Virginia Woolf

Virginia Woolf (25.

janúar 1882 – 28. mars 1941) var breskur rithöfundur, gagnrýnandi og feministi. Hún er í hópi áhrifamestu skáldsagnahöfunda á 20. öld. Auk þess sem verk hennar höfðu mikil áhrif á kvennabaráttu 20. aldar, var Virginia brautryðjandi nýrra aðferða við skáldsagnaritun með notkun hugflæðis og innra eintals. Hún skrifaði um hversdagslega atburði, lagði ekki áherslu á flóknar fléttur eða djúpa persónusköpun heldur á tilfinningalíf og hugmyndir söguhetjanna. Þar takmarkaði hún sig ekki við eina söguhetju heldur ferðaðist úr hugarfylgsnum einnar persónu til annarrar, The Waves er líklega besta dæmi þess. Þekktasta bók Virginiu er þó eflaust skáldsagan To the Lighthouse frá 1927. Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar um líf skáldkonunnar, nú síðast The Hours (2002) með Nicole Kidman í hlutverki Virginiu.

Virginia Woolf
Virginia Woolf

Virginia Woolf giftist Leonard Woolf, gagnrýnanda, árið 1912. Saman stofnuðu þau Hogarth Press árið 1917. Heimili þeirra var samkomustaður fjölda listamanna, skálda og gagnrýnenda, og kallaðist sá hópur Bloomsbury-hópurinn.

Árin 1895 og 1915 fékk hún taugaáföll, en hún átti við geðræn vandamál að stríða.

Virginia framdi sjálfsmorð þann 28. mars 1941 með því að drekkja sér. Eiginmaður hennar, Leonard, ritstýrði flestum verka hennar sem gefin voru út eftir andlát hennar.

Verk eftir Virginiu sem komið hafa út á íslensku

  • 1983 - Sérherbergi - (A Room of One's Own - útg. 1929). Þýðandi: Helga Kress.
  • 2014 - Út í vitann - (To the Lighthouse - útg. 1927). Þýðandi: Herdís Hreiðarsdóttir.
  • 2017 - Orlandó - (Orlando: A Biography - útg. 1928). Þýðandi: Soffía Auður Birgisdóttir.
  • 2017 - Mrs. Dalloway - (Mrs. Dalloway - útg. 1925). Þýðandi: Atli Magnússon.

Tilvísanir

Tags:

18821927194120. öld25. janúar28. marsBretlandFeminismiNicole KidmanRithöfundur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Bjarni Benediktsson (f. 1970)KolkrabbarListi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög á ÍslandiLeifur heppniKim Jong-unKörfuknattleikurListi yfir risaeðlurKristnitakan á ÍslandiHvalirDiskóWikipediaAmfetamínJón Páll SigmarssonÍsafjörðurLína langsokkurJapanHringur (rúmfræði)VíetnamstríðiðSkopjeEiður Smári GuðjohnsenMorð á ÍslandiJárnsmiðurAðalstræti 10GrikklandKvenréttindi á ÍslandiÁstralíaDaniilGeðröskunBrimarhólmurÍslamGuðrún BjörnsdóttirIngólfur ArnarsonÍslensk sveitarfélög eftir sveitarfélagsnúmerumHjaltlandseyjarSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirLaugardagurÁlJerúsalemumdæmiÓðinnFógetagarðurinn2024MatarsódiHandboltiListi yfir lönd eftir mannfjöldaHellisheiðarvirkjunGeimferðastofnun BandaríkjannaÁstþór MagnússonKristján 4.Sigríður Hagalín BjörnsdóttirGoshverMenntaskólinn í ReykjavíkFrumtalaSöngvakeppni sjónvarpsins 2012ÍsraelsherØGreinirTitanicKálfshamarsvíkFramsóknarflokkurinnKristján EldjárnJohn LennonIKEAEyjafjörðurPáskadagurBastillanInternetiðHeklaPalestínuríkiMon-khmer málSameinuðu þjóðirnarFrumaBilunarstraumsrofiIðnbyltingin🡆 More