Katerína Sakellaropúlú: 7. og núverandi forseti Grikklands

Katerína Sakellaropúlú (grískt letur: Κατερίνα Σακελλαροπούλου; f.

30. maí 1956) er grísk stjórnmálakona sem hefur verið forseti Grikklands frá 13. mars 2020. Hún var kjörin af gríska þinginu til að taka við embættinu af Prokopís Pavlopúlos þann 22. janúar 2020. Áður en hún varð forseti lýðveldisins var Sakellaropúlú forseti gríska ríkisráðsins, æðsta stjórnsýsludómstóls Grikklands. Hún er fyrsti kvenforseti Grikklands.

Katerína Sakellaropúlú
Κατερίνα Σακελλαροπούλου
Katerína Sakellaropúlú: Æviágrip, Forseti Grikklands, Einkahagir
Forseti Grikklands
Núverandi
Tók við embætti
13. mars 2020
ForsætisráðherraKýríakos Mítsotakís
ForveriProkopís Pavlopúlos
Persónulegar upplýsingar
Fædd30. maí 1956 (1956-05-30) (67 ára)
Þessalóníku, Grikklandi
ÞjóðerniGrísk
StjórnmálaflokkurÓflokksbundin
MakiPavlos Kotsonís
Börn1
HáskóliHáskólinn í Aþenu
Université Panthéon-Assas
UndirskriftKaterína Sakellaropúlú: Æviágrip, Forseti Grikklands, Einkahagir

Æviágrip

Sakellaropúlú er fædd í Þessalóníku. Fjölskylda hennar er frá Stavrúpolí, bæ í héraðinu Xanþí. Hún nam lögfræði við Háskólann í Aþenu og útskrifaðist úr framhaldsnámi í almannarétti við Université Panthéon-Assas. Á miðjum níunda áratugnum hlaut hún aðild að gríska ríkisráðinu og var gerð ráðgjafi þess árið 2000.

Í október 2015 var hún útnefnd varaforseti ríkisráðsins og í október 2018 varð hún, fyrst kvenna, forseti réttarins eftir einróma atkvæðagreiðslu. Kjör hennar kom í kjölfar þess að þáverandi ríkisstjórn stjórnmálaflokksins Syriza tók tillit til framsýnna viðhorfa hennar í umhverfis- og mannréttindamálum.

Sakellaropúlú hefur verið félagi í sambandi starfsmanna dómstóla ríkisráðsins. Hún var aðalritari sambandsins frá 1985 til 1986, varaforseti þess frá 2006 til 2008 og forseti frá 1993 til 1995 og frá 2000 til 2001.

Hún birtir reglulega greinar í fræðitímaritum. Hún skrifaði einnig í bókina Fjármálakreppa og umhverfisvernd í dómaframkvæmd ríkisráðsins (gríska: Οικονομική κρίση και προστασία του περιβάλλοντος στη νομολογία του Συμβουλίου της Επικρατείας) árið 2017.

Forseti Grikklands

Þann 15. janúar 2020 útnefndi forsætisráðherra Grikklands, Kýríakos Mítsotakís, Sakellaropúlú í embætti forseta lýðveldisins. Hún var kjörin forseti þann 22. janúar 2020 með 261 atkvæðum af 300 á gríska þinginu.

Einkahagir

Sambýlismaður Sakellaropúlú er lögfræðingurinn Pavlos Kotsonís. Hún á eitt barn úr fyrra hjónabandi.

Hún er stuðningsmaður íþróttafélagsins Aris Þessalóníki.

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Prokopís Pavlopúlos
Forseti Grikklands
(13. mars 2020 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


Tags:

Katerína Sakellaropúlú ÆviágripKaterína Sakellaropúlú Forseti GrikklandsKaterína Sakellaropúlú EinkahagirKaterína Sakellaropúlú TilvísanirKaterína SakellaropúlúGrískt stafróf

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

FlámæliSnæfellsjökullSvissPýramídiGuðni Th. JóhannessonAdolf HitlerTáknHildur HákonardóttirVeik beygingTakmarkað mengiRómverskir tölustafirSvíþjóðVatnTaekwondoBikarkeppni karla í knattspyrnuFelix BergssonÍsraelAskur YggdrasilsLindáHeiðlóaÓlafur Karl FinsenHelgi BjörnssonBæjarins beztu pylsurLakagígarTom BradySpánnUngmennafélagið StjarnanGunnar HelgasonÓlafur Darri ÓlafssonRóteindSnorri SturlusonWilliam SalibaJarðfræði ÍslandsSandgerðiÁrmann JakobssonCharles DarwinÍrakIðnbyltinginKúrdarParísarsamkomulagiðGarðabærWiki CommonsSverrir JakobssonSystem of a DownListi yfir íslenska tónlistarmennKjölur (fjallvegur)SamfélagsmiðillUngverjalandÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaAkranesFimleikafélag HafnarfjarðarAlþingiLundiEimreiðarhópurinnMaíMannsheilinnOrðflokkurLettlandEndurnýjanleg orkaNáttúruvalSovétríkinHalla TómasdóttirÍslamska ríkiðHernám ÍslandsListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannamoew8Java (forritunarmál)Listi yfir íslenska sjónvarpsþættiGoðafossJörðinBóndadagurMannakornÁbendingarfornafnAnnað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar🡆 More