Tækni

Tækni er breitt hugtak sem notað er um aðferðir lífvera til þess að nýta sér umhverfi sitt sér til framdráttar með sértækri þekkingu.

Mannkynið hefur nýtt sér vísindin og verkfræði til þess að búa til ýmis konar verkfæri sem hafa breytt lífsskilyrðum á hverjum tíma. Saga tækniþróunar er nátengd sögu mannsins. Með tækni er átt við efnislega hluti eins og tæki, vélar og verkfæri, en hún á einnig við um óáþreifanlega hluti eins og kerfi, skipulag og aðferðir. Notkun nýrrar tækni er áberandi í læknisfræði, iðnaði, vísindum, fjarskiptum, flutningum og daglegu lífi fólks um allan heim.

Tækni
Gufuhverfill smíðaður í verksmiðju tæknifyrirtækisins Siemens í Þýskalandi.

Tækniþróun hefur oft haft mikil áhrif á þróun mannlegra samfélaga. Elsta dæmið um slíkt er þróun steinverkfæra í upphafi steinaldar og þar á eftir þróun hæfileikans til að kveikja eld, sem varð til þess að mannsheilinn stækkaði og tungumálið varð til. Fyrir bronsöld var hjólið fundið upp sem leiddi smátt og smátt til þróunar flóknari véla. Tækninýjungar á sviði samskipta, eins og prentvélin, síminn og Internetið, áttu þátt í að skapa þekkingarhagkerfi.

Tækniþróun hefur mikil áhrif á efnahagsþróun og á stóran þátt í aukinni velmegun mannkyns, en getur líka haft neikvæð áhrif með mengun og náttúrueyðingu. Tækni getur valdið samfélagslegum skaða með því að auka atvinnuleysi vegna aukinnar sjálfvirkni. Þetta hefur leitt til umræðna um hlutverk og notagildi tækninnar, siðfræði tækninnar og aðferðir til að draga úr neikvæðum afleiðingum tækniþróunar. Ýmsar sögulegar hreyfingar, eins og lúddítar og anti-civ, hafa barist gegn framrás nýrrar tækni, meðan aðrar hreyfingar, eins og transhúmanistar og tækniframfarasinnar, líta á tæknina sem frelsandi afl. Oft gengur tæknileg nýsköpun út á að takast á við neikvæðar afleiðingar tækniþróunar, eins og notkun endurnýjanlegra orkugjafa í flutningum og iðnaði, notkun erfðabreyttra jurta til að forðast jarðvegseyðingu, og geimkönnun til að leita leiða til að lifa af hnattrænar hamfarir.

Heiti

Íslenska orðið „tækni“ var líklega búið til af Birni Bjarnasyni frá Viðfirði í kringum 1912. Það er myndað bæði með hliðsjón af danska orðinu teknik (af gríska orðinu τέχνη tekne „list“, „handverk“) og íslenska orðinu tæki (af „tækur“ og „að taka“).

Gríska orðið kom inn í önnur Evrópumál á 19. öld (til dæmis sem Technik í þýsku og technique í frönsku) þegar tekið var að nota það yfir aðferðir til að gera eða skapa hluti, hvort sem einhver tæki komu við sögu eða ekki. Technologie vísaði þá ýmist til fræðigreinar sem fékkst við rannsóknir á slíkum aðferðum, eða lagasetningar í kringum notkun þeirra.

Verðandi tækni

Verðandi tækni er ný tækni sem er enn skammt á veg komin hvað varðar útfærslur og útbreiðslu. Dæmi um verðandi tækni eru nanótækni, líftækni, þjarkafræði, þrívíddarprentun, bálkakeðjur og gervigreind.

Árið 2005 spáði framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil því að næsta tæknibylting myndi byggjast á framförum í erfðafræði, nanótækni og þjarkafræði, og að þjarkafræðin myndi hafa mest áhrif af þessum þremur. Erfðatækni getur gefið okkur mun betri stjórn á líffræði mannsins með markvissri þróun og sumir telja að þetta muni umturna sjálfsmynd okkar. Aðrir óttast að slík erfðatækni geti leitt til kynbótastefnu eða félagslegs ójöfnuðar. Nanótækni gerir okkur kleift að móta sameindir með því að eiga beint við frumeindir sem gæti leitt til gagngerrar ummyndunar á okkur sjálfum og umhverfi okkar. Nanóþjarkar gætu unnið við að eyða krabbameinsfrumum í mannslíkamanum eða myndað ný líffæri og máð þannig út skilin milli tækni og líffræði. Sjálfvirkni þjarka hefur þróast hratt og talið er að vélar muni taka við af mönnum við mörg hættuleg störf, eins og leit og björgun, sprengjueyðingu, slökkvistörf og stríð.

Hugmyndir um framtíð gervigreindar eru mismunandi, en helmingur sérfræðinga sem tóku þátt í könnun árið 2018 taldi að gervigreind myndi ná að vinna öll verkefni betur og ódýrar en menn fyrir 2063 og gera öll mannleg störf sjálfvirk fyrir 2140. Væntingar um framfaraatvinnuleysi hafa leitt til áherslu á menntun í tölvuvísindum og hugmynda um borgaralaun. Sumir stjórnmálafræðingar telja að þetta gæti leitt til aukinnar öfgahyggju, meðan aðrir líta á þetta sem tækifæri til að koma á nýju allsnægtahagkerfi.

Tilvísanir

Tækni   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

AðferðFjarskiptiHugtakIðnaðurKerfiLæknisfræðiLífveraMannkynMannkynssagaTækiVerkfræðiVerkfæriVélVísindiÞekking

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

UTCMagnús Geir ÞórðarsonBoðorðin tíuMads MikkelsenHaförnDavíð Þór JónssonBorgOrkustofnunÁsdís Rán GunnarsdóttirFimleikafélag HafnarfjarðarStaðreyndBúddismiMalaríaLotukerfiðHerra HnetusmjörÚlfurÓðinnAfturbeygt fornafnPragSeðlabanki ÍslandsFæreyjarEistlandVigdís FinnbogadóttirAlþingiskosningar 2021Fiann PaulFrostaveturinn mikli 1917-18ÞjóðleikhúsiðListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999NafnháttarmerkiÍslenskt mannanafnDagur jarðarVífilsstaðavatnBjarni Benediktsson (f. 1970)Spænska veikinSamskiptakenningarGjaldmiðillTaubleyjaAlbanska karlalandsliðið í knattspyrnuHaraldur 5. NoregskonungurJ. K. RowlingListi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillurKommúnismiUndirskriftalistiNjáll ÞorgeirssonListi yfir fangelsi á ÍslandiStigbreytingÍbúar á ÍslandiLeigubíllLærdómsöldPurpuriMislingarTyrklandSundhöll KeflavíkurHvítasunnudagurÁsgeir ÁsgeirssonListi yfir morð á Íslandi frá 2000Auður djúpúðga KetilsdóttirHvalveiðarHelga ÞórisdóttirÞóra ArnórsdóttirListi yfir biskupa ÍslandsParísÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaMarshalláætluninSpendýrSívalningurOrsakarsögnKrónan (verslun)SamtvinnunEvrópusambandiðRímKristín SteinsdóttirKristnitakan á ÍslandiKvennafrídagurinnStykkishólmurBæjarbardagiHringrás vatns🡆 More