The Last Of Us Part Ii

The Last of Us Part II er hrollvekju- og spennuleikur hannaður af Naughty Dog fyrir PlayStation 4.

Leikurinn er framhald af The Last of Us sem kom út árið 2013 fyrir PlayStation 3. Leikurinn kom út 19. júní 2020. Upphaflega átti leikurinn að koma út þann 29. maí 2020 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

The Last of Us Part II
The Last of Us Part II
Einkennismerki leiksins
Framleiðsla The Last Of Us Part Ii Naughty Dog
Útgáfustarfsemi The Last Of Us Part Ii Sony Interactive Entertainment
Leikjaröð The Last of Us
Tilkynningardagur 3. desember 2016
Útgáfudagur 19. júní 2020
Tegund Ævintýraleikir
Hululeikur
Hrollvekja
Aldursmerking ESRB: M —Mature
PEGI: 18
Sköpun
Leikstjórn Neil Druckmann
Anthony Newman
Kurt Margenau
Hönnun Emilia Schatz
Richard Cambier
Handrit Neil Druckmann
Halley Gross
Tæknileg gögn
Leikjatölva PlayStation 4
Spilunarmöguleikar Einspilun
Tungumál Enska
Geymslumiðill Blu-ray Disc, stafræn dreifing í PlayStation Store
Inntakstæki DualShock 4
Opinber vefsíða
The Last Of Us Part Ii The Last of Us Part II á Wiki Commons

Í leiknum spilar maður sem Ellie í staðinn fyrir Joel og þarf maður að lifa af í Bandaríkjunum eftir hrun vestrænnar menningar vegna pöddusveppafaraldursins. Sem Ellie þarf maður að berjast bæði við sýkt og venjulegt mannfólk þegar hún leggur af stað í hefndarferð til Seattle.

Söguþráður

Sagan gerist fjórum árum eftir fyrsta leikinn þar sem Ellie (Ashley Johnson) og Joel (Troy Baker) hafa fundið nýtt líf hjá Tommy, bróður Joels, í Jackson. Ellie kynnist nýjum vinum, þar á meðal Dinu (Shannon Woodworth) sem hún hefur ástarsamband við.

Einn dag þegar Joel og Tommy eru í eftirlitsferð um Jackson, eru þeir handsamaðir af skæruliðahópi frá Seattle að nafni Washington Liberation Front (WLF). Einn meðlimurinn, Abby (Laura Bailey), á eitthvað ógert með Joel og pyntir hann. Ellie reynir að koma þeim til bjargar en er handsömuð og neyðist að horfa upp á Abby berja Joel til dauða með golfkylfu. Hópurinn þyrmir Ellie og Tommy og heldur af stað heim til Seattle.

Nokkrum dögum seinna ákveður Ellie að halda til Seattle til að drepa alla WLF-meðlimina sem áttu aðild að morði Joels. Dina fer með henni og saman reyna þær að fá allt voðafólkið til svara fyrir gjörðir sínar hvað sem það kostar.

Leikarar og hlutverk

(Þess má geta að allir leikararnir eru bæði radd- og hreyfiföngunarleikarar)

  • Ashley Johnson sem Ellie
  • Troy Baker sem Joel
  • Laura Bailey sem Abby
  • Shannon Woodworth sem Dina
  • Jeffrey Pierce sem Tommy
  • Stephen Chang sem Jesse
  • Ashley Scott sem Maria
  • Patrick Fugit sem Owen
  • Ashly Burch sem Mel
  • Victoria Grace sem Yara
  • Ian Alexander sem Lev
  • Alejandro Edda sem Manny
  • Chelsea Tavares sem Nora
  • Chase Austin sem Jordan
  • Jeffrey Wright sem Isaac
  • Emily Swallow sem Emily

Tenglar


The Last Of Us Part Ii   Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Kórónaveirufaraldurinn 2019–PlayStation 3PlayStation 4The Last of Us

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

RómaveldiJarðefnaeldsneytiÍslenska kvennalandsliðið í knattspyrnuFiðrildiÖræfajökullÍrska lýðveldiðIlmur KristjánsdóttirRómverskir tölustafirMassiFrakklandRíkisstjórn ÍslandsKórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á ÍslandiGuðbjörg MatthíasdóttirMiðmyndLiðormarTálknÆvintýri TinnaListi yfir tinda á Íslandi eftir hæð2017BrúðkaupsafmæliAuður JónsdóttirHáskólinn í ReykjavíkListi yfir íslensk skáld og rithöfundaHernám ÍslandsÍtalíaHugtakKváradagurGuðrún HafsteinsdóttirDune (kvikmynd frá 1984)Agnes MagnúsdóttirLavrentíj BeríaGrettislaugEiríkur Ingi JóhannssonÞuríður sundafyllirRauðsokkahreyfinginListi yfir íslenskar kvikmyndirHvalirJón GnarrEignarfornafnSófíaStundin okkarTaylor SwiftBúlgaríaRafmagnSveifarásCarles PuigdemontAlþingiskosningar 1983FrumeindÁstandiðFaðir vorSvampur SveinssonLína langsokkurListi yfir íslensk íþróttaliðNáhvalurKnattspyrnaGuðmundur GunnarssonMilljarðurSjálfbærniBubbi MorthensSeinni heimsstyrjöldinÍslenskar mállýskurStari (fugl)Besta deild karlaKaupmannahöfnAsíaHvíta húsið (Akranes)ÞingvellirÞingræðiKenoshaPersónufornafnBogkrabbiGeimferðastofnun BandaríkjannaNafnhátturPapeyListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaÞjórsá🡆 More