Eðlisfræði

Eðlisfræði er sú grein náttúruvísindanna sem fjallar um samhengi efnis, orku, tíma og rúms og beitir vísindalegri aðferð við hönnun líkana, sem setja náttúrufyrirbæri í stærðfræðilegan búning.

Eðlisfræðingar rannsaka meðal annars víxlverkun efnis og geislunar og samhengi efnis og orku, tíma og rúms til þess að skilja hvernig alheimurinn virkar.

Eðlisfræði
Meissneráhrif.

Eðlisfræðin skýrir efni þannig að það sé samsett úr frumeindum, sem eru samsettar úr kjarneindum, sem aftur eru gerðar úr kvörkum. Efni og orka eru í raun sama fyrirbærið samkvæmt afstæðiskenningunni. Geislun er skýrð með ljóseindum og/eða rafsegulbylgjum (tvíeðli). Lögmál eðlisfræðinnar eru flest sett fram sem stærðfræðijöfnur, yfirleitt sem línulegt samband tveggja stærða, eða sem 1. eða 2. stigs deildajöfnur.

Nútímaeðlisfræði reynir að sameina megingreinar eðlisfræðinnar, rafsegulfræði (rafsegulkrafturinn), þyngdaraflsfræði (þyngdarkrafturinn) og kjarneðlisfræði (sterki og veiki kjarnakrafturinn) í eina allsherjarkenningu.

Helstu greinar eðlisfræðinnar

Eðlisfræðinni má skipta gróflega í kjarneðlisfræði, þétteðlisfræði, atómfræði, stjarneðlisfræði og hagnýtta eðlisfræði. Þessar greinar hafa svo fjölda sérhæfðra undirgreina, eins og öreindafræði, safneðlisfræði, sameindaeðlisfræði, ljósfræði, skammtafræði, rafgasfræði, geimeðlisfræði og klassíska aflfræði. Þessar greinar vinna út frá nokkrum grundvallarkenningum, eins og afstæðiskenningunni, kenningunni um miklahvell, staðallíkaninu, samþættingarkenningunni og ofurstrengjafræði.

Frá 20. öld hafa rannsóknarsvið eðlisfræðinnar orðið sérhæfðari og flestir eðlifræðingar í dag vinna allan sinn feril á þröngu sérsviði. Fræðimenn sem vinna á mörgum sviðum, eins og Albert Einstein og Lev Landau, eru sífellt sjaldgæfari.

Eðlisfræði 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Tags:

AlheimurinnEfniGeislunNáttúruvísindiOrkaRúm (eðlisfræði)StærðfræðiTímiVísindaleg aðferðVíxlverkun

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

StigiBerserkjasveppurME-sjúkdómurArúbaBlóðsýkingIPadSigvaldi KaldalónsSnæfellsjökullHávamálReyðarfjörðurTryggvi GunnarssonRudolf HössJón GunnarssonSkítamórallÍslensk mannanöfn eftir notkunBankahrunið á ÍslandiAlþjóðleg kvikmyndahátíð í ReykjavíkFreyjaHeimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930MadeiraeyjarMorgunblaðiðForsetakosningar á Íslandi 2024Hernám ÍslandsViðar Örn KjartanssonEinar Þorsteinsson (f. 1978)XboxForsetakosningar á Íslandi 2016EvrópusambandiðDúnurtirUppstigningardagurSovétríkinJón Oddur & Jón BjarniJón Þór BirgissonAtli Rafn SigurðarsonGunnar Helgi KristinssonBríet (söngkona)Ragnhildur GísladóttirFeneyjarValdimarFunchalBláskógabyggðEnsími (hljómsveit)Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022Snorri SturlusonStefán MániHarry PotterReykjanesbærSendiráð ÍslandsGDRNMælskufræðiListi yfir íslensk skáld og rithöfundaÍslandsbankiListi yfir biskupa ÍslandsSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024Leifur heppniFyrsti vetrardagurÖskubuska (kvikmynd frá 1950)Dóri DNAÓlafur Ragnar GrímssonÍsraelFóstbræður (sjónvarpsþættir)Iðunn (norræn goðafræði)Þorvaldur SkúlasonÆsirÍslenskaSundlaugar og laugar á ÍslandiListi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillurHAM (hljómsveit)StandpínaBríet BjarnhéðinsdóttirHættir sagna í íslenskuFramsóknarflokkurinnRíkisstofnanir á ÍslandiFlugslysið Í Smjörfjöllum 1980🡆 More