Transnistría

46°51′00″N 29°38′00″A / 46.85000°N 29.63333°A / 46.85000; 29.63333

Република Молдовеняскэ Нистрянэ
Приднестро́вская Молда́вская Респу́блика
Придністровська Молдавська Республіка
Fáni Transnistríu Skjaldarmerki Transnistríu
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Мы славим тебя, Приднестровье
Staðsetning Transnistríu
Höfuðborg Tíraspol
Opinbert tungumál rússneska, moldóvska, úkraínska
Stjórnarfar Forsetaþingræði

Forseti Vadim Krasnoselsky
Forsætisráðherra Aleksandr Martynov
De facto sjálfstætt ríki
 • Sjálfstæðisyfirlýsing 2. september 1990 
 • Transnistríustríðið 2. mars-21. júlí 1992 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

4.163 km²
2,35
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar

469.000
114/km²
VLF (KMJ) áætl. 2007
 • Samtals 0,799 millj. dala
 • Á mann 1500 dalir
Gjaldmiðill transnistrísk rúbla
Tímabelti UTC+2 (+3)
Þjóðarlén .*
Landsnúmer +373

Transnistría er yfirlýst lýðveldi á svæði sem almennt er viðurkennt sem hluti af Moldóvu. Eftir hrun Sovétríkjanna lýsti Transnistría yfir sjálfstæði sem leiddi til styrjaldar við stjórn Moldóvu sem hófst í mars 1992 og lauk með vopnahléi í júlí sama ár. Átökin stöfuðu af andstöðu við þjóðernissinnaða stjórn hinnar nýfrjálsu Moldóvu og aðgerðir hennar gegn slavneskumælandi minnihlutahópum í landinu. Þótt vopnahléið hafi haldið er lagaleg staða svæðisins enn óútkljáð.

Transnistría er á mjórri landræmu milli árinnar Dnjestr og landamæra Úkraínu í austri. Landið nær líka yfir borgina Bender á vesturbakka árinnar. Nafn landsins merkir „handan Dnjestr“. Höfuðstaður Transnistríu er Tíraspol.

Transnistría er oft nefnd ásamt Nagornó-Karabak, Abkasíu og Suður-Ossetíu sem dæmi um frosin átök innan fyrrum Sovétlýðvelda. Ekkert þessara ríkja á aðild að Sameinuðu þjóðunum en þau hafa formlega viðurkennt sjálfstæði hvers annars. Rússneskar herdeildir hafa verið í Transnistríu frá því á Sovéttímanum og því lítur Evrópusambandið svo á að landið sé í raun undir yfirráðum eða í það minnsta undir miklum áhrifum frá Rússlandi.

Landfræði

Transnistría 
Kort af Transnistríu.
Transnistría 
Dnjestr við Bender.

Transnistría er landlukt land með landamæri að Bessarabíu (landsvæðið sem Moldavía byggist á) í vestri, og Úkraínu í austri. Transnistría er mjór dalur sem liggur í norður-suður meðfram ánni Dnjestr sem myndar náttúruleg landamæri að Moldóvu í vestri.

Landsvæðið undir stjórn Transnistríu eru að mestu, en ekki alveg, á austurbakka Dnjestr. Þar eru tíu borgir og bæir, og 69 sveitarfélög, með alls 147 byggðakjarna. Sex sveitarfélög á vinstri bakkanum (Cocieri, Molovata Nouă, Corjova, Pîrîta, Coșnița og Doroțcaia) voru áfram undir stjórn Moldóvu eftir Transnistríustríðið 1992, sem hlutar af Dubăsari-umdæmi. Þau eru norðan og sunnan við borgina Dubăsari, sem er undir stjórn Transnistríu. Þorpið Roghi í Molovata Nouă er líka undir stjórn Transnistríu (Moldóva ræður yfir hinum níu af tíu þorpum í sveitarfélögunum sex).

Á vesturbakkanum, í Bessarabíu, er borgin Bender og fjögur sveitarfélög (með sex þorpum) austan við hana, suðaustan og sunna, á hinum bakka Dnjestr gegnt Tírsapol (Proteagailovca, Gîsca, Chițcani og Cremenciug) undir stjórn Transnistríu.

Byggðirnar sem Moldóva ræður á austurbakkanum, þorpið Roghi og borgin Dubăsari (á austurbakkanum undir stjórn Transnistríu) mynda öryggissvæði, ásamt sex þorpum og einni borg undir stjórn Transnistríu á vesturbakkanum, auk tveggja þorpa (Varnița og Copanca) á sama vesturbakka undir stjórn Moldóvu. Sameiginlegt öryggisráð fer með úrskurðarvald á öryggissvæðunum.

