Apókrýf Rit

Apókrýf rit eru rit af óvissum uppruna, eða rit sem eru ekki að fullu viðurkennd eða löggilt af kirkjunni.

Þau nefndust áður fyrr stundum ýkjuguðspjöll á íslensku, en hafa einnig verið kallaðar launbækur. Apokrýfur (einnig Apókrýfar bækur eða Apókrýfískar bækur biblíunnar) eru utanbiblíurit; það er að segja rit sem standa nærri viðurkenndum bókum Biblíunnar en eru ekki tekin í tölu þeirra. Forngríska lýsingarorðið ἀπόκρυφος (apokryfos) þýðir í raun „það sem dulið er.“ Í annan stað er stundum talað um apókrýf rit, þegar átt er við rit sem standa einhverju ritsafni nærri að efni og formi, en eru af einhverjum ástæðum ekki tekin með.

Dæmi um apókrýf rit

Í kristnum bókmenntum eru einkum þrír flokkar af apókrýfum ritum:

  • Apókrýfar bækur Gamla testamentisins. Sumar kirkjudeildir, svo sem rétttrúnaðarkirkjan og rómversk-kaþólska kirkjan viðurkenna þessi rit sem hluta af Biblíunni, en mótmælendur gera það ekki. Þó eru apókrýfu bækurnar oft teknar með í biblíuútgáfum lúterskra kirkjudeilda, og þá hafðar á milli Gamla og Nýja testamentisins. Það stafar af því að Lúther taldi apókrýfu ritin góð og uppbyggileg, þó að þau væru ekki viðurkennd.
  • Dulnefnd launrit Gamla testamentisins, sem teljast ekki hluti af Biblíunni, en geta verið gagnleg lesning til að skilja og túlka hin viðurkenndu rit Biblíunnar.
  • Apókrýfar bækur Nýja testamentisins, eru ekki heldur taldar hluti af Biblíunni.

Til viðbótar má nefna ritaflokk sem kallast:

Þegar gerður er skýr greinarmunur á viðurkenndum (kanónískum) og apókrýfum ritum, þá felur það í sér að hin fyrrnefndu séu viðurkennd eða löggilt sem leiðsögn í trúarlegum efnum. Það er þó engin trygging fyrir því að þau hafi sögulegt heimildargildi, né heldur að apókrýf rit hafi ekkert heimildargildi.

Apókrýf rit Biblíunnar eru fjöldamörg, og hefur þeim fjölgað á síðustu áratugum, t.d. þegar Dauðahafshandritin fundust 1947–1956, og þegar Nag Hammadí handritin fundust í Egyptalandi árið 1945.

Utan við skiptinguna í viðurkennd (kanónísk) og apókrýf rit, eru t.d. rit eins og Mormónsbók, sem er 19. aldar rit.

Apókrýfar bækur Gamla testamentisins

Þessar bækur voru ekki hebresku biblíunni, en voru teknar með í grískri biblíuþýðingu sjötíumenninganna, Septuaginta (LXX) og eru þess vegna í Vúlgötu, latneskri þýðingu Bíblíunnar.

  • Tóbítsbók, frá því um 180 f.Kr.
  • Júdítarbók, frá því um 150 f.Kr. – Söguleg smásaga
  • Esterarbók hin gríska, 50-10 f.Kr. – Endurskoðun á Esterarbók í Gamla testamentinu
  • Speki Salómons, 100-30 f.Kr.
  • Síraksbók, frá því um 190 f.Kr. – Spekirit
  • Barúksbók hin fyrsta, frá árabilinu 100 f.Kr. – 100 e.Kr.
  • Bréf Jeremía, frá því um 300 f.Kr.
  • Viðaukar við Daníelsbók, frá 165-100 f.Kr. – Þrjár smásögur
  • Fyrsta Makkabeabók, frá 150-100 f.Kr. – Sögulegt rit
  • Önnur Makkabeabók, frá 110-70 f.Kr. – Sögulegt rit
  • Bæn Manasse

Útgáfur

Apókrýfar bækur Gamla testamentisins voru í íslenskum útgáfum Biblíunnar frá 1584 til 1859 (nema 1813), en síðan voru þær felldar niður, af því að Hið breska og erlenda biblíufélag styrkti ekki biblíuútgáfur þar sem Apókrýfu bækurnar voru birtar.

Árið 1931 komu Apokrýfar bækur Gamla-Testamentisins út í nýrri þýðingu og sérstakri útgáfu á vegum Hins íslenska biblíufélags.

