Bush fyrrverandi kærasti Kim. Hann spilar fyrir New Orleans Saints (1.-4. þáttaröð)
  • Adrienne Bailon fyrrverandi kærasta Robs. Hún er líka fyrrverandi Cheetah stelpa. (2.-4. þáttaröð)

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Keeping Up with the Kardashians“ á ensku útgáfu Wiki. Sótt júlí 2010.

Tags:

Keeping Up With The Kardashians PersónurKeeping Up With The Kardashians HeimildirKeeping Up With The KardashiansBNA

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Þýska Austur-AfríkaHugtök í nótnaskriftRóbert WessmanListi yfir kirkjur á ÍslandiJohn LennonÞingholtsstrætiRSúnníRostungurHvítfuraÁstandiðJóhannes Sveinsson KjarvalMaríusKalda stríðiðFriðrik ErlingssonSigmundur Davíð GunnlaugssonKalsínGíbraltarBerserkjasveppur1990Skoski þjóðarflokkurinnEnskaVarúðarreglanPersaflóasamstarfsráðiðOrkaAbujaLögbundnir frídagar á ÍslandiRómverskir tölustafirBListi yfir íslenskar hljómsveitirEnglandEvrópskur sumartímiEmmsjé GautiÞEldstöðFormAfríkaEllert B. SchramAgnes MagnúsdóttirJón GnarrÍslendingabókTjadHesturÞýskaLandsbankinnSveitarfélög ÍslandsSexSnjóflóð á ÍslandiSúðavíkurhreppurWalthéryEldgosaannáll ÍslandsAuður djúpúðga KetilsdóttirSérsveit ríkislögreglustjóraHollandRóteindGugusarBroddgölturLaosFallbeyging25. marsNapóleon 3.Halldór Auðar Svansson1535SlóvakíaListi yfir íslenska sjónvarpsþættiMetriVíetnamstríðiðFornafnHellisheiðarvirkjunStefán MániLandselurÞungunarrofOpinbert hlutafélagÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaIndland🡆 More