Kamerún: Land í Mið-Afríku

Kamerún er land í Mið-Afríku með landamæri að Nígeríu í vestri, Tjad í norðaustri, Mið-Afríkulýðveldinu í austri, Lýðveldinu Kongó, Gabon og Miðbaugs-Gíneu í suðri.

Landið á strönd að Gíneuflóa í vestri. Kamerún er ýmist flokkað með Vestur-Afríkuríkjum eða Mið-Afríkuríkjum. Kamerún er stundum lýst sem smækkaðri mynd af Afríku vegna þess hve fjölbreytt lífríki og menning landsins er. Þar er að finna strendur, fjalllendi, gresjur og eyðimerkur. Í Kamerún eru töluð yfir 250 tungumál. Landið er þekkt fyrir alþýðutónlist, einkum makossa og bikutsi, og fyrir öflugt knattspyrnulið.

Lýðveld­ið Kamerún
Republic of Cameroon
République du Cameroun
Fáni Kamerún Skjaldarmerki Kamerún
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Paix, Travail, Patrie
Peace, Work, Fatherland
(franska og enska: Friður, vinna, föðurland)
Þjóðsöngur:
Ô Cameroun, Berceau de nos Ancêtres
Staðsetning Kamerún
Höfuðborg Jánde
Opinbert tungumál franska og enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Paul Biya
Forsætisráðherra Joseph Ngute
Sjálfstæði frá Frakklandi og Stóra-Bretland
 • Yfirlýst 1. janúar 1960 
 • Sameining við Bresku Kamerún 1. október 1961 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
53. sæti
475.442 km²
0,57
Mannfjöldi
 • Samtals (2020)
 • Þéttleiki byggðar
51. sæti
26.545.864
39,7/km²
VLF (KMJ) áætl. 2021
 • Samtals 101,950 millj. dala (94. sæti)
 • Á mann 3.745 dalir (151. sæti)
VÞL (2019) Kamerún: Heiti, Landfræði, Stjórnmál 0.563 (153. sæti)
Gjaldmiðill CFA-franki (XFA)
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .cd
Landsnúmer +237

Meðal elstu íbúa landsins voru Saomenningin við Tsjadvatn og Bakóar í regnskógunum. Portúgalskir landkönnuðir komu að strönd landsins á 15. öld og nefndu svæðið Rio dos Camarões („Rækjufljót“) sem varð Cameroon á ensku og Cameroun og frönsku. Fúlanar stofnuðu Adamawa-emíratið í norðurhluta landsins á 19. öld og ýmis þjóðarbrot stofnuðu öflug ættbálkaveldi í vestri og norðvestri. Árið 1884 varð landið þýska nýlendan Kamerun. Eftir ósigur Þýskalands í Fyrri heimsstyrjöld var landinu skipt milli Breta og Frakka. Union des Populations du Cameroun barðist fyrir sjálfstæði í en var bannaður af Frökkum. Árið 1955 hófst Bamileke-stríðið gegn stjórn Frakka. Landið sameinaðist árið 1960 sem sambandslýðveldi Frönsku Kamerún og hluta Bresku Kamerún árið 1961. Sambandslýðveldið var lagt niður og landið sameinað í eitt ríki árið 1972 þegar það var nefnt Sameinaða lýðveldið Kamerún sem varð einfaldlega Lýðveldið Kamerún 1984. Paul Biya hefur ríkt sem forseti frá 1982 en hann var áður forsætisráðherra frá 1975. Kamerún er forsetaræði.

Franska og enska eru opinber tungumál í Kamerún, en þau voru áður opinber tungumál Frönsku Kamerún og Bresku Kamerún. Íbúar eru flestir kristnir, en um fjórðungur aðhyllist íslam og nokkur hluti aðhyllist hefðbundin afrísk trúarbrögð. Enskumælandi hlutar landsins hafa kallað eftir aukinni valddreifingu og jafnvel aðskilnaði. Flokkurinn Southern Cameroons National Council berst fyrir fullu sjálfstæði enska hlutans. Árið 2017 braust Ambasóníustríðið út í enskumælandi hlutanum vegna stofnunar aðskilnaðarríkisins Ambasóníu.

Saga Kamerún eftir sjálfstæði hefur einkennst af tiltölulega miklum pólitískum stöðugleika og innviðir landsins eru þróaðir. Þar eru stór iðnfyrirtæki í olíu- og timburvinnslu. Helstu útflutningsafurðir landsins eru hráolía, kakó, kaffi og bómull. Stór hluti íbúa lifir á sjálfsþurftarbúskap. Þrátt fyrir að verg landsframleiðsla á mann sé með því hæsta sem gerist í Afríku sunnan Sahara lifa margir landsmenn við fátækt. Kamerún er aðili að Afríkusambandinu, Sameinuðu þjóðunum, Breska samveldinu, Samtökum hlutlausra ríkja og Samtökum um íslamska samvinnu.

