Edduverðlaunin 2008

Edduverðlaunin 2008 voru tíunda afhending Edduverðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni framleitt árið 2008.

Afhendingin fór fram í Háskólabíói 16. nóvember 2008. Kynnir kvöldsins var Halla Vilhjálmsdóttir leikkona. Afhendingin var sýnd í frestaðri útsendingu í Sjónvarpinu.

Edduverðlaunin 2008
Veggspjald fyrir kvikmyndina Brúðguminn

Veitt voru verðlaun í 22 flokkum, en áður höfðu flest verið veitt sextán verðlaun 2002 og 2007, auk heiðursverðlauna ÍKSA og framlags Íslands til Óskarsverðlaunanna. Helsta breyting á verðlaunaflokkum var sú að svokölluð fagverðlaun (hljóð, kvikmyndataka, klipping o.s.frv.) sem árið 2007 voru í þremur flokkum voru nú veitt í sjö flokkum. Einnig var ákveðið að veita verðlaun fyrir leik í fjórum flokkum, leikari/leikkona í aðal-/aukahlutverki, líkt og gert var fyrir 2004, en árið 2007 voru þessir flokkar þrír talsins og þar áður aðeins tveir.

Kvikmyndinn Brúðguminn eftir Baltasar Kormák hlaut alls fjórtán tilnefningar (sem er met) og sjö verðlaun. Kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík - Rotterdam, hlaut tíu tilnefningar og fimm verðlaun.

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2008

Tilnefningar voru kynntar 1. nóvember 2008.

Stuttmynd ársins

Titill Leikstjóri
Hnappurinn Búi Baldvinsson
Smáfuglar Rúnar Rúnarsson
Harmsaga Valdimar Jóhannsson

Heimildarmynd ársins

Heimildarmynd Leikstjóri
Ama Dablam, Beyond the Void Ingvar Ágúst Þórisson
Dieter Roth Puzzle Hilmar Oddsson
Kjötborg Helga Rakel Rafnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir
Spóinn var að vella Páll Steingrímsson
Þetta kalla ég dans Ásthildur Kjartansdóttir

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins

Þáttur Sjónvarpsstöð
Kompás Stöð 2
Silfur Egils RÚV
Sjálfstætt fólk Stöð 2
Út og suður RÚV
10 bestu Stöð 2 sport

Tónlist ársins

Höfundur Verk
Barði Jóhannsson Reykjavík - Rotterdam
Sigurður Bjóla og Jón Ólafsson Brúðguminn
Tiger Lillies Sveitabrúðkaup

Hljóð ársins

Handhafi Verk
Björn Viktorsson, Steingrímur Eyfjörð og Bogi Reynisson Rafmögnuð Reykjavík
Kjartan Kjartansson og Ingvar Lundberg Reykjavík - Rotterdam
Nicolas Liebing og Björn Victorsson Latibær

Menningar- eða lífstílsþáttur ársins

Þáttur Sjónvarpsstöð
Ítalíuævintýri Jóa Fel Stöð 2
Káta maskínan RÚV
Kiljan RÚV

Skemmtiþáttur ársins

Þáttur Sjónvarpsstöð
Gettu betur RÚV
Gott kvöld RÚV
Logi í beinni Stöð 2
Svalbarði SkjárEinn
Útsvar RÚV

Sjónvarpsmaður ársins

Handhafi Sjónvarpsstöð
Egill Helgason RÚV
Eva María Jónsdóttir RÚV
Jóhannes Kr. Kristjánsson Stöð 2

Leikið sjónvarpsefni ársins

Titill Leikstjóri Sjónvarpsstöð
Dagvaktin Ragnar Bragason Stöð 2
Latibær Magnús Scheving Stöð 2
Mannaveiðar Björn Brynjúlfur Björnsson RÚV
Pressan Óskar Jónasson Stöð 2
Svartir englar Óskar Jónasson RÚV

Gervi ársins

Handhafi Verk
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir Reykjavík - Rotterdam
Ásta Hafþórsdóttir Latibær
Ragna Fossberg Spaugstofan

Búningar ársins

Handhafi Verk
Helga I. Stefánsdóttir Brúðguminn
Helga Rós V. Hannam Reykjavík - Rotterdam
María Ólafsdóttir Latibær

