Reynisfjall

Reynisfjall er fjall í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og gengur fram í sjó milli Reynishverfis og Víkur.

Fjallið er nokkuð stórt um sig, rúmir 5 km á lengd frá norðri til suðurs og 800 m á breidd milli brúna þar sem það er breiðast. Hæst er það um 330 m en syðst, út við sjóinn, er það 149 m. Fram af fjallinu, út í sjó, eru Reynisdrangar.

Reynisfjall
Suðurendi Reynisfjalls og Reynisdrangar.

Hlíðar fjallsins eru víða mjög brattar, klettóttar að ofan en neðan til víðast grónar. Syðst í fjallinu eru fallegar stuðlabergsmyndanir og hellar. Þar er mikið lundavarp. Upp á fjallið liggur bílvegur sem gerður var á stríðsárunum, þegar Bandaríkjamenn reistu lóranstöð uppi á fjallinu, og var hann endurbættur seinna. Hann er sagður brattasti fjallvegur á Íslandi.

Hringvegurinn liggur nú yfir Reynisfjall innarlega en rætt hefur verið um að færa veginn nær sjónum og leggja hann um Reynishverfi og gera jarðgöng gegnum Reynisfjall.

Tengt efni

Reynisfjall   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

MýrdalurReynisdrangarReynishverfiVestur-SkaftafellssýslaVík í Mýrdal

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Logi Eldon GeirssonÓlympíuleikarnirGísla saga SúrssonarBenedikt Kristján MewesJón GnarrBárðarbungaNæfurholtIstanbúlSjómannadagurinnMassachusettsÓfærðSauðanes (N-Þingeyjarsýslu)SvissJohannes VermeerÍþróttafélag HafnarfjarðarFiskurKonungur ljónannaListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiSverrir Þór SverrissonTaílenskaListi yfir íslensk póstnúmerMöðruvellir (Eyjafjarðarsveit)SmáríkiLungnabólgaGunnar HelgasonKnattspyrnufélagið HaukarÁstandiðHljómskálagarðurinnViðtengingarhátturIngvar E. SigurðssonUppstigningardagurPálmi GunnarssonSnorra-EddaKleppsspítaliAndrés ÖndFáni SvartfjallalandsXHTMLEggert ÓlafssonListeriaLandsbankinnFóturLandvætturÁstralíaÁslaug Arna SigurbjörnsdóttirSeinni heimsstyrjöldinTjörn í SvarfaðardalVigdís FinnbogadóttirMargrét Vala MarteinsdóttirLatibærListi yfir íslenska tónlistarmennHektariListi yfir íslenska sjónvarpsþættiGoogleTyrklandNoregurMatthías JohannessenListi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærð25. aprílÞVestfirðirJónas HallgrímssonÓlafur Grímur BjörnssonMánuðurDropastrildiJólasveinarnirPétur Einarsson (flugmálastjóri)RétttrúnaðarkirkjanSíliÚrvalsdeild karla í körfuknattleikEldurBaldurMaríuerlaPáll ÓlafssonMyriam Spiteri DebonoHvalirHelsingi🡆 More