Hreindýr

Hreindýr (fræðiheiti: Rangifer tarandus) eru hjartardýr sem finna má víða á norðurhveli jarðar.

Þau eru einstaklega vel aðlöguð kulda og snjóþyngslum að vetrarlagi. Andstætt öllum öðrum hjartardýrum bera bæði kynin horn. Kvenkyns hreindýr nefnist simla (eða hreinkýr), og karlkyns hreindýr nefnist hreinn (eða hreintarfur). Oftast eru notaðar styttingarnar tarfur og kýr.

Hreindýr
Skógarhreindýr í Kanada
Skógarhreindýr í Kanada
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Hjartardýr (Cervidae)
Undirætt: Odocoileinae
Ættkvísl: Rangifer
C.H. Smith, 1827
Tegund:
R. tarandus

Tvínefni
Rangifer tarandus
(Linnaeus, 1758)
Hreindýr
Útbreiðslukort.

Hreindýr má finna á Íslandi, Noregi, norðurhluta Svíþjóðar og Finnlands, á Svalbarða, á norðursvæði evrópska hluta Rússlands þar á meðal Novaya Zemlya, í Asíu hluta Rússlands allt til Kyrrahafs, í Norður-Ameríku, á Grænlandi, í Kanada og Alaska.

Tamin hreindýr er aðallega að finna í Norður-Skandinavíu og Rússlandi (bæði í evrópska hlutanum og í Síberíu). Villt hreindýr er að finna í Norður-Ameríku og á Grænlandi. Hreindýr í Norður Ameríku og á Grænlandi eru villt en einu núlifandi villtu hreindýrin í Evrópu er að finna á nokkrum stöðum hátt til fjalla í Suður-Noregi. Íslensku hreindýrin eru afkomendur taminna norskra hreindýra þó svo að þau séu nú villt.

Lýsing

Mikil munur er á stærð dýra eftir undirtegundum. Í íslenska stofninum er fallþungi kúa yfirleitt 30 til 40 kg en tarfa allt að 80 og 100 kg. Tamin hreindýr í Skandinvíu eru iðulega stærri, fallþungi kúa 40 - 100 kg og tarfa 70 - 150 kg. Kanadísk hreindýr eru enn stærri og er þar algengt að tarfarnir nái 300 kg fallþyngd. Bæði kynin hafa horn sem vaxa árlega og eru síðan felld. Þegar þau eru að vaxa eru þau mjúk og klædd dökkbrúnni, flauelskenndri og æðaríkri húð. Þegar hornin eru fullvaxin, dettur húðin af, hornin harðna og falla að lokum af dýrunum. Í skandinavísku undirtegundinni fella eldri tarfar hornin í desember, ungir tarfar snemma vors og kýrnar um mitt sumar.

Hreindýrin eru jórturdýr með fjóra maga. Þau eru jurtaætur og bíta fléttur, starir, grös, lyng, blómplöntur og sveppi. Á veturna krafsa þau upp snjóinn til að komast að fæðu, sem aðallega er fléttur og skófir.

Hreindýr 
Hreindýrahorn í vexti, sjá má að mjúka húðin er að losna af hægra horni.

Feldur hreindýra er í tveimur lögum, þétt stutt undirhár og löng yfirhár. Hárin eru hol að innan, mjög þétt og einangra þess vegna vel. Feldurinn er oftast dökkbrúnn á sumrin en ljósari á veturna. Hreindýr fljóta vel í vatni og hika ekki við langa sundspretti yfir ár og vötn.

Útbreiðsla

Hreindýr eru eindregin hjarðdýr en hóparnir eru misstórir eftir árstíma. Fullorðnir tarfar fara oft einförum utan fengitíma. Villt hreindýr fara oftast á milli beitarsvæða á vorin og haustin. Á sama hátt eru flest tamin hreindýr flutt milli beitarsvæða vor og haust. Tiltölulega stórar klaufir dýranna auðvelda þeim að komast um snjóbreiður og túndrur.

Um tvær miljónir hreindýra lifa í Norður-Ameríku. Í Evrópu og Asíu lifa um 5 miljónir, flest þeirra tamin eða hálftamin. Síðustu viltu hreindýrin í Evrópu er að finna í suðurhluta Noregs. Þau eru af undirtegundinni R. tarandus tarandus. Tamin hreindýr í Skandinavíu eru flest blönduð af undirtegundunum tarandus og fennicus - finnsk skógarhreindýr.

Hreindýr á Íslandi

Hreindýr voru flutt til Íslands á árunum 1771 – 87 frá Finnmörku í Noregi. Þau voru sett á land í Vestmannaeyjum, á Suður- og Suðvesturlandi, á Norðausturlandi og á Austurlandi. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, dóu allir út. Talið er að harðir vetur, hagleysa og ofbeit í vetrarhögum hafi ráðið þar mestu um. Hins vegar dafnaði sá hópur sem fluttur var til Vopnafjarðar árið 1787 og halda þau nú til á hálendinu norðan og norðaustan við Vatnajökul og á Austfjörðum.

Hreindýraveiðar

Hreindýr hafa verið veiðidýr manna allt frá steinöld, meðal annars má finna hellamálverk af hreindýrum í Lascaux-hellinum. Alls staðar þar sem hreindýr voru villt voru þau veidd, oft rekin saman til slátrunar. Enn má finna t.d. í Noregi og á Grænlandi (bæði frá tímum norrænna mann þar og inuíta) steinhleðslur sem notaðar hafa verið til að reka dýrin þangað sem auðvelt var að slátra þeim.

