Drífa Snædal: íslenskur verkalýðsleiðtogi og stjórnmálakona

Drífa Snædal (f.

5. júní 1973) er íslenskur verkalýðsleiðtogi og stjórnmálamaður. Hún er fyrrum forseti Alþýðusambands Íslands.

Drífa fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hellu frá fjögurra ára aldri og í Lundi í Svíþjóð frá sex til ellefu ára aldurs. Árið 1993 lauk hún stúdentsprófi frá félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hún útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1998, úr Háskóla Íslands með viðskiptafræðipróf árið 2003 og með meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði með áherslu á vinnurétt frá Háskólanum í Lundi árið 2012.

Drífa varð fræðslu- og kynningarstýra hjá Samtökum um kvennaathvarf árið 2003 og var framkvæmdastýra samtakanna frá 2004 til 2006. Hún starfaði sem framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð frá 2006 til 2010. Árið 2012 varð hún framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.

Drífa sagði sig úr Vinstri grænum árið 2017 til að mótmæla stjórnarsamstarfi þeirra með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Hún var kjörin forseti ASÍ þann 26. október árið 2018, fyrst kvenna. Hún tók þátt í samningaviðræðum um nýja kjarasamninga sem voru undirritaðir í apríl 2019.

Drífa sagði af sér sem forseti ASÍ í ágúst 2022 vegna samskiptaörðugleika við forkólfa verkalýðshreyfinga. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi Drífu í kjölfarið fyrir að hafa sem forseti ASÍ „lokað sig inni í blokk“ með sérfræðingum og efra-millistéttarfólki.

Tilvísanir

Tags:

Alþýðusamband Íslands

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

FrakklandListi yfir íslensk skáld og rithöfundaFóstbræður (sjónvarpsþættir)Faðir vorGuðmundur Árni StefánssonFritillaria przewalskiiHrynjandiMagnús Geir ÞórðarsonÍtalíaÁrni MagnússonHinrik 2. EnglandskonungurNorræna (ferja)HTMLJakobsvegurinnLýsingarorðSiðaskiptinHalldóra BjarnadóttirKvenréttindi á ÍslandiRómverskir tölustafirHómer SimpsonHringur (rúmfræði)Söngvar SatansMeistaradeild EvrópuStríðHeiðlóaSnorri SturlusonListi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969RafeindNiklas LuhmannBloggLeikur2016Stari (fugl)ÞjóðveldiðLögbundnir frídagar á ÍslandiMacOSLandnámsöldVinstrihreyfingin – grænt framboðPepsiÁramótListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Íbúar á ÍslandiReikistjarnaBaldurVatnaskógurKirgistanMalíForseti ÍslandsNorskaSkátafélög á ÍslandiBerlínarmúrinnApríkósaSveppirBrasilíaEvrópaAlþingishúsiðUpplýsinginXi JinpingKorpúlfsstaðirFranz LisztKvennafrídagurinnGrænlandForsíðaBoðorðin tíuPompeiiVilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)Þór (norræn goðafræði)Kalda stríðiðVífilsstaðavatnEgó (hljómsveit)Pýramídinn mikli í GísaYfirborðsflatarmálJóhann Berg GuðmundssonHollenskaAtlantshafsbandalagið🡆 More