Fáni Filippseyja

Fáni Filippseyja samanstendur af þremur reitum.

Efst er blátt, neðst er rautt en frá vinstri sker sig hvítur þríhyrningur inn í hina litina. Í hvíta hlutanum er gul sól og þrjár gular stjörnur. Hann er er nauðalíkur þeim tékkneska, nema hvað rauði og hvíti liturinn hafa víxlast. Fáni þessi var fyrst dreginn að húni 1898 eftir uppreisn Filippseyinga gegn Spánverjum. Hvíti þríhyrningurinn táknar jafnrétti og bræðralag. Blái reiturinn merkir frið, sannleik og sanngirni. Rauði reiturinn merkir föðurlandsást og kjark. Sumir segja að litirnar hafi verið valdir úr fána Bandaríkjanna af þakklæti fyrir aðstoðina við að hrekja Spánverja burt. Sólin stendur fyrir frelsi og héruðin átta sem voru til 1898. Stjörnurnar þrjár tákna hina þrjá aðalhluta sem Filippseyjar samanstendur af (Lúson, Mindanaó og Visayas-svæðið þar á milli). Upphaflega var fáninn aðeins í notkun í tvö ár en 1901 tók fáni Bandaríkjanna við. 1919 fengu Filippseyingar þjóðfánann opinberlega aftur og hefur hann verið það síðan, með þeirri undantekningu að Japanir bönnuðu hann 1941-43 meðan þeir hertóku eyjarnar í heimstyrjöldinni síðari. Blái liturinn hefur breyst örlítið en hann var ljósblár til að byrja með (er dökkblár núna).

Fáni Filippseyja
Fáni Filippseyja.

Tags:

18981901191919411943Fáni Tékklands

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

EfnafræðiTjaldurÚlfarsfellTékklandHringtorgWayback MachinePúðursykurJón Jónsson (tónlistarmaður)SólmánuðurÞjóðleikhúsiðÁrnessýslaForsetakosningar á ÍslandiKynþáttahaturMarylandHnísaEldurHákarlSvissSkuldabréfPétur EinarssonPatricia HearstGuðlaugur ÞorvaldssonBreiðholtLandspítaliMadeiraeyjarMicrosoft WindowsGuðni Th. JóhannessonGuðrún PétursdóttirTíðbeyging sagnaHrafna-Flóki VilgerðarsonÍslenska sauðkindinUnuhúsAlþýðuflokkurinnKári SölmundarsonListi yfir íslensk mannanöfnÓnæmiskerfiListi yfir íslensk skáld og rithöfundaGeirfuglEldgosið við Fagradalsfjall 2021Íslenski fáninnLokic1358ISBNBríet HéðinsdóttirÓlafsfjörðurFelmtursröskunJökullIngvar E. SigurðssonÓðinnDýrin í HálsaskógiOkSauðárkrókurThe Moody BluesMyndlista- og handíðaskóli ÍslandsSkákVilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)Náttúrlegar tölurSvartfuglarEddukvæðiAndrés ÖndHin íslenska fálkaorðaSólstöðurBarnafossJón GnarrKári StefánssonHamrastigiPylsaFnjóskadalurSveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022SeyðisfjörðurEvrópska efnahagssvæðiðSaga ÍslandsÍsafjörðurPétur Einarsson (flugmálastjóri)Bretland🡆 More