Drumbabót

Drumbabót er um 100 hektara landssvæði með birkiskógarleifum við eyrar Þverár í Fljótshlíð um 9 km frá Hvolsvelli.

Skógarleifarnar koma smám saman úr sandinum og eru samkvæmt aldursgreiningum frá árunum 755-830. Á fjölda árhringja má ráða að trén hafi flest verið 70-100 ára gömul. Talið er að trén hafi öll drepist samtímis í jökulhlaupi sem líklega kom úr Mýrdalsjökli af völdum Kötlugoss. Geislakolsmæling bendir til að jökulhlaupið sem grandaði skóginum á Markarfljótsaurum átti sér stað veturinn 822-23. Drumbabót er í um 45 km fjarlægð frá jaðri Mýrdalsjökuls.

Trén eru öll ilmbjörk og eru 500-600 tré á hverjum hektara. Uppgröftur á nokkrum lurkum sýnir að rót þeirra situr í sendnum 40-70 cm þykkum móajarðvegi en ofan á honum um 50 cm þykkt sandlag. Undir móajarðvegnum er malarlag.

Nokkrir fornir munir hafa fundist í Drumbabót.

Heimildir

Tags:

FljótshlíðHvolsvöllurJökulhlaupKötlugosMýrdalsjökull

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

SauðféSagnorðGæsalappirDraumur um NínuÚrvalsdeild karla í körfuknattleikÍslenski fáninnVladímír PútínHvalfjörðurPétur J. Thorsteinsson (sendiherra)SvartfuglarAndrés ÖndLandsbankinnPáskarJón Jónsson (tónlistarmaður)ÁrnessýslaKópavogurHvítasunnudagurHerra HnetusmjörLuigi Facta1918AlþýðuflokkurinnLogi Eldon GeirssonNæfurholtKalda stríðiðÞingvellirHeyr, himna smiðurKlóeðlaÍslenska sjónvarpsfélagiðBaltasar KormákurSvartfjallalandBreiðdalsvíkHæstiréttur BandaríkjannaWikipediaKnattspyrnufélag ReykjavíkurSkákSveitarfélagið ÁrborgVífilsstaðirEgill EðvarðssonAlmenna persónuverndarreglugerðinMáfarNafnhátturÞorriUmmálHalldór LaxnessLokiSandra BullockUngmennafélagið AftureldingJesúsKrónan (verslun)Alþingiskosningar 2021Héðinn SteingrímssonKristófer KólumbusÍbúar á ÍslandiSamfylkinginFreyjaAlþingiskosningar 2016Ragnar loðbrókÁslaug Arna SigurbjörnsdóttirSkjaldarmerki ÍslandsSilvía NóttMánuðurFullveldiSauðárkrókurHarry S. TrumanForsetakosningar á Íslandi 1980Listi yfir íslenska sjónvarpsþættiEnglar alheimsins (kvikmynd)Marie AntoinetteMerki ReykjavíkurborgarErpur EyvindarsonGóaÓlympíuleikarnirEgill Ólafsson🡆 More