Hondúras

Hondúras er land í Mið-Ameríku með landamæri að Gvatemala í vestri, El Salvador í suðvestri, Níkaragva í suðaustri og strönd að Kyrrahafi (Fonseca-flóa) í suðri og Karíbahafi (Hondúrasflóa) í norðri.

Landið var áður kallað Spænska Hondúras til aðgreiningar frá Breska Hondúras sem nú heitir Belís.

República de Honduras
Fáni Hondúras Skjaldarmerki Hondúras
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Libre, Soberana e Independiente (spænska)
Frjálst, fullvalda og sjálfstætt
Þjóðsöngur:
Tu bandera es un lampo de cielo
Staðsetning Hondúras
Höfuðborg Tegucigalpa
Opinbert tungumál spænska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Xiomara Castro
Sjálfstæði frá Spáni
 • Yfirlýst 15. september 1821 
 • Viðurkennt 1823 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
101. sæti
112.492 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar
95. sæti
9.587.522
85/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 49,010 millj. dala (104. sæti)
 • Á mann 5.817 dalir (133. sæti)
VÞL (2019) Hondúras 0.632 (133. sæti)
Gjaldmiðill lempíra
Tímabelti UTC-6
Þjóðarlén .hn
Landsnúmer +504

Í Hondúras komu upp nokkur ríki maja. Kristófer Kólumbus kom til landsins árið 1502 og Hernán Cortes lagði það að mestu leyti undir Spán á fyrri hluta 16. aldar. Þeir sóttust þar eftir auðugum silfurnámum. Hondúras varð hérað innan Konungsríkisins Gvatemala. Miskítóar í norðausturhlutanum vörðust innrásarhernum og héldu sjálfstæði sínu, meðal annars með stuðningi Breta. Hondúras varð sjálfstætt 1821 sem hluti af Fyrsta mexíkóska keisaradæminu. Eftir 1838 varð landið sjálfstætt lýðveldi. Í upphafi 20. aldar fengu bandarísk bananaræktunarfyrirtæki lönd og leyfi til að byggja upp starfsemi í norðurhluta landsins. Þessi fyrirtæki, Cuyamel Fruit Company (til 1930), United Fruit Company og Standard Fruit Company bjuggu til útlenduhagkerfi þar sem þau greiddu enga skatta og skiluðu því litlu til samfélagsins. Árið 1969 braust Knattspyrnustríðið út milli Hondúras og El Salvador. Eftir röð herforingjastjórna voru frjálsar kosningar haldnar í landinu árið 1981. Um sama leyti fékk Bandaríkjaher aðstöðu til að styðja við Kontraskæruliða í Níkaragva.

Hondúras er fjalllent með láglendisræmur við strendurnar. Á Moskítóströndinni við Karíbahaf er regnskógur. Hondúras er eitt þeirra landa heims þar sem líffræðileg fjölbreytni er hvað mest. Landið hefur orðið illa úti vegna fellibylja á borð við Fifi 1979 og Mitch 1998 sem lagði bananaræktunina í rúst. Um það bil helmingur vegakerfis landsins eyðilagðist í miklum flóðum árið 2008.

Íbúar Hondúras eru rúmlega átta milljónir. Flestir búa við miðbik landsins eða í suðvesturhlutanum. Hagvöxtur hefur verið þar með því mesta sem gerist í Rómönsku Ameríku en tæplega helmingur landsmanna býr samt við fátækt og atvinnuleysi er tæplega 30%. Landið er mjög skuldugt. Aðalatvinnugreinin er landbúnaður, einkum kaffiræktun sem stendur undir 22% af útflutningstekjum landsins.

Heiti

Heiti landsins, Hondúras, merkir bókstaflega „djúp“ á spænsku. Nafnið gæti vísað til akkerislægisins í Trujillo-flóa, leónska orðsins fondura eða þess þegar Kristófer Kólumbus mælti að sögn „Gracias a Dios que hemos salido de esas honduras“ („Þökk sé guði að við komumst úr þessum djúpum“).

Nafnið Hondúras var ekki notað um allt landið fyrr en undir lok 16. aldar. Fyrir 1580 var austurhluti landsins kallaður Honduras, en vesturhlutinn Higueras. Annað eldra nafn á landinu er Guaymuras, sem var endurvakið í Guaymuras-ræðunni.

Landfræði

Hondúras 
Hæðakort af Hondúras.

