Hvalfjarðargangan

Hvalfjarðargangan var haldin af Samtökum hernámsandstæðinga dagana 23.

júní">23. og 24. júní árið 1962 á Jónsmessu. Tilefnið var að mótmæla áformum um byggingu kafbátastöðvar í Hvalfirði, sem þá var talsvert í umræðunni.

Aðdragandi og skipulag

Tvö fyrri sumur höfðu Samtök hernaðarandstæðinga staðið fyrir Keflavíkurgöngum til að mótmæla veru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Árið 1961 tók Bandaríkjafloti við rekstri Keflavíkurstöðvarinnar af flughernum og hóf þegar að undirbúa aukin hernaðarumsvif. Voru meðal annars uppi hugmyndir um að koma upp meginkafbátastöð hersins á Norður-Atlantshafi í Hvalfirði. Töldu stjórnendur samtakanna því rétt að beina kastljósinu að þeim áformum með sérstakri göngu.

Lagt var af stað frá Hvítanesi við austanverðan Hvalfjörð og var staðarvalið talið táknrænt, enda hefði bærinn þar farið í eyði við hernám Breta í heimsstyrjöldinni. Um 200 manns hófu göngu og flutti Guðmundur Böðvarsson skáld ávarp í upphafi. Þar sem gönguleiðin var 60 kílómetrar var henni skipt upp í tvennt. Tjaldbúðum var slegið upp á Kjalarnesi og haldin kvöldvaka.

Daginn eftir var gengið til Reykjavíkur og fjölgaði jafnt og þétt á leiðinni. Í göngulok var haldinn útifundur við Miðbæjarskólann þar sem Jóhannes úr Kötlum og Sverrir Bergmann fluttu ávörp en Þóroddur Guðmundsson var fundarstjóri. Til nokkurra stympinga kom á fundinum milli göngufólks og andstæðinga þeirra úr hópi Heimdellinga.


Tilvísanir

Tags:

196223. júní24. júníHvalfjörðurJónsmessaSamtök hernámsandstæðinga

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

TýrHelle Thorning-SchmidtVerðbólgaFranskaHelförinListi yfir íslenska sjónvarpsþættiOttómantyrkneskaNorðurland vestraHamsturSnjóflóðið í SúðavíkÍslenski þjóðbúningurinnLaxdæla sagaXXX RottweilerhundarLjóðstafirListi yfir morð á Íslandi frá 2000AlfaHornstrandirNýja-SjálandRamadanSilungurKrít (eyja)1908SvartidauðiIstanbúlVífilsstaðirFiann PaulFornaldarheimspekiÍslendingasögurMiðflokkurinn (Ísland)MannsheilinnEiginfjárhlutfallSkreiðHelgafellssveitReykjavíkFæreyjarSkyrbjúgur1. öldinEgill ÓlafssonYorkÉlisabeth Louise Vigée Le BrunUTígrisdýrÁsatrúarfélagiðZMúsíktilraunirListi yfir risaeðlurAusturlandAlþjóðasamtök um veraldarvefinnAlexander PeterssonHugræn atferlismeðferðSnjóflóðSkotfæriVigur (eyja)FimmundahringurinnLettlandNoregurHjörleifur HróðmarssonRagnar loðbrókIndóevrópsk tungumálEndurreisninÍslensk mannanöfn eftir notkunListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999PekingSegulómunTjadAdam Smith1936BerklarKristján 9.Listi yfir íslensk mannanöfnAfríkaAkureyriTvíkynhneigðJohan CruyffSameinuðu arabísku furstadæminKonungasögur🡆 More