Þungunarrof: Læknisfræðilegt inngrip í meðgöngu til að fjarlægja fóstur eða fósturvísi

Þungunarrof (áður kallað fóstureyðing) er læknisfræðilegt inngrip í meðgöngu þar sem fósturvísir eða fóstur er fjarlægt á meðan það er enn of ungt til að geta lifað af utan móðurkviðs.

Ýmist er gripið inn í með lyfjum eða með aðgerð.

Þungunarrof: Þungunarrof með lyfjum, Þungunarrof með aðgerð, Fósturlát
Sovésk veggmynd sem hvetur konur til að láta framkvæma fóstureyðingu á spítala en ekki í heimahúsum.

Þungunarrof sem fram fer á sjúkrahúsum eða læknastofum eru mjög áhættulítið, þó því fylgi oft blæðing úr leggöngum og ógleði. Þungunarrof er um 13 sinnum öruggari en barnsfæðing.

56 milljón þungunarrof eru framkvæmd á ári í heiminum, nærri því helmingur þeirra er gerður af fólki sem skortir sérkunnáttu eða fylgir ekki hreinlætiskröfum.

Þungunarrof með lyfjum

Ákveðin lyf geta kallað fram þungunarrof. Fyrstu mánuði meðgöngunnar er algengast að nota mifepristone ásamt prostaglandín-eftirhermu.

Neyðargetnaðarvörn

Neyðargetnaðarvörnin flokkast ekki sem þungunarrof heldur kemur hún í veg fyrir getnað. Hún hindrar egglos, en hefur ekki áhrif eftir að blöðrukímið er búið að festa sig í leginu. Neyðargetnaðarvörnin dregur úr líkum á þungun og virkar best þegar hún er tekin fljótt eftir samfarir. Virknin er þó ekki fullkomin, vörnin er aðeins 60%–93% sem er mun minni en sem fæst af þeim getnaðarvörnum sem notaðar eru í forvarnarskyni.

Þungunarrof með aðgerð

Fyrstu mánuði meðgöngunnar er hægt að fjarlægja fóstrið með aðgerð þar sem fóstrið er sogað út með þartilgerðum pinnarörum. Eftir þriðja mánuðinn þarf að nota aðrar aðferðir sem krefjast svæfingar þar sem þá þarf að víkka leggöngin út mun meira, eða þá með því að gera líkt og í keisaraskurði og skera á kviðinn, þó með mun smærri skurði.

Fósturlát

Stundum deyr fóstur af sjálfu sér. Ef það gerist fyrir 24. viku meðgöngu kallast það fósturlát, eftir það er það kallað að barn fæðist andvana. Ef barn fæðist fyrir 37. viku meðgöngu er barnið kallað fyrirburi.

Aðeins 30%–50% af fóstrum lifa af fyrstu þrjá mánuði meðgöngu, í flestum tilfellum veit þungaða manneskjan ekki af því að hún sé þunguð. Eftir að þungun hefur verið staðfest enda þó 15%–30% með fósturláti, langflest á fyrstu þremur mánuðum meðgöngunnar.

Algengasta orsök fósturláts eru óeðlilegar litningabreytingar í fóstrinu. Fósturlát getur líka komið fram vegna æðakerfissjúkdóma, sykursýki og annarra hormónasjúkdóma, sýkinga, og brenglana í legi móðurinnar. Auknar líkur eru á fósturláti eftir því sem móðirin er eldri og ef hún hefur fyrri sögu um fósturlát. Fósturlát getur líka komið til vegna áverka, t.d. í bílslysum.

Þungunarrof á Íslandi

Þungunarrof: Þungunarrof með lyfjum, Þungunarrof með aðgerð, Fósturlát 
Lagaleg staða fóstureyðinga á heimsvísu. Þungunarrof á Íslandi er bundið svipuðum lagalegum skilyrðum og í löndum eins og Bretlandi, Finnlandi, Indlandi, Japan, Sambíu en er ekki framkvæmt svo til án skilyrða að ósk móður líkt og í flestum öðrum Evrópulöndum

Á Íslandi er löglegt að rjúfa þungum fram að lokum 22. viku þungunar. Eftir lok 22. viku er mögulegt að rjúfa þungun sé lífi þunguðu manneskjunar stefnt í hættu af meðgöngunni eða þá að fóstrið sé ekki lífvænlegt.

Þessi lög voru víkkuð árið 2019 en fram að því var þungunarrof aðeins leyft vegna sérstakra aðstæðna: Félagslegar, læknisfræðilegar, eða að þungun hafi borið að með refsiverðu athæfi. Hugtakið „félagslegar ástæður“ var nokkuð vítt og var mjög fátítt að beiðni um þungunarrof væri synjað.

Tenglar

Tilvísanir

Tags:

Þungunarrof með lyfjumÞungunarrof með aðgerðÞungunarrof FósturlátÞungunarrof á ÍslandiÞungunarrof TenglarÞungunarrof TilvísanirÞungunarrofFósturFósturvísirLæknisfræðiMeðganga

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

ÚlfurKosningarétturBryndís HlöðversdóttirRíkisstjórn ÍslandsPersónufornafnHalldóra BjarnadóttirÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaKörfuknattleikurStefán MániVanúatúHerra HnetusmjörListi yfir risaeðlurKleppsspítaliFreyjaKínaForsetakosningar á Íslandi 1996GarðabærReykjanesbærTaubleyjaSkyrLitáenPalestínuríkiÍslenski hesturinnÁstþór MagnússonFallbeygingHeimdallurNorræna tímataliðMegasÍrakLandvætturMiðtaugakerfiðEndurreisninLissabonÚkraínaÞórshöfn (Færeyjum)Knattspyrnufélag ReykjavíkurMcGMæðradagurinnVatnajökullSuðurlandsskjálftiMetanólGuðbjörg MatthíasdóttirSagan um ÍsfólkiðSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirListi yfir forseta BandaríkjannaEdiksýraFaðir vorSnorra-EddaGylfi Þór SigurðssonHandknattleikur á sumarólympíuleikunum 2012 - keppni í karlaflokkiFyrsti vetrardagurLærdómsöldBríet (söngkona)Listi yfir úrslit MORFÍSÞorskastríðinSamskiptakenningarKalksteinnLokiStella í orlofiListi yfir biskupa ÍslandsSvalbarðiForingjarnirSeðlabanki ÍslandsSýslur ÍslandsFriðrik DórBjarni Benediktsson (f. 1908)Íslensk mannanöfn eftir notkunHoldýrHeimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930Afturbeygt fornafnFjarðabyggðPatreksfjörðurLuciano PavarottiMessíasKjarnorkuvopnRúnirMannshvörf á ÍslandiDanmörkSnjóflóðið í Súðavík🡆 More