Listi Yfir Bein Í Beinagrind Mannsins

Listi yfir bein í beinagrind mannsins.

Í beinagrind fullorðins manns eru 206 bein, en þau eru 270 við fæðingu. Með tíma bræða sum beinanna saman. Hér eru lítil bein eins og sesambein og hljóðbein (litlu beinin í eyranu) ekki talin með.

Listi Yfir Bein Í Beinagrind Mannsins
Beinagrind mannsins

Oft er vísað í töluna 206 þegar talað er um fjölda beina í mannslíkamanum, en það er frekar sérkennilegt hvernig komst er að þessari tölu. Beinafjöldinn svarar til fullorðins einstaklings, en fjöldi beina í beinagrindinni er mismunandi eftir aldri. Nokkur bein sameinast, en venjulega lýkur þessum ferli á þriðja áratugi lífsins. Auk þess eru andlitsbein og höfuðkápubein talin sér, þó að þau séu eðlilega sameinuð. Nokkur sesambein, svo sem baunarbein, teljast með, en önnur ekki.

Í einstaklingum geta verið fleiri eða færri bein samkvæmt líffærafræðilegum breytileika. Meðal algengustu afbrigðanna eru auka rifbein og lendaliðir. Fjöldi sesambeina er líka mismunandi eftir einstaklingum.

Bein

Heitin eru gefin fyrir á íslensku, en víðs vegar um heiminn eru latnesk fræðiheiti notuð.

Hryggsúla

  • hryggjaliðir í hryggsúlu (26 bein)
    • hálsliðir (7)
    • brjóstliðir (12)
    • lendaliðir (5)
    • spjaldbein (5 við fæðingu, sameinast í eitt)
    • rófubein (4 við fæðingu, sameinast í eitt)

Bringa

  • bringubein (1)
  • rifbein (24, í 12 pörum), þar á meðal:
    • 7 pör af heilrifum, sem eru tengd við bringubein (1. – 7. pörin)
    • 3 pör af skammrifum, sem eru tengd hvert öðru og 7. parinu með brjóski
    • 2 pör af lausarifum, sem eru ekki tengd neinum öðrum beinum

Höfuð

  • höfuðkúpa
    • kúpubein (8)
      • hnakkabein
      • hvirfilbein (2)
      • ennisbein
      • gagnaugabein (2)
      • fleygbein (telst stundum til andlitsupkúpu)
      • sáldbein (telst stundum til andlitskúpu)
    • andlitskúpa
      • nefbein (2)
      • kinnkjálki (2)
      • tárabein (2)
      • kinnbein (2)
      • gómbein (2)
      • neðri nefskel (2)
      • plógur
      • kjálki
      • málbein
    • í miðeyrum (3 × 2):
      • hamrar
      • steðjar
      • ístöð

Handleggur

  • upphandleggur
  • hönd (54 bein, 27 í hvorri hendi)
    • úlnliður
      • nökkvabein (2)
      • mánabein (2)
      • strýtubein (2)
      • baunarbein (2)
      • geirstúfsbein (2)
      • geirstúflingsbein (2)
      • kollbein (2)
      • krókbein (2)
    • miðhönd (5 × 2)
    • fingurkjúkur
      • nærkjúkur fingurs (5 × 2)
      • miðkjúkur fingurs (5 × 2)
      • fjarkjúkur fingurs (5 × 2)

Leggur

  • hlaun, sem samanstendur af mjaðmarbeini, setbeini og klyftabeini (2)
    • spjaldbein og rófubein tengja hlaunið saman til að mynda mjaðmagrind
  • lærleggur
  • hnéskel
  • sköflungur
  • dálkur
  • fótur (52 bein, 26 í hvorjum fæti)
    • hárist
      • hælbein (2)
      • vala (2)
      • bátsbein (2)
      • miðlægt kílbein (2)
      • millikílbein (2)
      • hliðlægt kílbein (2)
      • teningsbein (2)
    • framrist
    • tákjúkur
      • nærkjúkur táar (5 × 2)
      • miðkjúkur táar (4 × 2)
      • fjarkjúkur táar (5 × 2)

Heimildir

Tags:

Listi Yfir Bein Í Beinagrind Mannsins BeinListi Yfir Bein Í Beinagrind Mannsins HeimildirListi Yfir Bein Í Beinagrind MannsinsBeinagrind mannsinsSesambein

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

AðalsöngvariÍslenskir stjórnmálaflokkarVatnsdeigStéttarfélagBúrkína FasóBirkiEyríkiTenerífeRússlandFyrsti maíHrossagaukurVíetnamstríðiðSkeiða- og GnúpverjahreppurGeirfuglListi yfir vötn á ÍslandiPeter MolyneuxÍslandsbankiEiríkur Ingi JóhannssonÍsafjarðardjúpSvalbarðsættSýslur ÍslandsKjölur (fjallvegur)BúrfellsvirkjunSauðárkrókurVeiðarfæriEldgosaannáll ÍslandsOrsakarsögnHallgrímskirkjaHandknattleikssamband ÍslandsVíkingsvöllurGuðni ÁgústssonÞjóðhátíð í VestmannaeyjumÚranus (reikistjarna)Forsætisráðherra ÍslandsHalldór LaxnessRúnar KristinssonKvennafrídagurinnListi yfir fullvalda ríkiListi yfir markahæstu og leikjahæstu knattspyrnumennListi yfir borgarstjóra ReykjavíkurLars PetterssonTim SchaferDillonshúsSamkynhneigðSveitarfélög ÍslandsMilljarðurLýsingarorðGrábrókOMX Helsinki 25Strom ThurmondNoregurÍbúar á ÍslandiHafnirGróðurhúsalofttegundMesópótamíaHollandAlþýðuflokkurinnÞórshöfn (Langanesi)MiðbæjarskólinnÍslenska karlalandsliðið í handknattleikKennifall (málfræði)HvalirClapham Rovers F.C.ÚtvarpsþátturBjörk GuðmundsdóttirDagvaktinSeglskútaNíðstöngMiðgildiVetrarólympíuleikarnir 1988OrkustofnunÞorlákshöfnSendiráð ÍslandsTyrkjarániðListi yfir fangelsi á ÍslandiGlacier-þjóðgarðurinn (Bandaríkin)Blönduós🡆 More