Gabriel Boric: Forseti Chile

Gabriel Boric Font (f.

11. febrúar 1986) er chileskur stjórnmálamaður og fyrrverandi stúdentaleiðtogi sem er núverandi forseti Chile.

Gabriel Boric
Gabriel Boric: Æviágrip, Tilvísanir
Gabriel Boric árið 2022.
Forseti Chile
Núverandi
Tók við embætti
11. mars 2022
ForveriSebastián Piñera
Persónulegar upplýsingar
Fæddur11. febrúar 1986 (1986-02-11) (38 ára)
Punta Arenas, Magallanes, Chile
ÞjóðerniChileskur
StjórnmálaflokkurConvergencia Social
MakiIrina Karamanos (sambýliskona frá 2019)
HáskóliHáskólinn í Chile
UndirskriftGabriel Boric: Æviágrip, Tilvísanir

Boric hefur setið á fulltrúadeild chileska þingsins frá 11. mars 2014 fyrir kjördæmi Magallanes-fylkis. Hann var kjörinn sem óháður frambjóðandi og var endurkjörinn árið 2017 með hæsta fjölda atkvæða af öllum frambjóðendum í Magallanes-fylkinu. Boric vann prófkjör vinstrisinnaða kosningabandalagsins Apruebo Dignidad (ísl. „Ég kýs reisn“) þann 18. júlí 2021 með 60% atkvæðanna og varð þannig forsetaframbjóðandi bandalagsins.

Boric nam við lagadeild Háskólans í Chile og var forseti stúdentafélags háskólans árið 2012. Hann var meðlimur í stúdentahreyfingunni Sjálfstæða vinstrinu (sp. Izquierda Autónoma) og var framkvæmdastjóri óháðra samtaka undir nafninu Nodo XXI.

Æviágrip

Gabriel Boric fæddist árið 1986 í Punta Arenas og er af króatískum ættum. Faðir hans, Luis Borić, er efnaverkfræðingur og vann hjá ríkisolíufélagi Chile í rúma fjóra áratugi. Móðir hans, María Font, er af katalónsk-spænskum ættum.

Boric gekk í breskan skóla í heimaborg sinni. Hann flutti til Santíagó til að nema við lagadeild Háskólans í Chile árið 2004.

Stúdentapólitík

Árið 1999 og 2000 tók Boric þátt í endurstofnun Bandalags framhaldsskólanema í Putna Arenas. Eftir að Boric hóf háskólanám gekk hann í stjórnmálahreyfinguna Sjálfstæða vinstrið (sp. Izquierda Autónoma), sem í upphafi nefndist Sjálfstæðir stúdentar (sp. Estudiantes Autónomos). Hann var ráðgjafi Félags laganema við háskólann árið 2008 og varð forseti þess árið 2009. Það ár leiddi Boric 44 daga mótmæli á móti rektornum Roberto Nahum.

Boric bauð sig fram til formennsku Stúdentafélags Háskólans í Chile (FECH) með kosningalistanum Creando Izquierda í kosningum 5.-6. desember árið 2011. Hann var kjörinn forseti stúdentafélagsins með 30,52% á móti sitjandi forsetanum Camilu Vallejo, sem hafði boðið sig fram til endurkjörs með kosningalista ungliðahreyfingar kommúnista.

Á meðan Boric var forseti FECH braust út önnur alda stúdentamótmælanna sem höfðu hafist árið 2011. Hann varð einn helsti talsmaður stúdenta á tíma mótmælanna. Árið 2012 var Boric nefndur á lista yfir hundrað unga leiðtoga í Chile sem birt var í laugardagsblaði fréttablaðsins El Mercurio í samstarfi við Adolfo Ibáñez-háskóla.

Þingseta (2014–)

Árið 2013 gaf Boric kost á sér í þingkosningum sem óháður frambjóðandi í 60. kjördæmi Magallanes-fylkisins og chileska suðurskautsins. Hann var kjörinn með 15.418 atkvæðum (26,18%), hæsta atkvæðafjölda nokkurs frambjóðanda í fylkinu. Fjölmiðlar vöktu athygli á því að Boric hefði náð kjöri án þess að vera meðlimur í neinu kosningabandalagi og hefði þannig sigrast á tvíflokkakerfinu í chileskum kosningum.

Boric var svarinn í embætti sem þingmaður á fulltrúadeild chileska þingsins þann 11. mars 2014. Á fyrsta kjörtímabili sínu sat Boric í þingnefnd fyrir mannréttindi, frumbyggjamál, jaðarsvæði og chileska suðurheimskautið, og atvinnu- og almannatryggingar.

Boric náði endurkjöri á fulltrúadeild þingsins árið 2017 með auknum meirihluta. Hann hlaut 15.417 atkvæði (24,62%), sem var aftur hæsti atkvæðafjöldi nokkurs frambjóðanda í fylkinu.

Forsetaframboð 2021

Boric bauð sig fram í forsetakosningum Chile árið 2021. Þann 18. júlí 2021 vann Boric óvæntan sigur í prófkjöri vinstrisinnaða kosningabandalagsins Apruebo Dignidad á móti Daniel Jadue, borgarstjóra Recoleta, með um 60% atkvæðanna. Fyrir forkosninguna hafði Jadue haft forskot gegn Boric í skoðanakönnunum. Eftir sigur sinn í prófkjörinu tilkynnti Boric á Twitter að hann myndi vinna ásamt Jadue til að stuðla að sameiningu vinstriaflanna í forsetakosningunum.

Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna þann 19. desember 2021 á móti með um 56 prósent atkvæða á móti íhaldsmanninum José Antonio Kast. Boric tók við af Sebastián Piñera sem forseti Chile árið 2022 og varð yngsti forseti í sögu landsins.

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Sebastián Piñera
Forseti Chile
(11. mars 2022 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


Tags:

Gabriel Boric ÆviágripGabriel Boric TilvísanirGabriel BoricChile

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Georgía BjörnssonJerúsalemÞóra ArnórsdóttirFæreyjarGuðmundur G. HagalínÁrni Grétar FinnssonInnrásin í NormandíLýðræðiKötturGuðrún Ósvífursdóttir2024SnæfellsnesEyjafjörðurGunnar HámundarsonHákarlSigríður AndersenLjóstillífunFjallkonanListi yfir íslensk skáld og rithöfundaMegindlegar rannsóknirJónas HallgrímssonÓsonDaniilForsetakosningar á Íslandi 2020SvalbarðiHarðmæliSkandinavíuskagiGuðjón SamúelssonVísindavefurinnMótmælendatrúViðskiptablaðiðSagnbeygingHeiðlóaAuður Ava ÓlafsdóttirLangreyðurMóbergHefðarfrúin og umrenningurinnLissabonListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaLoðnaPortúgalGarður (bær)RafhlaðaLúkasarmáliðHalldór LaxnessKaldidalurVantrauststillagaNáhvalurLilja Dögg AlfreðsdóttirMegasRagnarökSuður-AfríkaÍslensk mannanöfn eftir notkunDúbaíHernám ÍslandsBjörgvin HalldórssonÖræfasveitVottar JehóvaSameindFæðukeðjaÍslendingabókÍslandsbankiAkureyriEldfellHættir sagna í íslenskuUpphrópunLandnámsöldJarðhitiSódóma ReykjavíkListi yfir morð á Íslandi frá 2000HundurBerlínGæsalappirAxlar-BjörnRafmagnElísabet 2. Bretadrottning🡆 More