Efnahagur Bretlands

Efnahagur Bretlands er eitt stærsta efnahagskerfi Evrópu.

Bretland er kapítalískt þróað land. Efnahagskerfið er það fimmta stærsta í heimi að nafnvirði landsframleiðslu en það ellefta stærsta miðað við kaupmáttarjöfnuð. Það var annað stærsta efnahagskerfi í Evrópusambandinu miðað við kaupmáttarjöfnuð og þriðja stærsta að nafnverði landsframleiðslu fyrir Brexit. Efnahagur Bretlands hefur dregist aftur úr Þýskalandi sökum hruns breska pundsins gagnvart evrunni.

Efnahagur Bretlands
Lundúnaborg er stærsta fjármálamiðstöð í heiminum.

Bretland var upphafsland iðnbyltingarinnar á 18. og 19. öld og var á þeim tíma drifkraftur í heimshagkerfinu. Með annarri iðnbyltinguninni undir lok 19. aldar tóku Bandaríkin við forystuhlutverkinu í efnahagskerfi heimsins. Heimsstyrjaldirnar tvær og fall breska heimveldsins á 20. öldinnni veiktu alþjóðlega stöðu Bretlands sem efnahagsveldis. Í byrjun 21. aldarinnar gegnir Bretland þó enn mikilvægu hlutverki í efnahag heimsins vegna mikillar landsframleiðslu og stöðu Lundúna sem einnar mikilvægustu fjármálamiðstöðvar í heimi. Alþjóðlega fjármálakreppan 2007-2008 veikti efnahag Bretlands verulega og olli miklum sveiflum næsta áratuginn. Árið 2016 ákváðu Bretar með þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu. Þegar COVID-19-faraldurinn reið svo yfir árið 2020 varð samdrátturinn í Bretlandi meiri en í nokkru öðru G7-ríki. Árið 2021 fór svo verðbólga af stað og náði yfir 10% vegna verðhækkana á alþjóðlegum mörkuðum og hærra verðs á innflutningi frá Evrópusambandinu.

Bretland er eitt alþjóðavæddasta land í heiminum. Höfuðborg landsins London er stór fjármálamiðstöð fyrir alþjóðaviðskipti. Borgin er ein af þremur „stjórnstöðvum“ efnahags heimsins (ásamt New York-borg í Bandaríkjunum og Tókýó í Japan). Hagkerfi Bretlands er samsett úr hagkerfum Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands (eftir stærð). Bretland á aðild að G7, Breska samveldinu, OECD og WTO.

Efnahagur Bretlands  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Breskt pundBretlandBrexitEvraEvrópaEvrópusambandiðKapítalismiKaupmáttarjöfnuðurLandsframleiðslaLönd eftir landsframleiðslu (KMJ)Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)Þróað landÞýskaland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

RímKjalarnesVladímír PútínLaufey Lín JónsdóttirStefán HilmarssonWikipediaVesturfararHinrik 2. EnglandskonungurMaracanã (leikvangur)FlateyriPeter MolyneuxTyrklandNíðstöngVerzlunarskóli ÍslandsDavíð Þór JónssonGrábrókAtómskáldListi yfir íslensk millinöfnÍsafjarðarbærBárðarbungaBetelgásJosh RadnorHögni EgilssonDagur SigurðarsonAlþingiskosningarCarles PuigdemontFrosinnSveitarfélagið ÁrborgSigurðurGróðurhúsalofttegundMartin ScorseseKortisólÞverbanda hjólbarðiHerra HnetusmjörÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaÚranus (reikistjarna)BorgarbyggðKjördæmi ÍslandsSnorra-EddaDýrin í HálsaskógiSauryTíðbeyging sagnaViðreisnBorgarastríðGildishlaðinn textiHveragerðiBlóðsýkingBjór á ÍslandiAyn RandKynfrumaÚtvarpsþátturGamelanGuðmundur Sigurjónsson HofdalK-vítamínDjúpivogurHættir sagna í íslenskuHáskóli ÍslandsSnæfell (Eyjabakkajökull)MollBjörgvin HalldórssonKnattspyrnufélagið FramSuðurnesjabærDVStykkishólmurAnnaSeglskútaMiltaÞórbergur ÞórðarsonIllugi JökulssonKöngulóarkrabbiMargrét FriðriksdóttirNew York-borgStigbreytingHljóðvarpEgils sagaKröflueldar🡆 More