Konungsríkið Sardinía

Konungsríkið Sardinía var konungsríki sem stóð þar sem nú er Norðvestur-Ítalía frá 1297 til 1861 þegar Ítalía var sameinuð.

Ríkið var stofnað svo að segja úr engu sem sárabót fyrir Jakob réttláta konung Aragón eftir átök Angevína og Aragón um Konungsríkið Sikiley (sem meðal annars hafði leitt til sikileysku aftansöngvanna 1282). Með sérstakri tilskipun gerði Bónifasíus 8. páfi Jakob að konungi Sardiníu með licentia invadendi fyrir Sardiníu og Korsíku.

Konungsríkið Sardinía
Kort af konungsríkinu Sardiníu frá 1839.

Konungar Aragón og Spánar (frá 1479) ríktu yfir konungsríkinu sem í reynd náði bara yfir Sardiníu. Við lok Spænska erfðastríðsins 1713 fékk hertoginn yfir Savoja, Viktor Amadeus 2., yfirráð yfir Sikiley. Spánn reyndi að leggja aftur aftur undir sig eyjarnar 1720 sem lauk með ósigri og friðarsamningum í Haag þar sem Viktor Amadeus fékk Sardiníu í skiptum fyrir Sikiley sem Austurríska keisaradæmið fékk. Konungsríkið Sardinía var síðan konungsríki Savojaættarinnar þar til við sameiningu Ítalíu að ákveðið var að Ítalía yrði konungsríki og óskað eftir því að konungur Sardiníu gerðist konungur Ítalíu.

Þrátt fyrir nafnið var stærstur hluti ríkisins í Fjallalandi og Savoja og höfuðborg ríkisins var Tórínó.

Konungsríkið Sardinía  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

128212971861AragónKonungsríkiKonungsríkið SikileyKorsíkaPáfiSameining ÍtalíuSardiníaSikileysku aftansöngvarnirÍtalía

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Gunnar Theodór EggertssonBrasilíaValgeir GuðjónssonBrennu-Njáls sagaBarokkLjóðstafirKörfuknattleikurGolfstraumurinnSkúli MagnússonTrúarbrögðSterk sögnEinar Már GuðmundssonSlóvakíaHrafna-Flóki VilgerðarsonKatrín JakobsdóttirTíðbeyging sagnaStari (fugl)BretlandLína langsokkurÞjóðminjasafn ÍslandsFóstbræður (sjónvarpsþættir)JarðgasKári StefánssonOMX Helsinki 25Þór/KAVetniHækaMorfísLaxPharrell WilliamsKennifall (málfræði)Stofn (málfræði)Listi yfir úrslit MORFÍSCushing-heilkenniÞjóðvegur 1SovétríkinHalla TómasdóttirBúrfellSkjaldarmerki ÍslandsHugmyndÍslenski þjóðbúningurinn66°NorðurListi yfir morð á Íslandi frá 2000Ísland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaStefán MániRagnarökSímbréfMegindlegar rannsóknirJón Páll SigmarssonCarles PuigdemontSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024Friðrik DórHinrik 2. EnglandskonungurAsíaGarðabærLondonKnattspyrnufélagið ÞrótturHáskóli ÍslandsKapítalismiMikligarður (aðgreining)VanúatúVilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)Snorri SturlusonAriel HenryKalda stríðiðFlokkunarkerfi BloomsFrakklandBaldurBleikjaMorgunblaðiðRafeindWayback MachineHaraldur 5. Noregskonungur🡆 More