Hringborð Norðurslóða

Hringborð Norðurslóða (enska: Arctic Circle) er hópur sem stofnaður var af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrum forseta Íslands, ásamt Alice Rogoff, fyrrum eiganda fjölmiðilsins Alaska Dispatch, Kuupik Kleist, fyrrum forsætisráðherra Grænlands, og fleiri aðilum.

Tilgangur samtakanna er að vera umræðuvettvangur milli stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga, umhverfissérfræðinga, vísindamanna, fulltrúa frumbyggja og annarra alþjóðlegra hagsmunaaðila um vandamál sem steðja að Norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga og bráðnunar hafíss. Hringborð Norðurslóða skilgreinir sig sem alþjóðasamtök með höfuðstöðvar í Reykjavík á Íslandi.

Hringborð Norðurslóða
Hringborð Norðurslóða
Stofnun2013; fyrir 11 árum (2013)
GerðÓháð samtök
HöfuðstöðvarFáni Íslands Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Íslandi
FormaðurÓlafur Ragnar Grímsson
Vefsíðaarcticcircle.org

Söguágrip

Í kynningarávarpi sínu um Hringborð Norðurslóða þann 15. apríl 2013 í Washington, D.C. lét Ólafur Ragnar Grímsson þau orð falla að „Norðurslóðir [hefðu] beðið tjón vegna skorts á alþjóðlegri vitund og, af þeim sökum, skorts á skilvirkri stjórnun. Forðum [hefði] svæðið ekki skipt stefnumótendur heimsins máli og [hefði] að mestu fallið í gleymsku. Nú þegar magn hafíss [væri] hið lægsta í ritaðri sögu [væri] heimurinn að vakna fyrir áskorununum og tækifærunum sem Norðurslóðir [hefðu] upp á að bjóða bæði íbúum sínum og þeim sem búa á syðri slóðum.“

Þátttakendur á ráðstefnum Hringborðs Norðurslóða frá stofnun þess í október 2013 hafa meðal annars verið fulltrúar ríkisstjórna, pólitískir stefnumótarar og áhrifavaldar, vísindamenn og sérfræðingar, aðgerðasinnar og leiðtogar frumbyggjaþjóða í ríkjum á Norðurslóðum. Meðal umræðuefna hafa verið bráðnun hafíss og veðuröfgar, öryggismál á Norðurslóðum, réttindi frumbyggja, siglinga- og flutningainnviðir, auðlindir á Norðurslóðum og ferðamannaiðnaðurinn.

Markmið

Yfirlýst markmið Hringborðs Norðurslóða er að „stuðla að umræðu og byggja sambönd til að takast á við örar breytingar á Norðurslóðum“ og „styrkja ákvarðanatökuferli með því að leiða saman eins marga alþjóðlega samstarfsaðila og hægt er til að þeir geti átt samskipti í einu stóru ‚opnu tjaldi‘.“ Samtökin voru stofnuð til að bregðast við áskorunum á Norðurslóðum af völdum loftslagsbreytinga og bráðnunar hafíss, þar á meðal leit og vinnsla olíu og jarðgass, umhverfismálefni, þjóðaröryggi, málefni frumbyggja og aukinn alþjóðlegan áhuga á svæðinu. Samtökin telja að með opnun nýrra siglingaleiða séu Norðurslóðir að „færast fremst á sviðið og spila mikilvægt hlutverk í málefnum á borð við alþjóðavæðingu, efnahagsþróun, orkurannsóknir, umhverfisvernd og alþjóðlegt öryggi.“

Ráðstefnur og málþing

Hringborð Norðurslóða hélt fyrstu samkomu sína dagana 12. til 14. október árið 2013 í Hörpu í Reykjavík. Samtökin hafa haldið ráðstefnu í október á hverju ári síðan þá. Viðburðinum er lýst sem „nýjum vettvangi fyrir stofnanir, samtök, samkundur, hugveitur, fyrirtæki og félagasamtök til að ná til alþjóðlegs áhorfendahóps á skilvirkan hátt.“

Samkvæmt heimasíðu samtakanna heldur Hringborð Norðurslóða smærri viðburði víðs vegar um heiminn „svo þátttakendur geti kynnt sér áskoranir, þarfir og tækifæri sem þetta einstaka umhverfi hefur upp á að bjóða.“ Málþing Hringborðs Norðurslóða hafa verið haldin í Alaska, Singapúr, á Grænlandi, í Québecborg og Washington, D.C.. Samtökin stuðla jafnframt að smærri fundum milli stofnana og einstaklinga til að ræða málefni Norðurslóða.

