Kaupsýslumaður Ólafur Ólafsson

Ólafur Ólafsson (fæddur 23.

janúar">23. janúar 1957) er íslenskur kaupsýslumaður og aðaleigandi skipaflutningafélagsins Samskipa. Hann er jafnframt meðal þeirra sem hlotið hafa dóm í svonefndum hrunmálum, en hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu, bæði fyrir íslenskum dómstólum og Mannréttindadómstól Evrópu.

Ólafur var ráðinn forstjóri Samskipa hf. árið 1990. Árið 2003 varð hann starfandi stjórnarformaður Samskipa. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn fjárfestingarfélaginu Gretti hf. í baráttunni um félagið.

Ólafur er stjórnarformaður Alfesca og einnig Kjalars invest sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Hann fór fyrir svonefndum S-hóp sem keypti meirihluta í Búnaðarbankanum við einkavæðingu hans 2002.

Í upphafi árs 2007 stofnaði Ólafur, ásamt konu sinni Ingibjörgu Kristjánsdóttur landslagsarkitekt, velgerðarsjóð sem ætlað er að styrkja fátæk börn í Afríku til mennta. Hjónin lögðu fram einn milljarð króna sem stofnfé sjóðsins.

Sumarið 2007 hófust deilur milli Ólafs og nágranna hans í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, þar sem Ólafur á sumarbústað. Kvörtuðu nágrannarnir undan hávaða frá þyrlu sem Ólafur notar til að ferðast milli Reykjavíkur og sumarbústaðar síns, en hann gaf lítið fyrir kvartanirnar.

Í maí 2009 var svo gerð húsleit í fyrirtækjum í eigu Ólafs og einnig í sumarbústað hans í sambandi við kaup Al Thani á hlut í Kaupþingi.

Ferill

Sakaferill

Ólafur var, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni, sakfelldur fyrir Hæstarétti þann 12. febrúar 2015 fyrir sinn þátt í Al-Thani-málinu og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangselsi. Ólafur hóf afplánun dómsins þann 24. febrúar 2015.

Tilvísanir

Tenglar

Kaupsýslumaður Ólafur Ólafsson   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Kaupsýslumaður Ólafur Ólafsson FerillKaupsýslumaður Ólafur Ólafsson TilvísanirKaupsýslumaður Ólafur Ólafsson TenglarKaupsýslumaður Ólafur Ólafsson195723. janúarÍsland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Páll ÓskarÍslensk sveitarfélög eftir sveitarfélagsnúmerumDavíð OddssonTöluorðFlateyjardalurTjaldHámenningRússlandVísir (dagblað)Mannshvörf á ÍslandiÚrvalsdeild karla í körfuknattleikBikarkeppni karla í knattspyrnuVetniTúnfífillKviðdómurMorgunblaðiðHellarnir við HelluÍslensk mannanöfn eftir notkunÞjóðsögur Jóns ÁrnasonarElísabet JökulsdóttirSveitarfélög ÍslandsElly VilhjálmsEnskaStuðmennKosningarétturEinar Sigurðsson í EydölumÞingkosningar í Bretlandi 1997RagnarökÓlafur Ragnar GrímssonArnar Þór JónssonKylian MbappéÞórunn Elfa MagnúsdóttirFinnlandGrindavíkBoðorðin tíuPersónufornafnBretlandHafnarfjörðurNiklas LuhmannÍslandAlþingiskosningar 2021RóteindMenntaskólinn í ReykjavíkMikki MúsJörundur hundadagakonungurSterk beygingVín (Austurríki)TyrkjarániðBárðarbungaHrafnUmmálFelix BergssonKristófer KólumbusNjáll ÞorgeirssonKentuckySeljalandsfossNoregurEndurnýjanleg orkaÍrakSkjaldbreiðurBessastaðirFiskurÍsraelÞjórsárdalurMorð á ÍslandiFyrri heimsstyrjöldinTaekwondoÓlafur Jóhann ÓlafssonHamasÁramótKvenréttindi á ÍslandiIðnbyltinginStjórnarráð ÍslandsBjarni Benediktsson (f. 1970)EldfellAlþingiskosningar24. apríl🡆 More