Leikmynd ársins

Handhafi Verk
Atli Geir Grétarsson og Grétar Reynisson Brúðguminn
Haukur Karlsson Reykjavík - Rotterdam
Snorri Freyr Hilmarsson Latibær

Handrit ársins

Höfundur Verk
Arnaldur Indriðason og Óskar Jónasson Reykjavík - Rotterdam
Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson Brúðguminn
Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason Dagvaktin

Leikkona ársins í aukahlutverki

Leikkona Verk
Hanna María Karlsdóttir Sveitabrúðkaup
Ilmur Kristjánsdóttir Brúðguminn
Ólafía Hrönn Jónsdóttir Brúðguminn

Leikari ársins í aukahlutverki

Leikari Verk
Jóhann Sigurðarson Brúðguminn
Ólafur Darri Ólafsson Brúðguminn
Þröstur Leó Gunnarsson Brúðguminn

Leikkona ársins í aðalhlutverki

Leikkona Verk
Didda Jónsdóttir Skrapp út
Margrét Vilhjálmsdóttir Brúðguminn
Sólveig Arnardóttir Svartir englar

Leikari ársins í aðalhlutverki

Leikari Verk
Baltasar Kormákur Reykjavík - Rotterdam
Hilmir Snær Guðnason Brúðguminn
Pétur Einarsson Konfektkassinn

Klipping ársins

Handhafi Verk
Elísabet Rónaldsdóttir Reykjavík - Rotterdam
Sverrir Kristjánsson Dagvaktin
Valdís Óskarsdóttir Sveitabrúðkaup

Kvikmyndataka ársins

Handhafi Verk
Bergsteinn Björgúlfsson Brúðguminn
Kjell Vasdal Duggholufólkið
Tumo Hurti Harmsaga

Vinsælasti sjónvarpsmaður ársins

Vinsælasti sjónvarpsmaðurinn var tilnefndur samkvæmt kosningu á netinu og valinn með símakosningu.

Sjónvarpsmaður
Egill Helgason
Jón Gnarr
Pétur Jóhann Sigfússon
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Sigmar Guðmundsson

Leikstjóri ársins

Leikstjóri Verk
Baltasar Kormákur Brúðguminn
Óskar Jónasson Reykjavík - Rotterdam
Ragnar Bragason Dagvaktin

Kvikmynd ársins

Titill Leikstjóri
Brúðguminn Baltasar Kormákur
Reykjavík - Rotterdam Óskar Jónasson
Sveitabrúðkaup Valdís Óskarsdóttir

Heiðursverðlaun ÍKSA

Handhafi
Friðrik Þór Friðriksson

Tags:

Edduverðlaunin 2008 Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2008Edduverðlaunin 20082008EdduverðlaunHáskólabíóSjónvarpiðÍslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Selma BjörnsdóttirHow I Met Your Mother (1. þáttaröð)SnæfellsjökullSúrefnismettunarmælingHelga ÞórisdóttirBríet BjarnhéðinsdóttirSkálholtBostonEkvadorGrindavíkSíderFullveldiÞrymskviðaSamfylkinginMaóismiGrundartangiForsetakosningar í Bandaríkjunum 1824Fyrri heimsstyrjöldinVíetnamstríðiðForsetakosningar á Íslandi 2020Elly VilhjálmsFlateyjardalurHringrás vatnsLýsingarorðÍþróttafélagið FylkirRómHjálpNafnorðAaron MotenÞorramaturOrkuveita ReykjavíkurBríet HéðinsdóttirGerjunÁramótaskaup 2016EfnafræðiArnaldur IndriðasonJárnAustur-EvrópaBoðorðin tíuCristiano RonaldoEignarfornafnHnúfubakurÍtalíaHómer SimpsonFylkiðVatnajökullÚrvalsdeild karla í handknattleikHjartaFiskurBarbie (kvikmynd)ÞjóðernishyggjaÚrvalsdeild karla í körfuknattleikJón Sigurðsson (forseti)Jörundur hundadagakonungurMannslíkaminnHTMLSúrefniBankahrunið á ÍslandiPortúgalFlatarmálKárahnjúkavirkjunEndurnýjanleg orkaListi yfir landsnúmerGamli sáttmáliSnorri MássonForsetningFjallagórillaMünchenarsamningurinnBloggÞorskurRússlandÍslensk krónaAlfræðiritHáskólinn í ReykjavíkSaga ÍslandsJúgóslavía🡆 More