Þórðargleði: Sú gleði að hlakka yfir óförum annarra

Þórðargleði eða skaðagleði er er sú „gleði“ að hlakka yfir óförum annarra.

Bæði „þórðargleði“ og „skaðagleði“ orðin eiga uppruna sinn í þýska orðinu „Schadenfreude“, „þórðargleði“ sem séríslenskt orð til að lýsa þeirri tilfinningu sem „Schadenfreude“ lýsir, og svo er „skaðagleði“ bein þýðing á því („Schaden“ = skaði; „freude“ = gleði).

Uppruni

Uppruni orðsins „þórðargleði“ mun vera úr Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem Þórbergur Þórðarson skráði. Þórbergur segir svo frá í orðastað séra Árna:

Þórðargleði: Sú gleði að hlakka yfir óförum annarra 
Þórður hét maður og bjó á bæ nokkrum í prestakalli mínu. Einn dag á slætti kom hann út á engjar til fólks síns og fékk þá engu orði upp komið fyrir hlátri: „He-he-he-he; he-he-he-he-he! Nú er það skemmtilegt hjá þeim Norðlingunum. Ég var að lesa Ísafold. Ekki þornað af strái í allt sumar þar fyrir norðan. Öll hey grotnuð niður. Enginn baggi kominn í hlöðu og nú kominn höfuðdagur“. Svo hnippir hann í mann sem hann stóð hjá og segir ískrandi:

„Skratti væri nú gaman að sjá, hvernig þeir taka sig út núna, greyin. He-he-he-he!“ Þetta hugarfar, sem gleðst yfir óförum manna, kalla Danir Skadefrohed og Skadefryd. Við eigum ekkert orð í íslenzku, sem nær gleðinni í þessari illgirni. En síðan ég heyrði söguna af Þórði bónda í prestakalli mínu, hef ég nefnt þennan hugsunarhátt þórðargleði og þann mann þórðarglaðan, sem kætist yfir því, er öðrum gengur illa. En mikil fádæma hugarfarsspilling er nú þetta.

Þórðargleði: Sú gleði að hlakka yfir óförum annarra 
 
— Þórbergur Þórðarson, Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, 2. bindi 1986, 40

Neðanmálsgreinar

Þórðargleði: Sú gleði að hlakka yfir óförum annarra   Þessi Íslandsgrein sem tengist menningu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Þýska

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

JarðfræðiHákarlNorðurlöndinBikarkeppni karla í knattspyrnuHáhyrningurHringadróttinssagaSetningafræðiHerðubreiðTaekwondoÍslamska ríkiðSaga ÍslandsÞjóðhátíð í VestmannaeyjumGoogle ChromeReikistjarnaNew York-borgMalaríaUnuhúsBiblíanSnjóflóðið í SúðavíkForsetakosningar á Íslandi 2020Forsetakosningar á Íslandi 2004Hættir sagna í íslenskuViðtengingarhátturErpur EyvindarsonListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaForsetakosningar á Íslandi 2016Helgi Áss GrétarssonTökuorðBæjarbardagiBarselónaHringrás vatnsLeifur heppniGuðmundur Felix GrétarssonListi yfir forsætisráðherra ÍslandsUpplýsingatækniHólar í HjaltadalGrikklandKötturBarokkPurpuriKrónan (verslun)MacOSFyrsti maíNafnháttarmerkiKvenréttindi á ÍslandiMeltingarkerfiðHeimdallurIlíonskviðaGarðabærHjónabandTékkóslóvakíaKærleiksreglanStöð 2SerbíaSkotlandFóstbræður (sjónvarpsþættir)FeneyjarLakagígarJóhann Berg GuðmundssonParísarsamkomulagiðVerkfallKjördæmi ÍslandsMislingarISO 4217ParísÞingkosningar í Bretlandi 1997Árni MagnússonOMX Helsinki 251. maíFriðrik DórUngmennafélag GrindavíkurSuðurlandsskjálftinn 29. maí 2008Fyrri heimsstyrjöldinReykjanesbær🡆 More