Halógen

Halógenar (eða söltungur, saltmyndarar, frá grísku hals sem þýðir „salt“ og gen „fæðir af sér“) eru hópur efna í flokki 17 í lotukerfinu.

Flokkur
Lota
17
2 9
F
3 17
Cl
4 35
Br
5 53
I
6 85
At

Í honum eru: flúor, klór, bróm, joð og astat.

Þessi efni eru tvíatóma efnasambönd í sínu náttúrulega ástandi. Þeir þurfa eina rafeind til viðbótar til að fylla ysta rafeindahvolf sitt og hafa þar af leiðandi ríka tilhneigingu til að mynda neikvæða jón með hleðslu -1. Sölt sem innihalda þessar jónir eru kölluð halíð.

Halógenar eru mjög hvarfgjarnir og geta sem slíkir verið hættulegir lífverum, jafnvel lífshættulegir í nógu stórum skömmtum. Bæði klór og joð eru notuð sem sótthreinsunarefni í vatn og sundlaugar, opin sár, eldhúsvörur og þess háttar. Efnin drepa gerla og aðrar skaðlegar örverur og eru þar af leiðandi notuð við dauðhreinsun. Hvarfgirni þeirra eru notuð í bleikingu. Klór er virka efnið í bleikiklór sem notaður er við þvott og er einnig notaður við framleiðslu á flestum pappírsvörum.

Þegar halíðjónir bindast við eitt vetnisatóm mynda þær vetnishalíðsýrur sem er hópur sérlega sterkra sýra. Allar eru þær rammar nema flúorsýra, HF.

Halógenar geta bundist við hvorn annan til að mynda samhalógen sambönd.

Mörg tilbúin lífræn efnasambönd, eins og plastfjölliður, og einnig sum náttúruleg efnasambönd, innihalda halógena. Þau kallast halógenuð efnasambönd, t.d. innihalda skjaldkirtilshormón joðatóm. Klórjónir gegna lykilhlutverki í heilastarfsemi með því að vera milliefni í ferli hömlusendisins GASS (gamma-amínósmjörsýra). Hins vegar er talið að bróm og flúor séu ekki nauðsynleg fyrir efnaskipti manna en flúor er samt notað til þess að styrkja glerung á tönnum manna.

Tags:

AstatBrómFlúorGrískaJoðKlórLotukerfið

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

KirkjubæjarklausturGrænnBandaríkinListi yfir íslenskar kvikmyndirIllugi JökulssonÞórarinn EldjárnBankahrunið á ÍslandiSeinni heimsstyrjöldinSkírnMiðgildiMannakornÍslendingasögurBetelgásÓðinnGrímseyVíðir Reynisson1. maíLomberÁstandiðKelly ClarksonKatrín OddsdóttirKnattspyrnufélagið FramRétt röksemdafærslaJóhannes Páll 1.Verzlunarskóli ÍslandsGunnar Smári EgilssonHöfuðborgarsvæðiðStokkhólmurÞjóðleikhúsiðKirsuberSauðárkrókurHomo erectusMótmæli1981-1990RadioheadForsíðaDagur jarðarLjónGuðrún ÓsvífursdóttirSamtengingYfirborðsflatarmálFrumlagJörundur hundadagakonungurHnattvæðingAriel HenryHríseyHand-, fót- og munnsjúkdómurBubbi MorthensMargrét FriðriksdóttirJón Oddur & Jón BjarniAyn RandMarianne E. KalinkeTenerífeUnuhúsRáðherraráð EvrópusambandsinsSamfylkinginTaubleyjaKnattspyrnufélag AkureyrarElagabalusBiskupÍslenskt mannanafnKristnitakan á ÍslandiKalda stríðiðHnísaFranska byltinginParísArnar Gunnlaugsson21. aprílGrettisbeltiðForsetakosningar á Íslandi 2004Eyþór ArnaldsÞjóðvegur 1Konungur ljónannaHafnirÁrBlóðsýkingBaldurVíkingsvöllurAkureyri🡆 More