Sprengidagur: árlegur hátíðardagur og hluti af föstuinngangi

Sprengidagur eða sprengikvöld er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir lönguföstu, 7 vikum fyrir páska og getur borið upp á 3.

febrúar til 9. mars. Elsta heimild um hið íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna. Er það í íslensk-latnesku orðasafni Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá því kringum 1735. Þar segir hann Sprengikvöld þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er kvöld miklifenglegrar átveislu með allskonar meðlæti en nefnir einnig að þetta sé sveitamál.

Sprengidagur: Heitið Hvíti týsdagur, Dagsetningar sprengidags á næstu árum, Tengt efni
Saltkjöt og baunir er íslenskur réttur sem borðaður er á fjölmörgum íslenskum heimilum á sprengidaginn en er þó alls ekki bundinn við hann eingöngu og var áður algengur allan ársins hring.

Kjöt þótti í kaþólskum sið ekki við hæfi föstuinngangsdagana tvo fyrir lönguföstu (mánudag og þriðjudag) og voru því oft miklar kjötkveðjuhátíðir sunnudaginn eða sunnudagskvöldið þar á undan. Kjötveislan kann við siðaskiptin að hafa flust frá sunnudagskvöldinu yfir á þriðjudaginn. Erlendis nefnist þessi dagur almennt „feiti þriðjudagur“ (mardi gras).

Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752-57 segir að „Kveld hvíta Týsdags heitir sprengikveld því þá fékk allt vinnufólk svo mikið að eta af hangikjöti sem framast gat í sig látið en ket var síðan ekki etið fyrr en á páskum.“ Hangikjöt var lengstum helsti veislukosturinn enda salt af skornum skammti. Frá síðasta hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag og er sú hefð nú almenn.

Heitið Hvíti týsdagur

Jón Sigurðsson forseti reyndi að koma heitinu hvíti týsdagur inn í málið í almanaki sínu, Íslandsalmanakinu, árið 1853, en það náði aldrei fótfestu meðal almennings. Það virðist ekki hafa komist nema á nokkur önnur prentuð almanök og Lagasafn handa alþýðu uns það var fellt niður árið 1970. Sennilega hefur Jón talið hér vera gamalt og gleymt íslenskt heiti dagsins, en eitt heiti hans á dönsku er hvitetirsdag og einnig er það til á norsku sem kvitetysdag. Orðsifjafræðingar telja þessa nafngift dregna af þeim sið að fasta við hvítan mat á þeim degi og borða þá aðallega hveitibollur í soðinni mjólk.

Ýmis önnur nöfn eru til í norrænum málum, svo sem feitetysdag og smörtysdag sem dæmi. Á ensku hefur hann verið kallaður Pancake-Tuesday og kemur það heiti fyrir í verki Shakespeares. Öll þessi nöfn hafa með mat að gera, sem er vegna þess að í kaþólskum sið var þetta síðasti dagurinn sem mátti borða nægju sína fyrir lönguföstu.

Dagsetningar sprengidags á næstu árum

  • 2024 - 13. febrúar
  • 2025 - 4. mars
  • 2026 - 17. febrúar

Tengt efni

Sprengidagur: Heitið Hvíti týsdagur, Dagsetningar sprengidags á næstu árum, Tengt efni 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Sprengidagur: Heitið Hvíti týsdagur, Dagsetningar sprengidags á næstu árum, Tengt efni 
Wikibækur eru með efni sem tengist

* Langafasta

Heimildir

  • Árni Björnsson (2000). Saga daganna.

Tenglar

Tags:

Sprengidagur Heitið Hvíti týsdagurSprengidagur Dagsetningar sprengidags á næstu árumSprengidagur Tengt efniSprengidagur HeimildirSprengidagur TenglarSprengidagurFöstuinngangurJón GrunnvíkingurLangafastaPáskar

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Íslenska stafrófiðVatnsaflBelgíaSkyrEiríkur Ingi JóhannssonFallorðHákarlHvalfjarðargöngKoltvísýringurÚtvarpsstjóriHrossagaukur1957ApríkósaEldgosið við Fagradalsfjall 2021Íslenski þjóðbúningurinnHólar í HjaltadalStríðKópavogurAsíaÁrni MagnússonDátarÞjóðReykjavíkLissabonListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðValgeir GuðjónssonBragfræðiParísarsamkomulagiðEnglandLitáenHrúðurkarlarJurtSuðurlandsskjálftinn 29. maí 2008Hrafna-Flóki VilgerðarsonNorður-AmeríkaFaðir vorHallgrímskirkjaÞjóðernishyggjaGuðjón SamúelssonÍslensk mannanöfn eftir notkunAl Thani-máliðLestölvaÁstþór MagnússonJ. K. RowlingHaraldur 5. NoregskonungurSeðlabanki ÍslandsEinar Már GuðmundssonUppstigningardagurSkákKirgistanAfstæðiskenninginBoðhátturTaylor SwiftHávamálForingjarnirBerlínarmúrinnSjálfstæðisflokkurinnDýrafjörðurÍrakSkotlandAðjúnktDanmörkÓlafur Ragnar GrímssonKorpúlfsstaðirPatreksfjörðurLungnabólgaElbaForsetakosningar á ÍslandiSnæfellsjökullPáskarPáskadagurWikivitnunCaitlin ClarkÍbúar á ÍslandiArnaldur IndriðasonForsetning🡆 More