Friðarsúlan

Friðarsúlan (enska: Imagine Peace Tower) er útilistaverk eftir Yoko Ono reist í Viðey í Kollafirði til að heiðra minningu látins eiginmanns listakonunnar, John Lennons.

Listaverkið var vígt á afmæli Johns Lennons þann 9. október 2007. Friðarsúlan er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði, sem hófst á sjöunda áratug 20. aldar. Ono segist hafa fengið hugmyndina að friðarsúlu árið 1967. Á stalli súlunnar eru grafin orðin „hugsa sér frið“ eða „imagine peace“ á 24 tungumálum, þar á meðal á íslensku, ensku, þýsku, japönsku og hebresku. Enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.

Friðarsúlan
Friðarsúlan á opnunardegi 9. október 2007
Friðarsúlan

Uppbygging

Friðarsúlan er ljóskastari, sem lýsir upp í himininn, listaverkið er þannig hannað að 6 ljósgangar liggja lárétt í jörðinni að ljósbrunninum þar sem þeir falla á spegla sem halla í 45° og varpa því ljósinu lóðrétt upp í loftið. Í botni ljósbrunnsins, sem er 4 metrarþvermáli og 2 metra hár, eru einnig aflmiklar ljósaperur, fylltar Xenon-gasi, sem beinast upp á við. Samanlagt afl ljósanna er 70 kW.

Bygging friðarsúlunnar var fjármögnuð af Yoko Ono, Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur, sem einnig greiðir rekstrarkostnað.

Upplýsing

Friðarsúlan logar samfellt frá sólarlagi til miðnættis eftirtalin tímabil:

Eins er mögulegt, við sérstök tilefni, af fá leyfi hjá listakonunni til að kveika á friðarsúlunni utan ofantaldra tímabila.

Orðin á mismunandi tungumálum

Friðarsúlan 
Orðin „Hugsa sér frið“ eru rituð á 25 tungumálum hringin í kringum súluna (sjá einnig myndir af öðrum tungumálum en íslensku)

Orðin á súlunni eru rituð á 24 tungumálum. Að neðan er listi með þýðingum (listinn er ekki tæmandi):

Hnit

64°9′47.66″N 21°51′34.08″V / 64.1632389°N 21.8594667°V / 64.1632389; -21.8594667

Tenglar

  • Vefsíða friðarsúlunnar Geymt 17 október 2007 í Wayback Machine
  • „Getið þið sýnt okkur fleiri myndir af ljóssúlunni hennar Yoko Ono í Viðey?“. Vísindavefurinn.
  • „Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey?“. Vísindavefurinn.
  • Hugsa sér frið - Imagine Peace á vef Reykjavíkurborgar

Tags:

Friðarsúlan UppbyggingFriðarsúlan UpplýsingFriðarsúlan Orðin á mismunandi tungumálumFriðarsúlan HnitFriðarsúlan TenglarFriðarsúlan1961-1970196720. öld20079. októberEnskaHeimsfriðurJohn LennonKollafjörður (Faxaflóa)ListTungumálViðeyYoko Ono

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

ÞríhyrningurKristnitakan á ÍslandiStaðfestingartilhneigingHrognkelsiBólusóttForsetakosningar á ÍslandiEvrópusambandiðDalvíkurbyggðListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaJóhanna af ÖrkSkaftpotturRúnar RúnarssonDaniilSvartfuglarListi yfir forsætisráðherra ÍslandsOculisSamfylkinginFrakklandÖssur SkarphéðinssonVery Bad ThingsTáknAlþingiskosningar 2013EgilsstaðirDiskurHafþór Júlíus BjörnssonÓpersónuleg sögnFerskeytlaMiðmyndPedro 1. BrasilíukeisariSparperaHeyr, himna smiðurLettlandJakobsvegurinnBørsenÞrælastríðiðMeltingarkerfiðGuðni Th. JóhannessonÍslensk sveitarfélög eftir flatarmáliSýslur ÍslandsHeimspeki 17. aldarBenedikt Sveinsson (yngri)LandgrunnListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaForseti ÍslandsHiti (sjúkdómsástand)Stefán MániLandafræði FæreyjaRúmeníaBerlínHawaiiBíldudalurÍslandKósovóBríet (söngkona)PortúgalFiðrildiVinstrihreyfingin – grænt framboðSagnmyndirKvennafrídagurinnTyrkjarániðMorð á ÍslandiWikiAsíaAlfreðMeðalhæð manna eftir löndumClapham Rovers F.C.KennimyndAlþingiskosningar 2007Stofn (málfræði)Norður-ÍrlandRVK bruggfélagSjávarútvegur á ÍslandiGuðmundar- og GeirfinnsmáliðSameindÍslenskt mannanafn🡆 More