Heiti

Nafnið Kamerún er dregið af heiti Wouri-ár sem Portúgalar nefndu Rio dos CamarõesRækjuá“ og vísar til krabbadýra af tegundinni Lepidophthalmus turneranus sem áður voru þar í miklu magni. Enn í dag er heiti landsins Camarões á portúgölsku.

Landfræði

Kamerún: Heiti, Landfræði, Stjórnmál 
Gígtappar einkenna landslagið við Rhumsiki í norðurhéraðinu.

Kamerún er 475.442 km² að stærð og 53. stærsta land heims. Landið er bæði í Mið- og Vestur-Afríku við Bonny-bugt sem er hluti af Gíneuflóa og Atlantshafi. Kamerún er milli 1. og 13. breiddargráðu norður og 8. og 17. lengdargráðu austur.

Kamerún er stundum lýst í ferðamannabæklingum sem „smáútgáfu af Afríku“ af því þar er að finna flestar tegundir loftslags og gróðurs sem einkenna álfuna: strendur, eyðimörk, fjöll, regnskóga og gresjur. Kamerún á landamæri að Nígeríu og Atlantshafi í vestri, Tjad í norðaustri, Mið-Afríkulýðveldinu í austri, og Miðbaugs-Gíneu, Gabon og Lýðveldinu Kongó í suðri.

Kamerún skiptist í fimm landfræðileg svæði sem hvert hefur sín séreinkenni. Strandsléttan nær 15 til 150 km inn í landið frá Gíneuflóa og er að jafnaði 90 metrar á hæð. Þessi landræma er mjög heit og rök með stuttu þurrkatímabili, og er með blautustu svæðum jarðar. Þar eru Cross-Sanaga-Bioko-skógarnir.

Háslétta Suður-Kamerún rís upp af strandsléttunni í 650 metra meðalhæð. Regnskógar einkenna þetta svæði, þótt munur á regntímabili og þurrkatímabili geri það að verkum að þar er minni raki en við ströndina.

Kamerún: Heiti, Landfræði, Stjórnmál 
Fílar í Waza-þjóðgarðinum.

Kamerúnfjöll eru óreglulegur garður af fjöllum, hæðum og hásléttum sem nær frá Kamerúnfjalli við ströndina, hæsta fjalli Kamerún í 4.095 metra hæð, næstum að Tjadvatni við norðurlandamæri landsins. Loftslag á þessu svæði er milt, sérstaklega á Vesturhálendinu, þótt úrkoma sé mikil. Þar er að finna einn frjósamasta jarðveg landsins, sérstaklega í kringum eldfjallið Kamerúnfjall. Þar er hægt að finna gígvötn. Þann 21. ágúst 1986 gaus mikið af koltvísýringi upp úr einu slíku, Nyosvatni, með þeim afleiðingum að um 1.700 manns létu lífið.

Hásléttan í suðri rís í norður upp að graslendri Adamawa-sléttunni. Hún nær frá fjöllunum í vestri og myndar landamæri milli norður- og suðurhluta landsins. Meðalhæð sléttunnar er 1.100 metrar, og meðalhitinn er frá 22 að 25°C með mikilli úrkomu milli apríl og október, sem nær hámarki í júlí og ágúst. Láglendið í norðri nær frá brún Adamawa að Tjadvatni með 300 til 350 metra meðalhæð. Einkennandi gróður þar er kjarrlendi og grös. Þetta er þurrt landsvæði með lítilli úrkomu og háum meðalhita.

Kamerún er með fjögur vatnakerfi. Í suðri eru helstu árnar Ntem-á, Nyong-á, Sanagaá og Wouri. Þær renna í suðvestur eða vestur beint út í Gíneuflóa. Dja-á og Kadéï-á renna í suðvestur þar sem þær sameinast Kongófljóti. Í norðurhluta Kamerún rennur Benue-á í norður og vestur og sameinast Nígerfljóti. Logon-á rennur í norður í Tjadvatn sem liggur á mörkum Kamerún og þriggja nágrannaríkja.

Stjórnmál

Kamerún: Heiti, Landfræði, Stjórnmál 
Forsetahöllin í Kamerún.

Forseti Kamerún er kjörinn í beinum kosningum og er æðsti ráðamaður landsins. Hann ber ábyrgð á stefnu stjórarinnar, stjórn ríkisstofnana, er yfirmaður heraflans, staðfestir alþjóðasamninga og getur lýst yfir neyðarástandi. Forsetinn skipar opinbera fulltrúa á öllum stigum, allt frá forsætisráðherra (sem er stjórnarleiðtogi) að héraðsstjórum og umdæmisstjórum. Forsetinn er kosinn til sjö ára í senn. Aðeins tveir menn hafa gegnt embætti forseta Kamerún frá því landið fékk sjálfstæði.

Þing Kamerún er löggjafi landsins sem kemur saman þrisvar á ári. 180 þingmenn sitja á þinginu, kosnir til 5 ára í senn. Lög eru sett með meirihlutaatkvæði þingmanna. Stjórnarskráin frá 1996 gerir ráð fyrir efri deild þingsins, öldungadeild Kamerún, með 100 þingmönnum. Ríkisstjórnin viðurkennir vald hefðbundinna ættbálkahöfðingja til að stjórna í héraði og leysa úr deiluefnum, svo lengi sem það vald sé ekki í andstöðu við landslög.