Meðal fólks sem hefur sótt ráðstefnur Hringborðs Norðurslóða eru Ban Ki-moon, Nicola Sturgeon, Aleqa Hammond, Lisa Murkowski, Philippe Couillard og François Hollande, sem flutti framsöguræðu á ráðstefnu samtakanna árið 2015 sem forseti Frakklands. Í ræðunni lagði Hollande áherslu á Norðurslóðir sem vettvang alþjóðlegra loftslagsaðgerða. Hollande benti á Norðurslóðir sem fremstu víglínu í baráttu gegn hnattrænni hlýnun af mannavöldum en sagðist bjartsýnn yfir möguleikanum á að samkomulag myndi nást milli alþjóðaleiðtoga um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2015 sem þá var væntanleg.

Angela Merkel, Hillary Clinton, Philip Hammond, Al Gore og José Ángel Gurría hafa ávarpað ráðstefnur Hringborðs Norðurslóða með myndbandsskilaboðum. Ghislaine Maxwell hefur tvisvar flutt erindi á ráðstefnum samtakanna.

Arctic Circle-verðlaunin

Arctic Circle-verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða árið 2016. Fyrsti verðlaunahafinn var Ban Ki-moon, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Við verðlaunaafhendinguna sagði Ólafur Ragnar Grímsson að með verðlaununum væri verið að heiðra forystu Bans í alþjóðlegum loftslagsviðræðum, sem Ólafur Ragnar lýsti sem „ótrúlegri stjórnvisku, hugrekki og framtíðarsýn“ þrátt fyrir þá miklu andstöðu sem loftslagmálin hafi mætt þegar hann tók við framkvæmdastjórastöðu SÞ á sínum tíma.

Verðlaunin eiga að heiðra „einstaklinga, stofnanir eða samtök sem hafa unnið mikilvæga vinnu í þágu framtíðar Norðurslóða.“ Sú ákvörðun að veita Ban fyrstu verðlaunin var tekin með vísan til hlutverks hans við að stýra viðræðum í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París árið 2015.

Við viðtöku verðlaunanna viðurkenndi Ban eigið framtak í loftslagsumræðum en lagði áherslu á mikilvæg framlög ríkisstjórnar- og þjóðfélagsleiðtoga sem hann sagði að ættu skilið að deila verðlaununum með honum. Ban tók við verðlaununum í þágu „tugþúsunda ötulla leiðtoga“ í „viðskiptum, borgaralegu samfélagi og óháðum félagasamtökum“ sem hefðu unnið með Sameinuðu þjóðunum í loftslagsmálum. Hann hvatti þátttakendur á ráðstefnunni til að tryggja að frumbyggjaþjóðir, réttindi þeirra og menningarframlög þeirra yrðu áfram í miðpunkti þegar tekist væri á við sameiginlegar áskoranir.

Tilvísanir

Tags:

Hringborð Norðurslóða SöguágripHringborð Norðurslóða MarkmiðHringborð Norðurslóða Ráðstefnur og málþingHringborð Norðurslóða Arctic Circle-verðlauninHringborð Norðurslóða TilvísanirHringborð NorðurslóðaForseti ÍslandsLoftslagsbreytingarNorðurslóðirReykjavíkÍslandÓlafur Ragnar Grímsson

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

AtviksorðForsetakosningar á Íslandi 2016SovétríkinÍslenski hesturinnIðnvæðingÍslamTilgátaDjöflataðPáskadagurBerlínarmúrinnFSæmdarrétturVeröld Andrésar andarListi yfir íslensk mannanöfnPetr PavelEyríkiKristniBloemfonteinÓðinnHerra HnetusmjörHallveig FróðadóttirFötlunNorðurlöndinListi yfir íslenskar söngkonurMódernismi í íslenskum bókmenntumSumardagurinn fyrstiPáskarYSagan um ÍsfólkiðÍsland í seinni heimsstyrjöldinniSykurmolarnirGuðrún frá LundiFpgaAlþingiEvrópusambandiðÍ svörtum fötumHeinrich HimmlerGoogle Translate2023TasiilaqXXX RottweilerhundarLýðræðiViðtengingarhátturBifröst (norræn goðafræði)Askja (fjall)TyrkjarániðJón Kalman StefánssonÍslenskir stjórnmálaflokkarBorgarfjörður eystriNorræna tímataliðGanaÓfærðJón Múli ÁrnasonTíðindalaust á vesturvígstöðvunum (kvikmynd frá 1930)Hólar í HjaltadalEnskaEldkeilaÚranus (reikistjarna)BareinDjúpivogurBjartmar GuðlaugssonWilliam Shakespeare3Flokkunarkerfi BloomsKóleraBlóðsýkingSúrnun sjávarMiðgildiFöstudagurinn langiSkalla-Grímur Kveld-ÚlfssonKristnitakan á ÍslandiRagnhildur Steinunn Jónsdóttir🡆 More