Blek

Blek er vökvi sem inniheldur ýmis litarefni og er notað til að lita yfirborð til að framleiða mynd, texta eða hönnun.

Það er notað til að draga eða skrifa með penna, bursta eða fjöður. Þykkari blek eru notuð í leturprentun og steinprentun.

Blek
Ýmsar blektegundir frá Þýskalandi.

Blek er flókin blanda sem getur innihaldið leysiefni, litarefni, trjákvoður, smurolíur, yfirborðsvirkt efni og önnur efni. Innihaldið ber margvíslegan tilgang og getur haft áhrif á útlit bleksins þegar það er þurrt.

Blek á Íslandi

Á Íslandi virðist eingöngu hafa verið notað jurtablek, og algengast var að nota sortulyng. Sortulyngsblek var búið til allt fram á 20. öld á þann einfalda hátt, að blöðin af lynginu voru soðin í vatni. Í sortulyngsbleki er dálítið af sútunarsýru, og víst er um það, að blekið gekk mjög vel í samband við bókfellið. Það var sterkt og þoldi slit og handvolk furðuvel, en ekki mikinn raka. Á sumum skinnbókum íslenskum, einkum 15. aldar handritum, er svart blek og gljáandi, og virðist svo sem það hafi verið þykkt. Þannig blek er fengið með því að sjóða sortulyng lengi. Líklega hefur blek þó verið soðið af fleiri jurtum á Íslandi en sortulyngi. Í íslensku lækningabókinni (handrit: ÁM 434a 12mo) stendur þetta:

    „Mús etur eigi þá bók sem skrifuð er úr því bleki sem gjört er af malurtsoði“.
Blek   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

FjöðurHönnunLitarefniMyndPenniTextiVökvi

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

GrænlandHraðiFjármálGlymurÚlfurSkaftáreldarHvalirLungaÞursaflokkurinnListi yfir íslenska sjónvarpsþættiSeifurEnglar alheimsins1999FreyrPáskarGeorge W. BushBjór á ÍslandiNorður-MakedóníaHektariSurturÍsland í seinni heimsstyrjöldinniVetniVíktor JanúkovytsjSamtengingMarshalláætluninDOI-númer1990Jafndægur1900Gamli sáttmáliGjaldeyrirRíkissjóður ÍslandsFreyjaÍbúar á ÍslandiHitaeiningHlutabréfKrummi svaf í klettagjáSaga ÍslandsJórdaníaUngverjalandAprílOrkaKvenréttindi á ÍslandiBeinagrind mannsinsÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuMúsíktilraunirFiann PaulVíetnamstríðiðKænugarðurSaga GarðarsdóttirVeðskuldabréfKvennaskólinn í ReykjavíkFriðrik SigurðssonWayback MachineRíkisútvarpiðBerserkjasveppurKöfnunarefniGyðingdómur1905Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)IðnbyltinginEsjaUpplýsinginArabískaÓlafur Ragnar GrímssonNorræn goðafræðiMollSamlífiHesturKatrín JakobsdóttirVerbúðinPáll ÓskarAfleiða (stærðfræði)Manchester CityGervigreind🡆 More