Jacinda Ardern: 40. forsætisráðherra Nýja-Sjálands

Jacinda Kate Laurell Ardern (f.

26. júlí 1980) er nýsjálenskur stjórnmálamaður sem var fertugasti forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Hún gegndi embættinu frá október 2017 fram í janúar 2023. Hún var formaður nýsjálenska Verkamannaflokksins síðan 1. ágúst 2017 til ársins 2023. Ardern hefur setið á nýsjálenska þinginu fyrir Mount Albert-kjördæmi síðan 8. mars 2017. Hún var fyrst kjörin á þing af lista í nýsjálensku þingkosningunum árið 2008. Ardern var yngsti kvenkyns ríkisstjórnarleiðtogi í heimi þegar hún tók við embætti, þá 37 ára að aldri. Ardern hefur lýst sjálfri sér sem framsæknum jafnaðarmanni.

Jacinda Ardern
Jacinda Ardern: 40. forsætisráðherra Nýja-Sjálands
Jacinda Ardern árið 2020.
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands
Í embætti
26. október 2017 – 25. janúar 2023
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
Karl 3.
LandstjóriPatsy Reddy
Cindy Kiro
ForveriBill English
EftirmaðurChris Hipkins
Persónulegar upplýsingar
Fædd26. júlí 1980 (1980-07-26) (43 ára)
Hamilton, Nýja-Sjálandi
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiClarke Gayford
Börn1
HáskóliWaikato-háskóli
StarfStjórnmálamaður

Eftir að Ardern útskrifaðist úr Waikato-háskóla árið 2001 hóf hún feril sinn sem rannsakandi á skrifstofu forsætisráðherrans Helen Clark. Ardern vann síðar í Bretlandi sem stefnuráðgjafi Tony Blair forsætisráðherra. Árið 2008 var Ardern kjörin forseti Alþjóðasambands ungra jafnaðarmanna. Ardern var kjörin á þing af flokkslista árið 2008 og hélt því þingsæti í tæpan áratug þar til hún var kjörin á þing fyrir Mount Albert-kjördæmi í aukakosningum þann 25. febrúar árið 2017. Hún var kjörin varaformaður Verkamannaflokksins þann 1. mars 2017 eftir að Annette King sagði af sér.

Ardern varð formaður Verkamannaflokksins þann 1. ágúst 2017 eftir að Andrew Little sagði af sér í kjölfar lélegra kosninga flokksins. Í þingkosningum þann 23. september sama ár vann Verkamannaflokkurinn 46 sæti og bætti þar við sig 14. Flokkurinn varð næststærsti flokkurinn á þingi á eftir Þjóðarflokknum, sem vann 56 sæti. Eftir stjórnarmyndunarviðræður við Þjóðarflokkinn og Verkamannaflokkinn gekk New Zealand First-flokkurinn í minnihlutastjórn ásamt Verkamannaflokknum með stuðningi Græningjaflokksins. Ardern varð forsætisráðherra þessarar stjórnar.

Á fyrsta ári stjórnartíðar sinnar varð Ardern ólétt og fæddi dóttur. Hún er annar lýðræðislega kjörni þjóðarleiðtogi sögunnar sem hefur fætt barn í embætti.

Þann 9. ágúst 2018 tilkynnti Ardern að Nýja-Sjáland myndi banna notkun einnota plastpoka árið 2019. Eftir að hryðjuverkamaður myrti 50 manns í mosku í Christchurch í mars árið 2019 kynnti Ardern áætlun um að herða skotvopnalöggjöf í Nýja-Sjálandi með því að banna hálfsjálfvirka riffla og hríðskotariffla.

Undir forystu Arderns vann Verkamannaflokkurinn stórsigur í þingkosningum sem fóru fram þann 17. október árið 2020. Flokkurinn náði hreinum þingmeirihluta og hefði því getað myndað eins flokks stjórn, sem er fáheyrt í nýsjálenskum stjórnmálum. Ardern ákvað hins vegar að virða hefðir með því að mynda samsteypustjórn ásamt nýsjálenska Græningjaflokknum. Flokkurinn naut góðs af persónuvinsældum Arderns, sem hafði unnið sér lof fyrir skilvirk viðbrögð við alþjóðlega kórónaveirufaraldrinum í landinu.

Í janúar 2023 ákvað Ardern að segja af sér sem forsætisráðherra og tjáði að það væri vegna álags.

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Bill English
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands
(26. október 201725. janúar 2023)
Eftirmaður:
Chris Hipkins


Tags:

JafnaðarstefnaNýja-Sjáland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Stundin okkarHöfuðborgListi yfir íslensk íþróttaliðÞjórsáOrkumálastjóriKváradagurInternetiðSigríður Hagalín BjörnsdóttirTómas A. TómassonKatlaHalla TómasdóttirSuðurlandDónáÞjóðhátíð í VestmannaeyjumEldfjöll ÍslandsBúnaðarbálkur (Eggert Ólafsson)EinokunarversluninSvissEyjafjallajökullÍslenskir stjórnmálaflokkarJapanRagnar JónassonÍslenski þjóðhátíðardagurinnDemantshringurinnKanadaVetrarbrautinDalabyggðListi yfir lönd eftir mannfjöldaNorðurland vestraÍslandsklukkanSpennaParísarsamkomulagiðÍrlandListasafn ÍslandsFyrsti maíLavrentíj BeríaHarry Potter og viskusteinninnEinar BenediktssonFrumefniB-vítamínSívalningurISSNGoshverKenoshaListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaStórsveppirAskja (fjall)Ólafur Jóhann ÓlafssonSádi-ArabíaKristján 4.HækaRifstangiMóbergRjúpaKennimyndSnorri SturlusonGreinirTeiknimyndVaduzÞjóðleikhúsiðFallorðÍtalíaFlatey (Skjálfanda)Bruninn í Kaupmannahöfn árið 1728Listi yfir landsnúmerHektariEgill Skalla-GrímssonHveragerðiForsætisráðherra ÍslandsEiginfjárhlutfallRúmmálHalla Hrund LogadóttirGuðrún ÓsvífursdóttirVesturfararSykurmolarnirMjallhvít og dvergarnir sjö (teiknimynd frá 1937)Króatía🡆 More