Þar sem enn eru villt hreindýr eru þau veidd en þó alls staðar undir ströngu eftirliti. Í Norður-Ameríku hafa einungis frumbyggjarnir (indíánar, inuítar og yipik) leyfi til að veiða dýrin. Árlega eru um 1200-1500 dýr felld á Íslandi samkvæmt ströngu kvótakerfi.

Hreindýrabúskapur

Hreindýr 
Hreindýr mjólkað á 19. öld, mynd frá Noregi

Hreindýrabúskapur hefur um aldaraðir gegnt mikilvægu hlutverki fyrir líf og afkomu allflestra frumbyggjaþjóða á norðurheimskautasvæðinu í Evrópu og Asíu. Sérstaklega er þar um að ræða Sama, Nenetsa, Khanta, Evenka, Júkagíra, Tjúkta og Korjaka. Sennilega hafa menn byrjað að temja hreindýr þegar á bronsöld (um 1500 árum f.Kr.). Aðallega er hreindýrabúskapur stundaður vegna kjöts, felds, og horna. Áður fyrr voru hreindýr einnig notuð sem mjólkurdýr og dráttardýr. Í Síberíu voru hreindýr líka höfð til reiðar enda eru hreindýrin í Síberíu talsvert stærri en þau skandinavísku. Hreindýrahjarðir hvers eiganda eru allt frá nokkrum hundruðum dýra til fleiri þúsunda. Hreindýrin eru eiginlega hálfvillt og ganga laus árið um kring þó eigendur hafi eftirlit með þeim og flytji þau milli beitisvæða allt eftir árstíma. Möluð hreindýrahorn eru seld sem lyf í Austur-Asíu.

Undirtegundir

Hreindýr 
Hjörð af hreindýrum í Jämtland, Svíþjóð. Fyrstur fer hvítingi
  • Skógarhreindýr (R. tarandus caribou), fundust áður á túndrum og skógarsvæðum í norðurhluta Norður-Ameríku allt frá Alaska í vestri til Nýfundnalands í austri og allt suður til Nýja-Englands. Þau eru hins vegar horfin af stærstum hluta þessa svæðis og eru alls staðar í útrýmingarhættu nema í norðurhluta Quebec og Labrador í Kanada.
  • Heimskautahreindýr (R. tarandus eogroenlandicus) var undirtegund á Austur-Grænlandi fram að aldamótum 1900, en er nú útdauð.
  • Finnsk skógarhreindýr (R. tarandus fennicus), er að finna í suðurhluta Finnlands og í Norður-Rússlandi og í Síberíu.
  • Grant-hreindýr (R. tarandus granti) er að finna í Alaska og Yukon og Norðvesturhéruðum Kanada.
  • Grænlandshreindýr eða túndruhreindýr (R. tarandus groenlandicus), er að finna í Nunavut og Norðvesturhéruðum Kanada og á Vestur-Grænlandi.
  • Peary-hreindýr (R. tarandus pearyi), er að finna á eyjunum í norðurhluta Nunavut og Norðvesturhéruðum Kanada.
  • Svalbarðahreindýr (R. tarandus platyrhynchus), er að finna á Svalbarðseyjum. Þessi hreindýr eru minnst allra hreindýra.
  • Villihreindýr (R. tarandus tarandus), er að finna í Skandinavíu, Norður-Síberíu og Norður-Kanada.

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Hreindýr 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Hreindýr 
Wikilífverur eru með efni sem tengist

Tags:

Hreindýr LýsingHreindýr ÚtbreiðslaHreindýr aveiðarHreindýr abúskapurHreindýr UndirtegundirHreindýr TilvísanirHreindýr HeimildirHreindýr TenglarHreindýrFræðiheitiHjartardýrHorn

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Íslendinga sagaStjórnmálaflokkurÖskjugosið 1875Eiður GuðjohnsenEvrópukeppnin í knattspyrnu 2024Listi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaMeltingarkerfiðPálmiÚlfarsfellLögbundnir frídagar á ÍslandiÍslendingasögurHöfn í HornafirðiBjörk GuðmundsdóttirBrest (Frakklandi)BerlínDreamWorks RecordsKnattspyrnaGísli Örn GarðarssonBolungarvíkRamadanPáskarValurÍsraelBermúdaTöltHvolpasveitinHera HilmarsdóttirEigið féApakötturKjartan Ólafsson (tónlistarmaður)Listi yfir elstu manneskjur á ÍslandiNorðurfjörðurEgils sagaSveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022HTML5SuðurlandsskjálftiGísla saga SúrssonarKanaríeyjarAmerísk frumbyggjamálÓlöglegir innflytjendur í BandaríkjunumStuðmennHreiðar Ingi ÞorsteinssonSkúli MagnússonÍslenska karlalandsliðið í handknattleikVerðtryggingStari (fugl)KröflueldarAron Einar GunnarssonNornahárNeskaupstaðurEldgosið við Fagradalsfjall 2021GæsalappirGerlar2015Alfred HitchcockSápaWalesDavíð OddssonBankahrunið á ÍslandiVöluspáFallbeygingStella í orlofiBesta deild karlaFilippseyjarVictor PálssonTyrklandAtlantshafsbandalagiðKnattspyrnufélag ReykjavíkurSérhljóðHögni EgilssonNíðhöggur🡆 More