Die Another Day

Die Another Day er njósnarmynd frá 2002 og tuttugasta myndin í James Bond-seríunni sem framleidd var af Eon Productions.

Hún var framleidd af Michael G. Wilson og Barbara Broccoli og leikstýrð af Lee Tamahori. Hún er fjórða og síðasta myndin með Pierce Brosnan í aðalhlutverki sem skáldsagnapersónan og MI6 fulltrúinn James Bond, eina myndin með John Cleese sem Q, og sú síðasta með Samantha Bond sem ungfrú Moneypenny. Þetta er einnig fyrsta myndin síðan Live and Let Die (1973) þar sem Desmond Llewelyn kemur fram sem Q þar sem hann andaðist þremur árum fyrr. Halle Berry er mótleikari sem NSA fulltrúinn Giacinta "Jinx" Johnson, Bond stúlkan. Hún hjálpar Bond að finna uppljóstrara í bresku leyniþjónustunni sem sveik hann og breskan milljarðarmæring sem reynist tengjast Norður Kóreiskum njósnara sem Bond átti að hafa drepið. Sagan er upprunaleg, en byggir á skáldsögum skaparans Ian Fleming, Moonraker (1955) og The Man with the Golden Gun (1965), sem og skáldsögu Kingsley Amis, Colonel Sun.

Die Another Day
LeikstjóriLee Tamahori
Höfundur
  • Neal Purvis
    Robert Wade
Byggt áJames Bond eftir Ian Fleming
Framleiðandi
  • Michael G. Wilson
  • Barbara Broccoli
Leikarar
KvikmyndagerðDavid Tattersall
KlippingChristian Wagner
TónlistDavid Arnold
FyrirtækiEon Productions
Metro-Goldwyn-Mayer
DreifiaðiliMGM Distribution Co. (Bandaríkin)
20th Century Fox (á alþjóðavísu)
Frumsýning29. nóvember 2002 (á Íslandi)
Lengd133 mínótur
LandBretland
Bandaríkin
TungumálEnska
Ráðstöfunarfé$142 milljónir
Heildartekjur$431.9 milljónir

Die Another Day var gefin út á 40 ára afmæli James Bond. Myndin inniheldur vísanir í allar fyrri myndir seríunnar. Hún fékk blandaða dóma; sumir gagnrýnendur voru ánægðir með leikstjórn Tamahori, en aðrir gagnrýndu notkun tæknibrellna, uppstillinga vara og ófrumlegs söguþráðar, auk skúrksins. Engu að síður var hún tekjuhæsta James Bond mynd á sínum tíma.

Leikarar

  • Pierce Brosnan sem James Bond, fulltrúi MI6.
  • Halle Berry sem Giacinta "Jinx" Johnson, NSA fulltrúi. Áður en Berry var ráðinn komu Salma Hayek, Saffron Burrows og Sophie Ellis-Bextor til greina.
  • Toby Stephens sem Gustav Graves, breskur frumkvöðull og annar persónuleiki Tan-Sun Moon ofursta. Graves var byggður á Hugo Drax í Moonraker eftir Ian Fleming, stríðsglæpamaður nasista sem skiptist á við breskan hermann í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, varð virtur og auðugur mannúðarmaður og notaði þetta skjól til að skipuleggja kjarnorkuflaugárás á London. Hann var einnig byggður á Uday Hussein og Richard Branson.
  • Will Yun Lee sem Tan-Sun Moon ofursti, norðurkóreskur her ofursti og upprunalegi persónuleiki Graves.
  • Rosamund Pike sem Miranda Frost, leyniþjónn MI6 og tvöfaldur fulltrúi.
  • Rick Yune sem Tang Ling Zao, norðurkóreskur hryðjuverkamaður sem vinnur fyrir Moon og lifir í útlegð.
  • Judi Dench sem M, yfirmaður MI6.
  • John Cleese sem Q, herforingi og yfir vopnabúri MI6.
  • Madonna sem Verity, Graves og skylminga kennari Frost.
  • Michael Madsen sem Damian Falco, yfirmaður Jinx í NSA.
  • Samantha Bond sem ungfrú Moneypenny, ritari M.
  • Colin Salmon sem Charles Robinson, aðstoðarforingi M.
  • Kenneth Tsang sem Moon hershöfðingi, faðir Moon ofursta. Hann aðstoðar Bond við að sleppa aftur til Vesturlanda. Norður-Kóreski hershöfðinginn óskar eftir friðsamlegri sameiningu Kóreu, en sonur hans vill sameiningu með stríði.
  • Michael Gorevoy sem Vladimir Popov, persónulegur vísindamaður Gustav Graves.
  • Lawrence Makoare sem hr. Kil, einn af fylgismönnum Gustav Graves.
  • Ho Yi sem hótelstjóri og kínverskur njósnari hr. Chang. Í fyrstu útgáfum handritsins var það Wai Lin (Michelle Yeoh) sem aðstoðaði Bond í Hong Kong, en hætt var við það og Chang var búin til að koma í stað hennar.
  • Rachel Grant sem Peaceful Fountains of Desire, kínverskur njósnari sem vinnur fyrir hr. Chang, starfandi sem nuddari sem yfirvarp.
  • Emilio Echevarría sem Raoul, framkvæmdastjóri sígarettuverksmiðju í Havana, og óvirkur breskur njósnari.
  • Vincent Wong sem Li hershöfðingi
  • Joaquin Martinez sem eldri sígarettuverksmiðjuverkamaður
  • Simón Andreu sem Dr. Álvarez
  • Deborah Moore (dóttir fyrrverandi Bond-leikarans Roger Moore) sem flugfreyja
  • Mark Dymond sem hr. Van Bierk
  • Oliver Skeete sem þjónustufulltrui í skylmingaklúbb.

