Erfðafestuland

Erfðafestuland eða erfðafestublettur er land sem leigt er með óuppsegjanlegum samningi og leigurétti sem erfist eins og aðrar eignir.

Algengt var á fyrri hluta 20. aldar að sveitafélög leigðu ræktunarlönd í kringum þéttbýli með þessum kjörum.

Í Reykjavík var árið 1859 byrjað að úthluta lóðum til ræktunar nálægt Kvosinni. Árið 1918 var skipuð nefnd til að gera tillögur um að framræsa og þurrka upp mýrlendið austan bæjarins í Laugardal, Kringlumýri, Fossvogi, Vatnsmýri, Sogamýri og í landi Klepps. Á 2. og 3. áratug 20. aldar risu þar mörg smábýli á erfðafestublettum. Blettirnir voru afhentir til eignar gegn árlegri leigu en skylt var að afhenda byggingarlóðir úr landinu ef á þurfti að halda. Erfðafestulöndin voru leigð til ræktunar og ekki mátti reisa á þeim hús nema með leyfi bæjarstjórnar. Reglum um úthlutun á erfðafestulöndum var oft breytt og nú er hætt að úthluta lóðum með erfðafestu.

Tilvísanir

Tags:

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Forseti ÍslandsEsjaListi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög á ÍslandiGrindavíkRauðsokkahreyfinginEgyptalandFlæmskt rauðölWikipediaFlóðsvínListi yfir íslensk póstnúmerLeðurblökurÞjóðernishyggjaSódóma ReykjavíkJökulsá á DalJón Sigurðsson (forseti)KirkjubæjarklausturFélagasamtökSjónvarpiðListi yfir íslenska myndlistarmennSkúli MagnússonHeimskautarefurÞýskalandJarðsvínaættBørsenPíkaParísarsamkomulagiðSkordýrFullveldiStjórnarráð ÍslandsGuðjón SamúelssonAlþingiskosningarKristján Þór JúlíussonFiskurHTML1. deild karla í knattspyrnu 1967VeiraGústi GuðsmaðurEivør PálsdóttirSumardagurinn fyrstiSagnorðLjónÓlafur Ragnar GrímssonSiglunesBorgarnesVefstóllSívaliturnFramsóknarflokkurinnSpænska borgarastyrjöldinGísla saga SúrssonarBríet (söngkona)Annað ráðuneyti Bjarna BenediktssonarFrumefniListi yfir íslensk skáld og rithöfundaKristalsnóttSumarólympíuleikarnir 1920Erpur EyvindarsonIngvar E. SigurðssonSneiðmyndatakaSýslur ÍslandsMiðflokkurinn (Ísland)NafnhátturBlóðsýkingSnæfellsnesHrafntinnaJúgóslavíaAxlar-BjörnRúmmálGrágásÍslendingabókIllugi GunnarssonForsetakosningar á Íslandi 2004Efnahagur ÍslandsListi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillurLægð (veðurfræði)Breyta🡆 More