Pampas

Pampas (orðið er komið úr Quechua-máli og þýðir slétta) eru frjósamar lágsléttur eða gresjur í Suður-Ameríku sem ná yfir meira en 750.000 km².

Þær eru í Argentínu, í héruðunum kringum Buenos Aires, La Pampa, Santa Fe, Entre Ríos og Córdoba, og ná einnig yfir stærstan hluta Úrúgvæ og syðsta fylki Brasilíu, Rio Grande do Sul. Þetta eru gríðarstórar náttúrlegar sléttur og það er aðeins í Ventana og Tandil nálægt Blanca og Tandil í Argentínu sem landið fer að hækka og nær annars vegar 1300 m og hins vegar 500 m. Milt loftslag er á Pampas og ársúrkoman um 1200 mm. Hún dreifist nokkur jafnt yfir árið og eru slétturnar því kjörnar til akuryrkju. Um slétturnar rennur Paraná-fljótið. Sérstakt náttúru- og dýralíf er á sléttunum.

Pampas
Kort af Suður-Ameríku sem sýnir pamaps í suðaustur hluta að Atlantshafinu.
Pampas
Séð yfir Pampas landslag.
Pampas
hestar á beit á sléttu á Pampas

Landslag og gróðurgerð sem einkennir grassléttur eins og Pampas svæðið er kallað gresja í Norður-Ameríku, steppa í Rússlandi, savanni í Afríku og veldt í Suður-Afríku.

Tengill

Tags:

ArgentínaBrasilíaBuenos AiresGresjaParanáQuechuaRio Grande do SulSuður-AmeríkaÚrúgvæ

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Þór (norræn goðafræði)WalesVíti (í Öskju)SauðféSkjaldarmerki ÚkraínuAlsírstríðiðHöfuðbókElenóra SpánarprinsessaÍrskaAleksej NavalnyjMeginhlutagreiningÁsgeir Sigurvinsson17. júníÍranDreamWorks Records20. marsFöstudagurinn langiSýslur ÍslandsAmfetamínFelix BergssonElísabet JökulsdóttirTinnaFiskurSingapúrHaukur HilmarssonCarles PuigdemontKatlaKrakatáJóhannes Karl GuðjónssonGdańskIndlandGuðrún Katrín ÞorbergsdóttirSeljalandsfossEnglafossarStrumparnirNorðurfjörðurSelfossPaul Pogba1960Alfred HitchcockGerlarPortúgalSpænsku NiðurlöndGusGusLjósmyndSveitarfélagið Hornafjörður22. marsSjálfstætt fólkHeiðlóaÁstþór MagnússonJón Páll SigmarssonAlþingiskosningarSteinþór Hróar SteinþórssonÍslenski hesturinnÁgúst Bent SigbertssonMoskvaÍslenska karlalandsliðið í handknattleikKokteilsósaMaría MagdalenaÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaSankti PétursborgHTML5Jón Kalman Stefánsson1963Völsunga sagaBubbi Morthens27. marsTadsíkistanVerg landsframleiðslaHálseitlarHelförinKolbeinn SigþórssonKvarsNeskaupstaðurVíkingar🡆 More