Framleiðsla

Eftir velgengni The World Is Not Enough báðu framleiðendur Barbara Broccoli og Michael G. Wilson leikstjórann Michael Apted að leikstýra aftur. Þó Apted hafi fallist á það þá var það afturkallað til að óska eftir Tony Scott og John Woo, sem báðir neituðu. Scott segist hafa stungið upp á Quentin Tarantino sem leikstjóra, en Wilson neitar að hafa átt formlegar samningaviðræður við hann. Pierce Brosnan stakk uppá John McTiernan, Ang Lee og Martin Scorsese og talaði óformlega um hugmyndina um leikstjórn Scorsese á meðan hann var í flugi. Brett Ratner, Stephen Hopkins og Stuart Baird voru síðar að semja um leikstjórn, áður en Lee Tamahori var ráðinn.

Upptaka

Aðaltökur Die Another Day hófust 11. janúar 2002 í Pinewood Studios. Myndin var aðallega tekin í Bretlandi, Íslandi og Cádiz á Spáni. Aðrir staðir voru 007 Stage hjá Pinewood Studios og Maui, Hawaii, í desember 2001. Laird Hamilton, Dave Kalama og Darrick Doerner léku titilatriðið á brimbrettum á brimbrettarstaðnum "Jaws" í Peʻahi, Maui, en tökur af ströndinni voru teknar nálægt Cádiz og Newquay, Cornwall. Senur innan demantanámu Graves voru einnig teknar upp í Cornwall, í Eden verkefninu. Senurnar sem eiga að gerast í Kúbversku Havana og skálduðu Isla de Los Organos voru teknir upp í La Caleta á Spáni.

Heimildir

Die Another Day   Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Die Another Day LeikararDie Another Day FramleiðslaDie Another Day HeimildirDie Another DayBreska leyniþjónustanHalle BerryIan FlemingJohn CleeseKingsley Amis

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

EinmánuðurMohammed Saeed al-SahafSkuldabréfÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaAuður djúpúðga KetilsdóttirYJoðForsætisráðherra Ísraels1187KaupmannahöfnHáhyrningurIcelandairFæreyskaMorfísElly VilhjálmsTjarnarskóliLaosGrikklandÓðinnKatrín JakobsdóttirTímiÓlafsvíkMadrídBreiddargráðaBiblíanMicrosoftÓlafur SkúlasonSuðurlandsskjálftinn 29. maí 2008Seðlabanki ÍslandsNamibíaManchester UnitedSteypireyðurVera IllugadóttirStrumparnirRómverskir tölustafirSnorri SturlusonFlatey (Breiðafirði)Íslenski hesturinnLögbundnir frídagar á ÍslandiHaagMarðarættVestfirðirStreptókokkarBorgSankti PétursborgAmazon KindlePáll ÓskarFriðrik Friðriksson (prestur)SameindPaul RusesabaginaRúmmálVíetnamGuðrún BjarnadóttirKristbjörg KjeldVistkerfi9Þór (norræn goðafræði)FiskurHundurÍslenska stafrófiðKríaKalsínÞursaflokkurinnHöskuldur ÞráinssonTálknafjörðurMannsheilinnSameining ÞýskalandsSvartfuglarKonaFermetriSigmundur Davíð GunnlaugssonSteingrímur NjálssonPóstmódernismi🡆 More