Helsta flutningsleiðin í Transnistríu er vegurinn frá Tíraspol til Rîbnița gegnum Dubăsari. Norðan og sunnan við Dubăsari liggur hann í gegnum lönd þorpa undir stjórn Moldóvu (Doroțcaia, Cocieri, Roghi, en Vasilievca er alveg austan við veginn). Átök hafa nokkrum sinnum brotist út þegar Transnistríustjórn hindraði þorpsbúa í að komast að ræktarlöndum sínum austan við veginn.

Íbúar Transnistríu geta ferðast (oftast án vandkvæða) til og frá landsvæðum undir stjórn Transnistríu til landsvæða í Moldóvu, Úkraínu og Rússlands, eftir vegum (ef þeir eru ekki lokaðir vegna spennu í samskiptum) eða með tveimur alþjóðlegum járnbrautarleiðum: milli Moskvu og Chișinău árið um kring, og milli Saratov og Varna árstíðabundið. Alþjóðaflug fer um flugvöllinn í Chișinău, höfuðborg Moldóvu, eða flugvöllinn í Odesu í Úkraínu.

Stjórnmál

Stjórnsýslueiningar

Transnistría 

Transnistría skiptist í fimm umdæmi:

  • Camenca (Ка́менка, Kamenka)
  • Rîbnița (Рыбница, Ribnitsa)
  • Dubăsari (Дубосса́ры, Dubossarí)
  • Grigoriopol (Григорио́поль, Grígoríopol)
  • Slobozia (Слободзéя, Slobodseja)

og eitt sveitarfélag:

Að auki er borgin Bender á vesturbakka Dnjestr undir stjórn Transnistríu, þótt ríkisstjórn Moldóvu telji hana ekki til sjálfstjórnarhéraðsins Transnistríu.

Efnahagur

Transnistría býr við blandað hagkerfi. Eftir víðtæka einkavæðingu seint á 10. áratug 20. aldar eru flest fyrirtæki í Transnistríu í einkaeigu. Efnahagslífið byggist á blöndu af þungaiðnaði (stálframleiðslu), rafmagnsframleiðslu og framleiðsluiðnaði (textílframleiðslu) sem samanlagt eru 80% af iðnframleiðslu landsins.

Transnistría 
Seðlabanki Transnistríu, Lýðveldisbankinn.

Transnistría er með eigin seðlabanka, Lýðveldisbanka Transnistríu, sem gefur út gjaldmiðil landsins, transnistríurúbluna. Rúblan er á fljótandi gengi en gildir aðeins í Transnistríu.

Efnahagur Transnistríu hefur verið talinn byggjast á smygli og vopnaviðskiptum, og sumir hafa kallað landið mafíuríki. Stjórn Transnistríu hefur hafnað þessum ásökunum og embættismenn í Rússlandi og Úkraínu hafa gert lítið úr þeim.


Tilvísanir

Transnistría   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Transnistría LandfræðiTransnistría StjórnmálTransnistría EfnahagurTransnistría TilvísanirTransnistría

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

OrkustofnunFreyjaÁsdís Rán GunnarsdóttirÚkraínaGreinirSvíþjóðRudyard KiplingSumarólympíuleikarnir 1920HöfuðborgarsvæðiðMetanólMegasLungnabólgaÞjóðvegur 1Megindlegar rannsóknirBæjarbardagiMöndulhalliÍtalíaLaufey Lín JónsdóttirRíkisstjórn ÍslandsVeikar sagnirUpplýsingatækniEinokunarversluninLindýrHin íslenska fálkaorðaListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Sýslur ÍslandsLýðræðiKnattspyrnufélagið VíkingurHermann HreiðarssonDagur jarðarViðtengingarhátturEinar Már GuðmundssonNorðurlöndinSveinn BjörnssonGasTim SchaferGuðmundur Felix GrétarssonMeistaradeild EvrópuAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)Ivar Lo-JohanssonLitla hryllingsbúðin (söngleikur)Flokkunarkerfi BloomsTékklandFimleikafélag HafnarfjarðarVilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)UngverjalandHlutlægniÞróunarkenning DarwinsÍslamHækaÞorsteinn Guðmundsson (f. 1967)VestfirðirPersónufornafnBjörn Sv. BjörnssonJárnMalaríaGuðmundar- og GeirfinnsmáliðKosningarétturValhöllHernám ÍslandsKennimyndKínaFyrsti vetrardagurAlfræðiritÍrakBragfræðiHagstofa ÍslandsÚlfurSívalningurForsetakosningar á Íslandi 2020UndirskriftalistiReykjanesbærAri fróði ÞorgilssonGuðbjörg MatthíasdóttirÁstandiðLögreglan á ÍslandiBólusóttHringur (rúmfræði)🡆 More