Árið 1994 komu Apókrýfu bækurnar enn út í nýrri þýðingu. Þýðandi þeirra var Árni Bergur Sigurbjörnsson í samvinnu við Jón Sveinbjörnsson og Guðrúnu Kvaran. Þær voru svo endurskoðaðar og teknar upp í Biblíuna 2007.

Apókrýfar bækur Nýja testamentisins / Launbækur Nýja testamentisins

    Guðspjöll og svipuð rit
  • Fæðing og bernska Maríu
  • Fæðing og bernska Jesú
  • Bernskuguðspjall Jakobs
  • Bernskuguðspjall Tómasar
  • Saga Jóseps trésmiðs
  • Bernskuguðspjall Matteusar
  • Arabíska bernskuguðspjallið
  • Bartólómeusarguðspjall
    Dauði og upprisa Jesú
  • Pétursguðspjall
  • Nikódemusarguðspjall
  • Bréf postulanna
    Guðspjöll og önnur fræðslurit um Jesú
  • Tómasarguðspjall
  • Launbók Jóhannesar
  • Launbók Jakobs
  • Maríuguðspjall
  • Tómasarkver
  • Viska Jesú Krists
  • Pistis Sophia
  • Samræða frelsarans
  • Sannleiksguðspjallið
  • Filippusarguðspjall
    Íslamskt guðspjall
  • Barnabasarguðspjall
    Postulasögur og gjörðabækur
  • Predikun Péturs
  • Gjörðabók Péturs
  • Falsrit Klemensar
  • Gjörðabók Páls
  • Gjörðabók Andrésar
  • Gjörðabók Jóhannesar
  • Gjörðabók Tómasar
    Bréf
  • Bréf Jesú og Abgars
  • Bréfið til Laódíkeu
  • Bréf Páls og Seneka
    Opinberunarbækur
  • Himnaför Jesaja
  • Opinberun Péturs
  • Opinberun Páls
  • Opinberanir Jakobs
  • Opinberun Tómasar
    Ljóð
  • Óður Salómons

Heimildir

  • Lisbet Kjær Müller og Mogens Müller: Bókin um Biblíuna, Forlagið, Rvík 2008. Ingunn Ásdísardóttir þýddi.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Apokryfe skrifter“ á dönsku útgáfu Wiki. Sótt 25. nóvember 2007.

Tilvísanir

Tenglar

Tags:

Apókrýf Rit Dæmi um apókrýf ritApókrýf Rit Apókrýfar bækur Gamla testamentisinsApókrýf Rit Apókrýfar bækur Nýja testamentisins Launbækur Nýja testamentisinsApókrýf Rit HeimildirApókrýf Rit TilvísanirApókrýf Rit TenglarApókrýf RitBiblíanForngrískawikt:en:ἀπόκρυφοςÍslenska

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

BaldurKaupmannahöfnSamfylkinginÚígúrarNorræna (ferja)Hannes Hlífar StefánssonLundiSíderÁrnessýslaNorræna tímataliðMarianne E. KalinkeFlateyriKænugarðurKíghóstiKanaríeyjarSamtengingInternetiðForsetakosningar á Íslandi 2016Oda NobunagaBorgarastríðGrænnGúttóslagurinnMíkhaíl GorbatsjovListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaElliðaeyVatnsdeigE-efniÍsraelListi yfir íslensk mannanöfnNíðstöngEgils sagaDjúpivogurÍsafjarðarbærFlóNorðurlöndÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaHandknattleikssamband ÍslandsSigurður Anton FriðþjófssonEnHomo erectusSumardagurinn fyrstiListi yfir mótmæli og óeirðir á ÍslandiBjörk GuðmundsdóttirOrsakarsögnÞór/KAJarðgasEnskaKjölur (fjallvegur)Bob MarleyJúlíana Sara GunnarsdóttirKhanClapham Rovers F.C.Beatrix HollandsdrottningBreiðablikFjalla-EyvindurKatrín Oddsdóttir1981-1990Listi yfir íslenska myndlistarmennÍslenska stafrófiðKrýsuvíkGamelanFramsóknarflokkurinnÞjóðaratkvæðagreiðslan í Færeyjum 1946Skjaldarmerki ÍslandsTröllaskagiHandknattleikur á sumarólympíuleikunum 2012 - keppni í karlaflokkiME-sjúkdómurGústi BJökulsárlónSiðblindaJón Sigurðsson (forseti)Listi yfir skammstafanir í íslenskuSauryHerra HnetusmjörVíkingarGuðrún ErlendsdóttirOMX Helsinki 25🡆 More