Svín

Svín eru húsdýr, ræktuð til kjötframleiðslu.

Á íslensku heitir svínafjölskyldan göltur, gylta og grís, eftir því af hvaða kyni það er eða hve ungt það er. Fullorðið svín vegur allt á milli 50 til 350 kg.

Svín
Svín á bóndabæ í Sviss
Svín á bóndabæ í Sviss
Ástand stofns
Húsdýr
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Svín (Suidae)
Ættkvísl: Svín (Sus)
Tegund:
Undirtegundir:

S. s. domestica

Þrínefni
Sus scrofa domestica
Linnaeus, 1758
Samheiti
Sus domestica

Svín voru tamin fyrir níu þúsund árum síðan og eru afbrigði af villisvínum. Svín tilheyra svínaættkvíslinni og svínaættinni.

Nytjar

Nytjar af svínum eru ekki eingöngu kjötið því að hárin eru líka nýtt. Hárin kallast burst og eru nýtt í hárbursta, pensla og kústa sem dæmi og áður fyrr voru þau nýtt í tannbursta.

Ekki er óalgengt að nýta eyrun af svínum sem hundanammi. Eyrun eru ýmist þurrkuð eða reykt, síðan seld til gæludýraverslana. Á Íslandi eru eyrun innflutt í þessum tilgangi.

Afkvæmi

Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Meðgöngutími þeirra er að meðaltali 114 dagar. Oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar.

Tími milli gangmála hjá gyltum er að meðaltali 21 dagur og varir í um 48 klukkustundir. Gotið tekur yfirleitt mjög stuttan tíma miðað við allan þann fjölda grísa sem fæðast.

Gylta er með 14 spena og ná því yfirleitt allir grísirnir að vera á spena í einu. Því fylgir mikil hamagangur og eignist gylta fleiri en 14 grísi í einu verða oft einhverjir útundan.

Mesti fjöldi sem vitað er um á Íslandi eru 27 grísir en metið í Húsdýragarðinum eru 22 grísir. Við eðlilegt got eru grísir um 400-800 grömm en þeir stækka gríðarlega fljótt enda er móðurmjólkin orkumikil.

Svín á Íslandi

Svínin fluttu landnámsmennirnir með sér hingað til lands og ekki er talið ólíklegt að þau hafi lifað nánast villt hér eftir það. Ýmis örnefni benda mjög sterklega til þess, svo sem Svínafell, Galtarholt, Galtalækur og fleira.

Svínarækt

Í Evrópu er víða reynt að tryggja velferð alisvína. Evrópusambandið hefur látið rannsaka ýmsa þætti þeirra mála. Þar gilda einnig reglur um svínavernd. Á Íslandi gilda margar reglur um svín, og sérstaklega er ein reglugerð helguð þeim. Svínaræktarfélag Íslands gætir hagsmuna svínabænda og á aðild að Bændasamtökum Íslands. Félagið heldur úti vef um svínakjöt.

Svínarækt á Íslandi

Talið er að svín hafi verið algeng hér á fyrstu öldum en með breyttum landkostum, eyðingu skóga, og harðnandi árferði hlutu svínin smám saman að hverfa en þó er talið að nokkuð hafi verið um svín allt fram á 16. og jafnvel 17. öld.

Svínin á Íslandi eru ræktuð með það fyrir augum að fá sem mest og best kjöt af hverri skepnu. Það sést best á því að svínin hafa gríðar stóran búk en litla fætur í samræmi við búk. Ræktuðu svínin eru samt sem áður komin út frá villisvínum og eru þau m.a. með vígtennur sem þau hafa fengið í arf frá forfeðri sínum. Ekki hefur tekist að rækta vígtennurnar úr eldissvínum og er því oftast gripið til þess ráðs að klippa af tönnum grísa, þar sem þær særa spena gyltunnar og verða hættuleg vopn í fullorðnum svínum.

Svínaræktarfélag Íslands var í samstarfi við svínaræktendur í Noregi árið 1995 og fluttu inn norsk svín. Þeim var blandað við íslenska svínastofninn. Svínabúum hefur fækkað mikið en þar á móti hafa þau stækkað til muna. Svínum hefur þrátt fyrir allt fjölgað og er stofninn nú tvöfaldur og neysla svínakjöts fjórfaldast.

Fjöldi svína á Íslandi

Á landinu voru sextán bændur er ráku svínabú árið 2006 samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum úr Hagtölum landbúnaðarins. Þeir eru með um 260 svín hver á sínu búi. Alls voru um 4000 svín á Íslandi árið 2006 og framleidd voru 5.744 þúsund tonn af svínakjöti. Svínakjötsala á hvern íbúa á landinu það árið var 18,9 kg, heldur meira en nautakjöt þar sem neysla almennings var 10,5 kg á hvern Íslending.

Sjá einnig

Tilvísanir

Tenglar

Svín 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Svín 
Wikilífverur eru með efni sem tengist

Tags:

Svín NytjarSvín AfkvæmiSvín á ÍslandiSvín aræktSvín arækt á ÍslandiSvín Fjöldi svína á ÍslandiSvín Sjá einnigSvín TilvísanirSvín TenglarSvínHúsdýrKjöt

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

VesturbakkinnReykjanesbærJón GnarrKrummi svaf í klettagjáUnai EmeryÁsmundur Einar DaðasonViðar Örn KjartanssonVerg landsframleiðslaTómas LemarquisEyríkiEinstaklingshyggjaÞingvallavatnJósef StalínVeturEivør PálsdóttirPálmi GunnarssonÍslenskaLaddiNick CaveJakobsvegurinnSystem of a DownÓlafur Darri ÓlafssonÍslenskt mannanafnRímJaðrakanFálkiHelga Braga JónsdóttirBríet BjarnhéðinsdóttirMinkurQueen MaryIn SilicoGuðrún HafsteinsdóttirSvartfuglarHandknattleikur á sumarólympíuleikunum 2008 - keppni í karlaflokkiHveragerðiListi yfir íslensk póstnúmerLjóðstafirFrímúrarareglanWikipediaRíkisútvarpiðRússlandSovétríkinSkeiða- og GnúpverjahreppurFániSigrún ÞorsteinsdóttirMeðalhæð manna eftir löndumBjór á ÍslandiListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaHríseyLýðræðiTyrklandVerðbréfHallgerður HöskuldsdóttirNinna PálmadóttirÞórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirPulaMálfræðiGermanirFinnlandÞorskastríðinHallgrímskirkjaFlóðbylgjan í Indlandshafi 2004Íslensk sveitarfélög eftir flatarmáliGoogleSilfurhesturinnHeimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986Inga SælandFlott (hljómsveit)Íslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaEmilíana TorriniForsetakosningar á Íslandi 1980VátryggingÁstríkur og víðfræg afrek hansForsetakosningar á Íslandi 2012GrettisbeltiðHaustRommtoddiBaldur🡆 More