Lagakerfið í Kamerún er blanda af meginlandsrétti, fordæmisrétti og hefðarrétti. Þótt dómsvaldið sé sjálfstætt að nafninu til heyrir það undir dómsmálaráðuneyti Kamerún Forsetinn skipar dómara á öllum stigum. Dómsvaldið skiptist í héraðsdómstóla, áfrýjunardómstól og hæstarétt. Þingið kýs dómara í landsrétt sem dæmir háttsetta embættismenn ef þeir eru kærðir fyrir landráð eða fyrir að skaða þjóðaröryggi.

Stjórnsýslueiningar

Kamerún: Heiti, Landfræði, Stjórnmál 
Kamerún skiptist í 10 héruð.

Í Stjórnarskrá Kamerún er landinu skipt í 10 héruð með nokkra sjálfstjórn, sem hvert heyrir undir kjörið héraðsráð. Fyrir hverju héraði fer landstjóri sem skipaður er af forseta.

Héraðsleiðtogar hafa það hlutverk að framkvæma fyrirskipanir forsetans og veita upplýsingar um ástandið í héruðunum, stjórna opinberri þjónustu, varðveita frið og hafa yfirumsjón með yfirmönnum minni stjórnsýslueininga. Landstjórar hafa þannig víðtæk völd: þeir geta haft uppi áróður í sínum héruðum, og kallað inn herinn, herlögreglu og lögreglu. Allir opinberir embættismenn eru starfsmenn ráðuneytis svæðisstjórnunar, og þaðan fá héraðs- og sveitarstjórnir líka mest af tekjum sínum.

Héruðin skiptast í 58 sýslur (départements). Fyrir þeim fara skipaðir sýslumenn (préfets). Sýslurnar skiptast síðan í hverfi (arrondissements) sem aðstoðarsýslumenn (sous-prefets) fara fyrir. Umdæmin, sem heyra undir umdæmisforseta (chefs de district), eru minnstu stjórnsýslueiningarnar.

Nyrstu héruðin þrjú eru Nyrsta hérað (enska: Far North; franska: Extrême Nord), Norðurhérað (enska: North; franska: Nord) og Adamawa-hérað (enska: Adamawa; franska: Adamaoua). Sunnan við þau eru Miðhérað (enska: Centre; franska: Centre) og Austurhérað (enska: East; franska: Est). Suðurhérað (enska: South; franska: Sud) er við Gíneuflóa og suðurlandamærin. Vesturhluti Kamerún skiptist í fjögur héruð: Strandhérað (enska: Littoral; franska: Littoral) og Suðvesturhérað (enska: Southwest; franska: Sud-Ouest) eru við ströndina, en Norðvesturhérað (enska: Northwest; franska: Nord-Ouest) og Vesturhérað (enska: West; franska: Ouest) ná yfir gresjurnar í vestri.

Tilvísanir

Tenglar

Kamerún: Heiti, Landfræði, Stjórnmál   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Kamerún HeitiKamerún LandfræðiKamerún StjórnmálKamerún TilvísanirKamerún TenglarKamerúnGabonGíneuflóiLýðveldið KongóMið-AfríkaMið-AfríkulýðveldiðMiðbaugs-GíneaNígeríaTjadVestur-Afríka

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Jón GnarrJóhannes Páll 1.HækaKristín SteinsdóttirVetniStella í orlofiHandknattleikssamband ÍslandsGarðabærGuðjón SamúelssonVestfirðirRússlandListi yfir lönd eftir mannfjöldaSterk sögnBrúttó, nettó og taraAnna FrankAda LovelaceVery Bad ThingsDýrJ. K. RowlingMarshalláætluninMegindlegar rannsóknirFimleikafélag HafnarfjarðarRafeindSkákAxlar-BjörnKjördæmi ÍslandsViðtengingarhátturManntjónKnattspyrnufélagið ÞrótturKúrdistanLína langsokkurFaðir vorApríkósaNáhvalurElvis PresleyKólumbíaÓlafsfjörðurEldstöðNafnorðValgeir GuðjónssonVatnsaflMiklagljúfurSamtengingEignarfornafnStari (fugl)Aron PálmarssonForsetakosningar á Íslandi 2012OrkumálastjóriEvrópusambandiðLondonLandselurHeiðlóaHjartaEsjaSævar Þór JónssonAðjúnktGrænlandRómverskir tölustafirSterk beygingHlutlægniLandvætturTunglið2016Hólar í HjaltadalSuðurlandsskjálftinn 29. maí 2008Wiki FoundationJafnstraumurÚrvalsdeild karla í körfuknattleikSöngvakeppnin 2024FrumlagÆgishjálmurKvenréttindi á ÍslandiNjáll ÞorgeirssonVesturfararJarðfræðiNýlendustefnaJóhanna SigurðardóttirForsetakosningar á Íslandi 2004🡆 More