Ragnar Stefánsson: íslenskur jarðskjálftafræðingur

Ragnar Stefánsson (f.

14. ágúst 1938) er íslenskur jarðskjálftafræðingur og prófessor. Ragnar var í 38 ár forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.

Ragnar Stefánsson: Náms- og starfsferill, Félagsstörf, Einkahagir
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur


Náms- og starfsferill

Hann stundaði nám við Uppsala háskóla í Svíþjóð og lauk Fil. kand prófi (B.Sc.) í stærðfræði og eðlisfræði 1961 og Fil. kand prófi í jarðeðlisfræði 1962 og árið 1966 Fil.lic prófi (Ph.D.) í jarðskjálftafræði.

Árin 1962 – 1963 og frá 1966 til 2003 var hann forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands og 2004 – 2005 forstöðumaður Rannsóknarstofu Veðurstofunnar við Háskólann á Akureyri. Árin 2005 – 2008 var hann rannsóknarprófessor við Háskólann á Akureyri, þar sem hann er nú prófessor emeritus.

Alla starfsævi sína hefur megin verksvið hans verið eftirlit og rannsóknir til að draga úr hættum af völdum jarðskjálfta og eldgosa. Frá 1980 hafði hann forystu um uppbyggingu mælikerfa og rannsókna sem miða að því að vara við jarðskjálftum og eldgosum og hættum sem af þeim geta stafað og hafði forystu í mögrum íslenskum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem miðuðu að því marki. Árið 2011 sendi Ragnar frá sér bókina Advances in Earthquake prediction. Research and Risk Mitigation, þar sem hann dregur saman meginniðurstöður rannsókna sinna og reynslu af jarðskjálftaspám. Árið 2022 gaf Skrudda út bók hans Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta. Þetta er mikið yfirlitsrit um jarðskjálfta á Íslandi og fjallar einnig um uppbyggingu vöktunarkerfis með jarðhræringum og jarðskjálftaspár.

Félagsstörf

Ragnar hefur sinnt ýmsum félagsstörfum. Hann var í forystu Fylkingarinnar á árunum 1966 – 1984, lengst af sem formaður samtakanna. Hann var formaður Framfarafélags Dalvíkurbyggðar frá stofnun þess 2002 og lengi framan af. Á árunum 2003 – 2008 var hann formaður samtakanna Landsbyggðin lifi. Hann var meðal stofnenda VG, Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, árið 1999 og var um hríð í flokksráði samtakanna.

Einkahagir

Ragnar er fæddur í Reykjavík, sonur Rósu Kristjánsdóttur og Stefáns Bjarnasonar. Hann er landskunnur sem Ragnar skjálfti en viðurnefnið er vitaskuld dregið af starfi hans. Með fyrri eiginkonu sinni Astrid Malmström (Ástríði Ákadóttur), menntaskólakennara, sem hann kvæntist 1961, eignaðist hann börnin Kristinu, Stefán Áka og Gunnar Bjarna. Með Björk Gísladóttur eignaðist hann Bryndísi Hrönn. Seinni kona hans er Ingibjörg Hjartardóttir, rithöfundur, sem hann kvæntist 1990.

Sjálfsævisaga Ragnars, Það skelfur, kom út 2013.

Tilvísanir

Tags:

Ragnar Stefánsson Náms- og starfsferillRagnar Stefánsson FélagsstörfRagnar Stefánsson EinkahagirRagnar Stefánsson TilvísanirRagnar Stefánsson14. ágúst1938JarðskjálftiVeðurstofa Íslands

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

SamnafnAdolf HitlerHerdís ÞorgeirsdóttirListi yfir landsnúmerSöngvakeppnin 2024Snjóflóð á ÍslandiHamskiptinForsetakosningar á Íslandi 2016Steinunn Ólína ÞorsteinsdóttirGeirfuglSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024BaldurListi yfir fugla ÍslandsYrsa SigurðardóttirBúddismiVatnajökullListi yfir biskupa ÍslandsHrossagaukurVinstrihreyfingin – grænt framboðÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaJörðinAfturbeygt fornafnFrostaveturinn mikli 1917-18TékklandJóhanna SigurðardóttirStöð 2BelgíaPedro 1. BrasilíukeisariÁsatrúarfélagiðBikarkeppni karla í knattspyrnuKirgistanYfirborðsflatarmálVatnsaflGyrðir ElíassonJarðgasXboxAuður djúpúðga KetilsdóttirÍslamAskur YggdrasilsPýramídinn mikli í GísaSuðurlandsskjálftinn 29. maí 2008WikivitnunDaði Freyr PéturssonSifTyrklandAndorraKínaÁstandiðGreinirÞóra ArnórsdóttirVestmannaeyjarErpur EyvindarsonBerlínGaleazzo CianoHugmyndISBNHaförnHvítasunnudagurSpænska veikinKjarnorkuvopnVatnaskógurHöfuðborgarsvæðiðPeter MolyneuxNúmeraplataKórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á ÍslandiBaldur ÞórhallssonListi yfir borgarstjóra ReykjavíkurÍslenska stafrófiðRúnirÁbrystirMeistaradeild EvrópuBretlandHerðubreiðEnglar alheimsins (kvikmynd)Obláta🡆 More