Köttur

Köttur, húsköttur eða heimilisköttur (fræðiheiti: Felis silvestris catus) er undirtegund villikatta (fræðiheiti: Felis silvestris) sem er tegund lítilla rándýra af ætt kattardýra.

Kettir eru rökkurdýr og kjötætur sem hafa lifað sem húsdýr í mörg þúsund ár. Forn-Egyptar hófu að nota ketti til að halda músum og öðrum nagdýrum frá kornbirgðum. Kettir eru eitt vinsælasta gæludýr heims.

Köttur
Ýmis kattaafbrigði.
Ýmis kattaafbrigði.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Kattardýr (Felidae)
Ættkvísl: Smákettir (Felis)
Tegund:
Villiköttur (Felis silvestris)

Undirtegundir:

Felis silvestris catus

Þrínefni
Felis silvestris catus
(Linnaeus, 1758)
Köttur
Líffræðileg bygging karlkatta

Kettir eru mjög hæf rándýr og vitað er til þess að þau veiði yfir 1.000 dýrategundir sér til matar. Hægt er að kenna köttum að hlýða einföldum skipunum og þeir hafa getu til þess að læra á einföld tæki eins og hurðarhúna. Kettir notast við fjöldann allan af dýratáknum í samskiptum við ketti og önnur dýr, þeir mjálma, mala, hvæsa, urra og gagga. Rannsóknir benda til þess að samskipti á milli katta og manna séu töluvert þróuð. Kettir eru einnig ræktaðir og látnir keppa á kattasýningum þar sem veitt eru verðlaun fyrir fallega og hæfileikaríka ketti.

Heiti

Orðið köttur er talið vera komið inn í Evrópumál frá latínu, en uppruni þess er óljós. Hugsanlega hefur það borist inn í latínu úr afróasískum eða nílósaharamálum eins og núbísku kaddîska „villiköttur“ eða nobiin kadīs.

Karldýr katta kallast högni eða fress, kvendýrið læða eða bleyða og afkvæmin kettlingar. Fjölmörg tegundarafbrigði hreinræktaðra katta eru til og hafa margvísleg nöfn. Hreinræktaðir kettir eru innan við eitt prósent af köttum, en til eru tugir tegundarafbrigða og litbrigða. Til dæmis eru til hárlausir kettir sem nefnast Sfinxar og rófulausir kettir sem nefnast Manarkettir (Manx).

Flokkun

Carl Linné stakk upp á tvínefninu Felis catus yfir heimilisketti árið 1758. Johann Christian Polycarp Erxleben stakk upp á þrínefninu Felis catus domesticus árið 1777. Konstantin Alekseevich Satunin stakk upp á heitinu Felis daemon yfir svartan kött frá Transkákasus árið 1904, en það reyndist síðar vera heimilisköttur.

Árið 2004 ákvað Alþjóðanefnd um dýrafræði að heimiliskettir væru sérstök dýrategund, Felis catus, en árið 2007 voru þeir taldir undirtegund, F. silvestris catus, evrópska villikattarins (F. silvestris) eftir erfðarannsóknir. Árið 2017 fylgdu Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin tilmælum dýrafræðinefndarinnar að flokka heimilisketti sem sérstaka tegund.

Kettir á Íslandi

Líkt og víða annars staðar eru kettir vinsæl gæludýr á Íslandi. Ekki er vitað með vissu hversu marga ketti er að finna á Íslandi en mjög gróflega má áætla að þeir séu um 30 þúsund (2000). Árið 1976 var Kattavinafélag Íslands stofnað. Í dag rekur það Kattholt sem er heimili fyrir týnda ketti. Árið 2005 bárust um 500 óskilakettir til Kattholts. Þann 23. ágúst 2005 setti umhverfisráðuneytið reglugerð um kattahald í Reykjavík.

Tilvísanir

Heimild

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Cat“ á ensku útgáfu Wiki. Sótt 18. desember 2008.

Tenglar

Köttur 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Tags:

Köttur HeitiKöttur FlokkunKöttur Kettir á ÍslandiKöttur TilvísanirKöttur HeimildKöttur TenglarKötturEgyptaland hið fornaFræðiheitiGæludýrHúsdýrJörðinKattardýrKjötætaKornMúsNagdýrRándýrRökkurdýrTegundUndirtegund (líffræði)VillikötturÆtt (flokkunarfræði)

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

JökuláFemínismiStuðlabergListi yfir íslensk mannanöfnSandeyriMaríubjallaTilleiðsluvandinnHringur (rúmfræði)SkyrTáknIP-talaSneiðmyndatakaKreppan miklaBergþórshvollEgill Skalla-GrímssonBenjamín dúfaRyan GoslingVistkerfiSigurður Ingi JóhannssonListi yfir risaeðlurListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiListi yfir þjóðvegi á ÍslandiNáhvalurPragGísla saga SúrssonarRagnheiður Elín ÁrnadóttirListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðGoogle TranslateFreyjaEinhverfaAzumanga DaiohBarokkLandsvirkjunKnattspyrnufélagið ÞrótturFranska byltinginÞór (norræn goðafræði)Þjóðhátíð í VestmannaeyjumListi yfir landsnúmerRússlandAnnað ráðuneyti Bjarna BenediktssonarJarðhitiÓðinnSjálfstæðisflokkurinnÞingvellirÍranKeníaEinar Þorsteinsson (f. 1978)KosningarétturÚtvarp SagaÍslenska þjóðkirkjanParduskötturMannsheilinnGuðbjörg MatthíasdóttirBenito MussoliniHernám ÍslandsBandaríkinDánaraðstoðDúna (skáldsaga)SkjálfandiLögmaðurUmmálVafrakakaØLeikurEiffelturninnErpur EyvindarsonÞorvaldur ÞorsteinssonNorræn goðafræðiBragfræðiSundlaugar og laugar á ÍslandiSýslur ÍslandsJóhann SvarfdælingurOfurpaurSiglunesKristnitakan á Íslandi🡆 More