Apuleius

Apuleius (um 124 - um 180) var rómverskur Berbi, platonskur heimspekingur og rithöfundur, sem er einkum þekktur fyrir skáldsögu sína Metamorphoses (Myndbreytingar) eða Aureus Asinus (Gullni asninn).

Apuleius
Mynd af Apuleiusi

Apuleius erfði fúlgu eftir föður sinn. Hann nam fyrst í Karþagó, síðan í Aþenu, þar sem hann kynntist m.a. platonskri heimspeki. Þaðan hélt hann til Rómar þar sem hann nam latínu og mælskulist. Hann ferðaðist víða um Litlu Asíu og Egyptaland og kynnti sér heimspeki og trúarbrögð.

Apuleius var sakaður um að beita göldrum til þess að fá athygli og hafa fé af auðugri ekkju sem hann giftist samdi hann Málsvörn sína (Apologia). Ritið fjallar ekki nema að litlu leyti um galdra en öllu meira um andstæðinga hans á niðrandi hátt. Verkið er af mörgum talið með fyndnari ritum fornaldar.

Meðal annarra rita Apuleiusar má nefna Um guð Sókratesar, Florida, Um Platon og heimspeki hans og ef til vill einnig Um alheiminn.

Myndbreytingarnar eða Gullni asninn er eina skáldsagan á latínu sem er varðveitt í heild sinni. Hún segir frá Luciusi, sem er óvart breytt í asna, ævintýrum hans og raunum. Hann verður vitni að ýmsu óvenjulegu en losnar loks úr prísundinni á óvæntan hátt. Margar styttri sögur eru sagðar innan ramma þessarar sögu, en lengst og frægust þeirra er sagan af Cupidó og Psyche. Sögunni lýkur þegar gyðjan Ísis bjargar Luciusi en í kjölfarið verður Lucius fylgismaður hennar.

Tags:

180BerbarHeimspekingurPlatonismiRithöfundurRómaveldiSkáldsaga

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Íslenskur fjárhundurSkapabarmarRaufarhöfnBláfjöllGuðmundar- og GeirfinnsmáliðUngmennafélagið AftureldingSíðasta veiðiferðinÞorramaturHæð (veðurfræði)Skoski þjóðarflokkurinnBrennu-Njáls sagaÍsafjörðurNamibíaFerðaþjónustaAndri Lucas GuðjohnsenÍslenski fáninnFreyr9JAlþingiskosningarR1995Mýrin (kvikmynd)HarðfiskurFlateyri22. marsGylfaginningGæsalappirVíetnamListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiEldgosaannáll ÍslandsÓháði söfnuðurinnJakobsvegurinnÓlafur SkúlasonViðreisnÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnu1973KubbatónlistÍsbjörnSérsveit ríkislögreglustjóraLægð (veðurfræði)HróarskeldaStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðumBóksalaFæreyjarMöndulhalliListi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærðListi yfir íslenskar hljómsveitirElísabet 2. BretadrottningTCarles PuigdemontBragfræðiLýðræðiListi yfir persónur í NjáluSætistalaSaint BarthélemyLandvætturAnthony C. Grayling2005Flugstöð Leifs EiríkssonarPóllandJóhannes Sveinsson KjarvalTjarnarskóliÍsland í seinni heimsstyrjöldinniÍsöldVenesúelaÚtburðurEggert PéturssonEiginfjárhlutfallSan Francisco2008🡆 More