Högna Sigurðardóttir: íslenskur arkitekt (1929-2017)

Högna Sigurðardóttir (6.

júlí 1929 - 10. febrúar 2017) var íslenskur arkitekt sem bjó og starfaði í París.

Högna fæddist í Vestmannaeyjum en lést í Reykjavík.

Foreldrar hennar voru Sigurður Friðriksson og Elísabet Hallgrímsdóttir. Högna átti tvær dætur þær Sólveigu Anspach (1960-2015) kvikmyndaleikstjóra og Þórunni Eddu Anspach (1964).

Ferill

Högna ákvað ung að árum að leggja arkitektúr fyrir sig. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og hélt að því loknu til Parísar árið 1949 og varð fyrsti Íslendingurinn til að leggja stund á nám við listaskólann École des beaux-arts(fr). Hún útskrifaðist þaðan árið 1960 og hlaut viður­kenn­ingu skól­ans fyr­ir loka­verk­efni sitt og það tryggði henni starfs­rétt­indi í Frakklandi og í kjölfarið opnaði hún teiknistofu í París. Eitt af fyrstu verkum hennar var hönnun íbúðarhúss að Bústaðabraut 11 í Vestmannaeyjum og var það fyrsta húsið á Íslandi sem teiknað var af konu. Húsið eyðilagðist í eldgosinu árið 1973.

Starfsvettvangur Högnu var í París en hún hélt góðum tengslum við Ísland og teiknaði fjögur einbýlishús sem risu á Íslandi, þar á meðal er eitt þekktasta verk hennar, húsið að Bakkaflöt 1 í Garðabæ en það teiknaði hún fyrir hjónin Ragnheiði Jónsdóttur myndlistarkonu og Hafstein Ingvarsson tannlækni. Byggingin hefur oft verið til umfjöllunar í erlendum fagritum á sviði hönnunar og arkitekturs og var hún valin ein af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu í útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist. Húsið var friðað árið 2009 og árið 2019 valdi BBC það sem eitt af tíu draumahúsum byggð á síðustu öld.

Önnur hús hér á landi sem Högna teiknaði eru Bústaðabraut 11 í Vestmannaeyjum, Hrauntungu 23 og Sunnubraut 37 í Kópavogi og Brekkugerði 19 í Reykjavík. Högna teiknaði einnig tillögu að Sundlaug í Kópavogi og almenningsgarð að Rútstúni í Kópavogi en þeir tillögur komust aldrei til framkvæmda, sama er að segja um tillögur hennar að kapellu í Vestmannaeyjum og sumarhúsabyggð Landsbankans við Álftavatn.

Teikningasafn Högnu er nú í eigu Listasafns Reykjavíkur en hún ánafnaði það listasafninu.

Viðurkenningar

  • 1992 - Tók sæti í akademíu franskra arkítekta
  • 1994 - Menningarverðlaun DV fyrir byggingarlist
  • 2007 - Hlaut heiðursorðu Sjónlistar fyrir einstakt framlag til íslenskrar nútímabyggingalistar
  • 2008 - Heiðursfélagi í Arkitektafélagi Íslands
  • 2010 - Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar húsagerðarlistar

Tilvísanir

Tags:

10. febrúar192920176. júlíArkitektParís

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

DnípropetrovskfylkiSuður-KóreaDonetsk (borg)Kommúnistaflokkur SovétríkjannaStöð 2KynseginKjördæmi ÍslandsKnattspyrnufélag AkureyrarLýðræðiÞór (norræn goðafræði)Haraldur GuðinasonWikipediaPálmasunnudagurÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaListi yfir landsnúmerMaría MagdalenaEldhúsJoe BidenHannes Þór HalldórssonSkotlandVerg landsframleiðslaSteinn SteinarrKænugarðurEvrópa20. marsTölvuleikur202422. marsSjóváSpænsku NiðurlöndPálmiListi yfir íslenskar hljómsveitirAretha FranklinKokteilsósaGerlarLakagígarFlott (hljómsveit)Jóhann KalvínIcesaveHnúfubakurSönn íslensk sakamálDefinitely MaybeBaltasar KormákurWayback MachineÓlafur Darri ÓlafssonNorræn goðafræðiKatlaJón GnarrAlbert GuðmundssonMexíkóFreðmýriAlbert EinsteinStöð 2 SportAlfons SampstedGyðingdómurMegasHesturBankahrunið á ÍslandiJakobsvegurinnGrindavíkSleipnirHörður Björgvin MagnússonJesúsTenerífeForsetakosningar á Íslandi 2004RaufarhöfnBerlínUmmálFilippseyjarLýsingarorðGeirþjófsfjörðurGuðmundur DaníelssonEldgosRússlandMeltingarkerfið🡆 More