Hálseitlar

Hálseitlar (stundum nefnt eitlur, kverkeitlur, eða hálskirtlar) eru eitlar í hálsi og koki.

Þeir eru hluti af sogæðakerfinu og ónæmiskerfinu. Hlutverk þeirra er að kynna framandi efni fyrir ónæmisfrumunum sem búa í eitlunum, ónæmisfrumurnar geta þá ræst ónæmissvar ef þær halda að efnið geti verið sýkill. Þar sem hálseitlarnir sjá þau framandi efni sem við öndum að okkur og kyngjum er algengt að sýking komist í þá og að þeir verði bólgnir.

Hálseitlar
Staðsetning hálseitlanna í kokinu.

Bólga í hálseitlum kallast hálseitlabólga og er undirflokkur hálsbólgu. Hálseitlar verða oft bólgnir og þrútna við kvef vegna veirusýkingar, streptókokka-sýkingu, einkirningasótt, barnaveiki og fleiri sýkingar.

Hjá þeim sem fá endurteknar hálseitlasýkingar er mögulegt að fjarlægja eitlana. Aðgerðin kallast hálseitlataka (eða hálskirtlataka). Hálseitlataka er mjög umdeild aðgerð þar sem ávinningurinn er oft vægur eða skammvinnur, aðgerðin er ekki áhættulaus, og vísbendingar eru um að aðgerðin leiði til verra ónæmiskerfis, sér í lagi hjá börnum. Vegna þessa er hálseitlataka ekki jafn algeng og hér áður fyrr.

Hálseitlar eru oft nefndir hálskirtlar, en mælst er gegn þeirri notkun þar sem þetta eru eitlar (hluti ónæmiskerfisins) en ekki kirtlar (líffæri sem seyta efni).

Heimildir

Hálseitlar   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

BólgaEitillHáls (líkamshluti)KokSogæðakerfiðSýkillSýkingÓnæmiskerfiÖndun

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

BleikhnötturIngólfur ArnarsonLaxdæla sagaSturlungaöldSkálholtAuðunn BlöndalHáskóli ÍslandsFallorðGrettir ÁsmundarsonEinar Már GuðmundssonGylfi Þór SigurðssonLega NordBessastaðirUngverjalandÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaFrumefnimoew8JansenismiMoskvaVeðurÍslenski hesturinnSkarphéðinn NjálssonVeik beygingVísindaleg flokkunBlaðamennskaBerserkjasveppurEvrópska efnahagssvæðiðRíkisútvarpiðSamkynhneigðLeifur heppniGunnar Helgi KristinssonLömbin þagna (kvikmynd)BorgaralaunMannakornLoftbelgurEgill HelgasonLakagígarHarpa (mánuður)FrumeindRímJurtFelix BergssonSjálfstæðisflokkurinnLandnámsöldHeimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930LandráðSiglufjörðurÍslenskaKelsosBæjarins beztu pylsurCharles DarwinEvraVífilsstaðavatnVestmannaeyjarPersónufornafnVKnattspyrnufélagið FramJóhanna SigurðardóttirGuðrún BjörnsdóttirAkureyriListi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög á ÍslandiListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðFrumaEllen KristjánsdóttirUngmennafélagið StjarnanVatíkaniðGeithálsHöskuldur ÞráinssonWikipediaFlateyjardalurHermann HreiðarssonHaffræðiVetrarólympíuleikarnir 1988Þróunarkenning Darwins🡆 More