Reikistjarna Júpíter: Reikistjarna í sólkerfinu

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu talið og sú stærsta, en einnig sú innsta af gasrisum sólkerfisins.

Heildarrúmmál Júpíters er meira en samanlagt rúmmál allra hinna reikistjarnanna og massi hans er 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi þeirra allra. Júpíter er þriðji bjartasti náttúrulegi hluturinn sem sést á næturhimni Jarðar, á eftir Tunglinu og Venus. Júpíter er nefndur eftir rómverskum konungi guðanna vegna stærðar sinnar. Í kínverskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er hann nefndur „viðarstjarnan“, byggt á frumefnunum fimm.

Júpíter ♃
Reikistjarna Júpíter: Reikistjarna í sólkerfinu
Samsett mynd frá Cassini-geimfarinu. Dökki bletturinn er skuggi tunglsins Evrópu.
Einkenni sporbaugs
Viðmiðunartími J2000
Sólnánd740.573.600 km
Sólfirrð816.520.800 km
Hálfur langás778.547.200 km
Miðskekkja0,048775
Umferðartími
  • 4.332,59 d
  • 11,8618 ár
  • 10.475,8 Júpítersdagur
Sólbundinn umferðartími398,88 days
Meðal sporbrautarhraði13,07 km/s
Meðalbrautarhorn18,818°
Brautarhalli
  • 1,305° miðað við sólbaug
  • 6,09° miðað við miðbaug sólar
  • 0,32° miðað við fastasléttu
Rishnútslengd100,492°
Stöðuhorn nándar275,066°
Tungl67
Eðliseinkenni
Miðbaugsgeisli
Heimskautageisli
  • 66.854 ± 10 km
  • 10,517 jarðir
Pólfletja0,06487 ± 0,00015
Flatarmál yfirborðs
  • 6,1419×1010 km2
  • 121,9 jarðir
Rúmmál
  • 1,4313×1015 km3
  • 1321.3 jarðir
Massi
  • 1,8986×1027 kg
  • 317,8 jarðir
  • 1/1047 sól
Þéttleiki1,326 g/cm3
Þyngdarafl við miðbaug24,79 m/s2
2,528 g
Lausnarhraði59,5 km/s
Snúningshraði við miðbaug12,6 km/s
45,3 km/klst
Möndulhalli3,13°
Stjörnulengd norðurpóls268,057°
Stjörnubreidd norðurpóls64,496°
Endurskinshlutfall0,343 (Bond)
0,52 (gagnsk.)
Yfirborðshiti lægsti meðal hæsti
1 bar 165 K
0,1 bar 112 K
Sýndarbirta-1.6 til -2.94
Sýndarþvermál29.8" — 50.1"
Lofthjúpur
Loftþrýstingur við yfirborð20–200 kPa (skýjalag)
Stigulshæð27 km
Samsetning
89,8±2,0%vetni (H2)
10,2±2,0%helín
~0,3%metan
~0,026%ammóníak
Ís:
ammóníak
vatn

Efni Júpíters er að mestu gas, en fyrir innan allt þetta gas er lítill kjarni úr þyngri efnum. Líkt og á öðrum risaplánetum er ekkert skilgreint fast yfirborð á Júpíter. Samdráttur fastefnis á Júpíter myndar meiri hita en hann fær frá Sólinni. Gasský hans eru úr mörgum mismunandi efnasamböndum, þar á meðal vetni, helíum, koltvísýringi, vatnsgufu, metangasi, ammoníakís og ammóníumhýdrósúlfíði. Algengasta efnið er vetni, en helín myndar fjórðung massa hans og tíunda hluta ummálsins. Snúningur Júpíters fletur hann aðeins út. Sýnilegt einkenni á gashjúpnum umhverfis Júpíter er að hann skiptist í mislita borða eftir breiddargráðum, en á mótum þeirra sjást kvikur og hringiður. Stóri rauði bletturinn á Júpíter er risastormur sem hefur verið til að minnsta kosti frá 17. öld þegar hann sást fyrst í sjónauka.

Það tekur Júpíter 10 klukkustundir að snúast um sjálfan sig. Eitt ár á Júpíter (sá tími sem það tekur hann að fara einn hring um sólu) er jafnlangt og 11,9 ár á jörðinni.

Umhverfis Júpíter er ógreinilegur plánetuhringur og öflugt segulsvið. Segulhvolfshali Júpíters er nær 800 milljón km að lengd og nær alla leið að sporbraut Satúrnusar. Júpíter hefur í það minnsta 80 þekkt tungl, en líklega eru þau miklu fleiri. Þau þekktustu og stærstu eru Íó, Evrópa, Ganýmedes og Kallistó, sem Galileo Galilei uppgötvaði á 17. öld. Stærsta tunglið, Ganýmedes, er stærra en reikistjarnan Merkúr.

Tilvísanir

Tenglar

Tags:

Frumefnin fimmGasrisiJapanJúpíter (guð)KínaKóreaMassiReikistjarnaRúmmálSólinSólkerfiðTungliðVenus (reikistjarna)Víetnam

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

MaðurGrikklandDalabyggðÁsynjurFrumtalaVindorkaISSNEddukvæðiÆgishjálmurSaga ÍslandsTyrkjarániðKrav MagaBerklarLýðveldiForsíðaSamnafnSvissÁsgeir ÁsgeirssonRúnirÍslamJohn CyganBrimarhólmurDaniilVallettaHveragerðiIndóevrópsk tungumálEvrópaMarshalláætluninSigurjón Birgir SigurðssonListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðHelförinAlþingiKálfshamarsvíkÞjóðernishreyfing ÍslendingaBiblíanISO 8601Jöklar á ÍslandiStjórnarskráAuður JónsdóttirMúhameð 6. MarokkókonungurForsetakosningar á ÍslandiSkjaldarmerki ÍslandsKreppan miklaHúmanismiSelma BjörnsdóttirKim Jong-unJerúsalemDjúpalónssandurHljóðvarpAmfetamínHinrik 7. EnglandskonungurEndurnýjanleg orkaBoðorðin tíuJökulsárlónForseti ÍslandsKári StefánssonStefán MániBørsenEldfellEyjafjallajökullStepanakertHeimskautarefurStjórnarráð ÍslandsMeltingarkerfiðÍslensk mannanöfn eftir notkunMarglytturGeysirEignarfornafnGæsalappirMarcus Junius BrutusListi yfir íslensk skáld og rithöfundaForsetakosningar á Íslandi 1980MæðradagurinnViðskiptablaðiðLeifur heppni🡆 More