Í norðri á Hondúras strönd að Karíbahafi og í suðri að Kyrrahafi við Fonseca-flóa. Landið er að mestu fjalllent með mjótt láglendi við strendurnar. Stór láglendisregnskógur, La Mosquitia, er í norðausturhlutanum og í norðvesturhlutanum er hinn þéttbýli Sula-dalur. Í La Mosquitia er Rio Plátano-verndarsvæðið sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er Coco-fljót sem myndar landamæri Hondúras og Níkaragva. Strandlengjan við La Mosquitia og norðurhluta Níkaragva nefnist Moskítóströndin, eftir Miskítum, frumbyggjum sem búa þar.

Undan norðurströndinni liggja eyjaklasarnir Islas de Bahia og Svanaeyjar. Misteriosa-banki og Rosario-banki norðan við Svanaeyjar liggja innan landhelgi Hondúras.

Hondúras býr yfir miklum náttúruauðlindum. Þar finnast gull, silfur, kopar, blý, sink, járngrýti, antímon og kol. Íbúar Hondúras vinna timbur, veiða fisk og rækju, og nýta vatnsafl við raforkuframleiðslu.

Stjórnmál

Stjórnsýslueiningar

Hondúras er skipt í 18 umdæmi. Þau skiptast svo í 298 sveitarfélög.

Hondúras 
Umdæmi í Hondúras
  1. Atlántida
  2. Choluteca
  3. Colón
  4. Comayagua
  5. Copán
  6. Cortés
  7. El Paraíso
  8. Francisco Morazán
  9. Gracias a Dios
  10. Intibucá
  11. Islas de la Bahía
  12. La Paz
  13. Lempira
  14. Ocotepeque
  15. Olancho
  16. Santa Bárbara
  17. Valle
  18. Yoro

Menning

Íþróttir

Vinsælustu íþróttagreinarnar í Hondúras eru knattspyrna, körfuknattleikur, rúbbí, blak, hafnabolti og hjólreiðar. Knattspyrnulandsliðið hefur þrívegis komist í úrslitakeppni HM karla, það var árin 1982, 2010 og 2014. Liðið hefur enn ekki unnið leik á HM, en á Spáni árið 1982 gerði Hondúras afar óvænt jafntefli gegn gestgjöfunum.

Hondúras sendi fyrst íþróttafólk til keppni á Ólympíuleikunum á leikunum í Mexíkóborg 1968 og hefur tekið þátt í öllum leikum frá því í Los Angeles 1984. Fjórum sinnum hefur knattspyrnulið karla keppt á leikunum en annars hafa frjálsíþróttamenn og sundmenn verið fyrirferðarmestir. Íþróttafólk frá Hondúras hefur aldrei komist á verðlaunapall.

Tilvísanir

Hondúras   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Hondúras HeitiHondúras LandfræðiHondúras StjórnmálHondúras MenningHondúras TilvísanirHondúrasBelísBreska HondúrasEl SalvadorFonseca-flóiGvatemalaKaríbahafKyrrahafLandMið-AmeríkaNíkaragva

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

GamelanGuðni Th. JóhannessonElísabet JökulsdóttirBreiðholtAtlantshafsbandalagiðLissabonÚrvalsdeild karla í körfuknattleikElvis PresleySumardagurinn fyrstiSkólahreystiBrad PittLandnámsöldListi yfir fangelsi á ÍslandiWayback MachineMesópótamíaTölfræðiLitla hryllingsbúðin (söngleikur)BretlandMúmínálfarnirRagnarökÍslandsbankiForsetakosningar á Íslandi 1996LandsbankinnSveitarfélög ÍslandsNorræna (ferja)MöndulhalliRúnar Alex RúnarssonSádi-ArabíaSuðurnesHundurLeðurblökurÁramótHoldýrSundhnúksgígarÞungunarrofÞór/KAMorð á ÍslandiGjaldmiðillBerklarÚlfurÞór (norræn goðafræði)Þekking1987ÞjóðveldiðÍslenski þjóðbúningurinnÁstralíaErpur EyvindarsonSeljalandsfossJóhann Berg GuðmundssonKötlugosTíðbeyging sagnaMeistaradeild EvrópuHelgi Áss GrétarssonUngmennafélag GrindavíkurVatnsaflsvirkjunKnattspyrnufélagið ÞrótturSumarólympíuleikarnir 1920VatnaskógurHringrás vatnsForsetakosningar á Íslandi 2012EnglandRafeindFríða ÍsbergSkákHjónabandÞóra ArnórsdóttirMads MikkelsenAsíaLeifur heppniSauryGotneskaRúmmálMannshvörf á ÍslandiSveppirBoðorðin tíuÁstþór Magnússon🡆 More